Mótvægisaðgerðir stýrivaxtahækkunar takk
29.10.2008 | 17:42
Það er nauðsynlegt að hafa jákvæða raunstýrivexti til að halda peningum í landinu.
Á hinn bóginn gerir það fyrirtækjum innmögulegt að starfa, ef fjármagn fæst ekki á viðunandi kjörum.
Þess vegna verður ríkisstjórnin að fara í mótvægisaðgerðir til að koma til móts við atvinnulífið vegna þessarar stýrivaxtahækkunar.
Atvinnulífið verður að hafa aðgengi að lánsfé á einhverjum skynsamlegum kjörum til að uppsagnir verði ekki enn yfirgengilegri um þessi og næstu mánaðarmót og fjöldagjaldþrotum í kjölfarið.
Hvaða leið er best að fara veit ég ekki, en aðgengi að fjármagni verður að tryggja.
Hugsanlega væri möguleiki að Seðlabankinn, í gegnum viðskiptabankana, biði fyrirtækjum lán að ákveðinni upphæð á hvern starfsmann á hagstæðum kjörum til 3ja til sex mánaða, allt eftir því hvað menn meta að gjaldeyrisstartið taki langan tíma. Það lán kæmi fremst í veðröðina og fengi stöðu launaskuldar ef fyrirtækið færi í þrot. Á þann hátt þyrftu fyrirtækin ekki að leggja fram eins trygg veð en heldur ekki að segja eins mörgum upp og hagkerfið væri fyrr að ná sér.
Aðrar tillögur eru vel þegnar, en þetta gengur ekki svona.
![]() |
Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hefur ríkisstjórnin meirihluta á Alþingi?
29.10.2008 | 17:24
Eins og Samfylkingin talar á Alþingi og utan þess, lætur hún eins og hún styði ekki og sé á móti meira og minna öllu því sem ráðherrar hennar og Sjálfstæðisflokksins þurfa að taka ákvarðanir um.
Í þingbundnu lýðræðisríki eins og Íslandi, sitja ráðherrar svo lengi sem Alþingi samþykkir ekki vantraust á þá.
Ég skora á stjórnarandstöðuna að lýsa vantrausti á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar og kanna hvort eitthvað minnsta innihald sé í belgingi Samfylkingarinnar.
Ef þau meina eitthvað með orðum sínum, t.d. gagnrýni á Davíð Oddsson, sem forsætisráðherra hefur vald til að ráða og reka, hljóta Samfylkingarþingmenn að samþykkja vantraust á þann mann sem heldur verndarhendi yfir honum.
Ef ekki eiga þau að hætta þessum málflutningi og skammast sín.
![]() |
Ekki benda á mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drengir góðir
29.10.2008 | 10:06
Ég starfaði um tíma að útgerð skips sem skráð var í Færeyjum. Í gegnum þau samskipti komst ég að því að Færeyingar eru drengir góðir, vilja hafa hlutina á hreinu og standa við það sem þeir segja.
Hugur þeirra til okkar er og mikill og góður.
Það sannast enn og aftur nú, þegar við lendum í þeim sömu vandamálum og þeir lentu í þegar þeirra bankakerfi hrundi.
Hafið mikla þökk fyrir.
Vonandi mun þetta hrun kenna okkur lexíu hvað varðar orðheldni og drengskap í viðskiptum. Þá þarf ekki neinu að kvíða.
![]() |
Mikill drengskapur Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |