Staðgreiðslukerfið afnumið

Það er skelfilegt að kynna sér skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Þær eru afturhvarf til gamla kerfisins, áður en staðgreiðsla skatta var tekin upp.

Hún mun koma illa við þá sem ná tímabundið í tekjur, eða eru með óreglubundnar tekjur, eins og margir iðnaðarmenn eru með í dag, sem og sjómenn sem eru með afar mismuandi tekjur eftir árferði.

Nóg hefur Jóhanna Sigurðardóttir fjallað um vanda þeirra bótaþega sem endurgreiða hafa þurft bætur vegna óvæntra tekna eða mistaka í upplýsingagjöf, en nú er það allt gleymt.

Þegar aðrar leiðir eru færar, á ekki að fara í þennan óskapnað.


mbl.is Aukin skuldabyrði í skuldakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta kemur í veg fyrir þann gamla sið sem að oft reyndist manni vel það er að vinna sig út úr vandanum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Manstu Gestur að þegar síðustu skattabreytingar áttu sér stað, í tíð Framsóknaríhaldsins, þá hækkuðu skattar á þá lægstlaunuðu en hygldu að sama skapi þeim hæstlaunuðu?

Manstu það?

Þráinn Jökull Elísson, 19.11.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Gestur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gestur veistu hvað felst í orðinu "staðgreiðsla"?

Ef þú leggur aðeins aftur augun og hugsar um það, sérðu í hendi þér að það á að greiða jafnóðum af laununum en ekki síðar meir eða ári seinna. Launagreiðandanum ber að sjá svo um að staðgreiddur sé skattur.

Við skulum ekki hafa áhyggjur af þessu. Ef vinnuveitandi skilar ekki staðgreiðslunni ber honum að sjálfsögðu að skila henni þó síðar verði.

Þórbergur Torfason, 20.11.2009 kl. 00:12

5 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst vel hafa tekist til með að jafna skattbyrðinni milli tekjuhópa.  Þetta er svona í anda Jafnaðarmanna.  Fyrri ríkisstjórnir höfðu farið alveg öfugt að. Þeir tekjulægstu voru skattpíndir en þeir tekjuhæstu sluppu með mjög litla skatta.

Það er er núna að gera fólkinu erfitt er gríðarleg hækkun á nauðsynjum- vegna verðlítillar krónu... Nú er að stórauka útflutning og minnka allan innflutning..og vinna okkur út úr vesöldinni..

Sævar Helgason, 22.11.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þórbergur, vinnuveitandinn getur ekki alltaf vitað í hvaða skattþrepi launamaðurinn lendir, sérstaklega ef hann er í fleiri en einni vinnu.

Betra hefði verið að hækka persónuafsláttinn og hækka prósentuna, en hafa hana  áfram eina. Það er mikið betra kerfi.

Gestur Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband