Eftirlaunafrumvarpið - er ISG með slæma samvisku?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það verði hennar fyrsta verk, komist hún í ríkissjórn, að stroka Ísland út af lista hinna viljugu þjóða og afnema eftirlaunafrumvarpið.

Það var og... Ekki eru mörg verkefni aðkallandi, fyrst þessi eru þau sem eru mest aðkallandi. Gangi henni annars vel að finna penna sem hægt er að nota til að stroka út úr fréttatilkynningum Hvíta Hússins, þótt ég geri ekki lítið úr því að okkar land hefði aldrei átt að setja á einhvern svona lista. Nóg um það.

Það sem mér finnst samt furðulegast í hennar málflutningi er þetta með eftirlaunafrumvarpið. Við upphaflegu lagasetninguna sást mönnum yfir að menn gætu tekið tvöföld laun, færu menn til annarra starfa að lokinni þingsetu og ráðherradómi. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir að það væri rangt að hafa þetta svona og lagði til við forsætisnefnd, sem hefur flutt þessi mál, að þessi réttur yrði felldur niður í upphafi forsætisráðherratíðar sinnar.

Sjálfstæðisflokknum var svo sem sama um málið, en stjórnarandstaðan lagðist þvert gegn frumvarpsdrögum Halldórs. Taldi stjórnarandstaðan að fella ætti niður þau réttindi sem menn hefðu áunnið sér. Þau vildu sem sagt ganga lengra en stjórnarskráin heimilaði, og var það seinna staðfest með hæstaréttardómi. 

Niðurstaðan: Engin breyting var gerð, enda venja að allir þingflokkar standi að svona málum, eins og raunin var með upphaflega málið.

Nú kemur ISG fram, sakleysið uppmálað og vill breyta, þótt hún hafi sjálf staðið í vegi fyrir því að það væri þegar búið og gert!!!

Ja, það margt er skrítið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir: Samfylkingin var á móti því að leiðrétta málið, kom í veg fyrir að það yrði gert. Því er málið eins og það er í dag.

Gestur Guðjónsson, 17.4.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Held að við ættum ekkert að vera að biðja Írönsku þjóðina afsökunar. Veit ekki hvað við höfum gert henni.

Gestur Guðjónsson, 17.4.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er ánægð með Ingibjörgu þarna sko

Inga Lára Helgadóttir, 18.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er vonandi ekki búið að ráðast inn í Íran.

Gestur Guðjónsson, 18.4.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir: Það er hefð fyrir því að allt sem hefur með kjör Alþingismanna sé lagt fram sameiginlega af þingflokkunum. Því var það ekki gert í þessu tilfelli. Bendi þér á að Guðmundur Árni Stefánsson stóð að upphaflega frumvarpinu fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Ég trúi því ekki að hann hafi ekki lagt það fyrir þingflokkinn áður en hann samþykkti það. Eins og lýðræðið innan Samfylkingarinnar hefur komið manni fyrir sjónir í aðdraganda landsfundarins getur maður þó ímyndað sér að Guðmundur hafi þá ekki lagt þetta fyrir þingflokkinn áður en þetta var lagt fram í nafni hans, eða hvað? Sú "Almennilega breyting" sem Samfylkingin vildi stóðst ekki stjórnarskrá. Það var vitað, enda ekki hægt að svipta menn þeim "eignum" sem menn hlutu við þetta. Hæstiréttur hefur staðfest það.

Gestur Guðjónsson, 18.4.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Svo því sé til haga haldið samþykkti síðasta flokksþing okkar að það eigi að "Tryggja að allir landsmenn búi við sambærileg lífeyrisréttindi og afnema sérréttindi alþingismanna."

Gestur Guðjónsson, 18.4.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband