Ungliðahreyfingarnar verða sér til skammar

Þótt ég sé ekki fylgismaður nýja meirihlutans, síður en svo, þá urðu þeir einstaklingar sem ekki virtu fundarfrið á áhorfendabekkjum ráðhússins í dag sér til háborinnar skammar.

Lýðræðið byggir á að fylgt sé ákveðnum leikreglum við beitingu þess valds sem kjósendur fela fulltrúum sínum í kosningum. Þeim reglum verður að fylgja og ættu ungliðahreyfingarnar að vita betur og sérstaklega ættu þær að þekkja fundarsköp, almenna kurteisi og mannasiði.

Það má alveg fullyrða að slit Ólafs F Magnússonar á meirihluta nr 2 til að fá borgarstjórastólinn sem gulrót sé ódrengilegur og jafnvel skrumskæling á þessu sama lýðræði, sem vekja eðlilega upp reiðviðbrögð og séu tilefni til mótmæla. Sérstaklega í ljósi þess að nú tafsar hann í Kastljósinu og getur ekki svarað í hverju meintur málefnaágreiningur hefði falist, en það réttlætir ekki þessi læti í dag. Eðlilegt var að fjölmenna á pallana og láta tilfinningarnar í ljós á kurteisislegan hátt en ekki þetta.

Skamm...


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

... er að finna í 26. grein sveitarstjórnarlaga:

"Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný."

Hvert ætli Kristján Möller myndi vísa valdinu í Reykjavík? Til Hafnarfjarðar?


Orð dagsins...

... á Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur, þegar hann viðurkennir að herför hans gegn Framsókn á undanförnum árum hafi verið mistök:

"Ég verð að viðurkenna að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli LEB og fyrri ríkisstjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en yfirlýsing sú er núverandi ríkisstjórn gaf 5. desember sl."


Er kominn tími á nýja nálgun á sveitarstjórnarmálin?

Farsinn í borgar"stjórnmálunum" í Reykjavík undanfarna mánuði fá mann til að hugsa þá hugsun hvort það sé rétt að vera með listakosningar til sveitarstjórna. Hvort ekki sé betra að taka upp óhlutbundna einstaklingskosningu.

Þessi meiri- og minnihlutaskipting er enda meira og minna hreint píp.

Úrlausnarefnin eru meira og minna þess eðlis að flokkspólitískur grundvallarágreiningur er ekki til staðar og starfið líkist á stundum meira fundum í málfundafélagi en samkomu ábyrgra einstaklinga sem reyna að finna bestu lausn á hverju úrlausnarefni. Ef einhver kemur með góða hugmynd er hún felld, komi hún ekki frá réttu fólki.

Vill þó að taka fram því fólki til hróss sem var með mér í fyrsta umhverfisráði kjörtímabilsins, undir stjórn Gísla Marteins, að það hagaði sér ekki þannig. Minnihlutinn samþykkti starfsáætlunina og fjöldi tillagna minnihlutans hlutu brautargengi. Var eftir því tekið og horfðu aðrir til okkar með forundran, sem lýsir ástandinu í öðrum hlutum stjórnkerfisins ágætlega.

Ég tek sem dæmi muninn á sveitarstjórnarmálum í minni heimasveit, Skeiðunum, en þegar teknar voru upp listakosningar þar breyttist sveitastjórnarstarfið í átakastjórnmál í stað samræðu og samvinnustjórnmála.

Ég myndi endilega vilja reyna að finna leið til að taka upp persónukosningar í stað listakosninga til að hver sveitarstjórnarfulltrúi taki meiri ábyrgð á eigin afstöðu og hagi sér í takt við eigin sannfæringu í stað einhverra ímyndaðra átakalína sem yfirleitt eru ekki til staðar ef að er gáð. Ef stærri mál sem ekki næst samkomulag um koma upp, væri hægt í ríkari mæli að leggja þau í dóm kjósenda.


Nú getur tvennt gerst...

...annaðhvort verður þessi meirihluti í borginni skammlífur og 4-5 af Sjálfstæðismönnunum ganga til samstarfs við Samfylkinguna innan skamms eða að Samfylkingin fari með Framsókn og VG í ríkisstjórn.

Ég hef amk ekki mikla trú á að þetta verði lengi svona.

ps: 

Nema að þetta sé millileikur íhaldsins, að sprengja nýja meirihlutann til að geta nú kippt VG upp í með sér.


Einkavæðingaráform Landsvirkjunnar staðfest?

Í endurskoðuðu arðsemismati Kárahnjúkavirkjunnar kemur fram:

"Ólíkt því sem gert var í upphaflega arðsemismatinu er fjármagnskostnaður nú reiknaður með vaxtaálagi sem hlytist af því að Landsvirkjun nyti ekki ríkisábyrgðar."

Ég get ekki skilið þetta sem annað en yfirlýsingu um að nú standi til að einkavæða Landsvirkjun, en afnám ríkisábyrgðar fyrirtækisins er forsenda þess.

Ef það stæði ekki til væri engin þörf á því að breyta þessari forsendu og því ætti arðsemi virkjunarinnar að vera enn meiri.

Því er ég algerlega ósammála og hef margrökstutt það, síðast hér og hér, enda byggir aðgengi Landsvirkjunnar að náttúruauðlindunum á því að fyrirtækið sé í almannaeigu.


Enn meiri arðsemi... Hvað segir VG við því?

Ávallt þegar komið hafa fram vísbendingar um að kostnaður við virkjunina sé eitthvað að hækka, ryðjast fulltrúar VG og stjórnarandstöðuhluta Samfylkingarinnar fram á völlinn og formæla virkjuninni. Nú hljóta þeir að koma fram og segja að þetta hafi nú ekki verið svo slæmt eftir allt saman.

Það er að segja ef þau eru samkvæm sjálfum sér og séu ekki í þessu í vinsældakapphlaupi, heldur af einskærri umhyggju fyrir landsins gagni og nauðsynjum.

En það er kannski til of mikils mælst...


mbl.is Kárahnjúkavirkjun arðsamari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hefur talað um ráðningarmál Árna Matt

Mér þótti athyglisvert að heyra Mörð Árnason segja í Silfrinu í dag að það sem formaður flokksins og formaður þingflokks Samfylkingarinnar höfðu sagt um ráðningu héraðsdómara væri það sem Samfylkingin hefði að segja um málið.

Þau hafa nefnilega bæði fordæmt og gagnrýnt embættisfærslu Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, við ráðningu héraðsdómarans.

Maður hlýtur í framhaldinu að spyrja sig; Er Árna sætt í ríkisstjórn, styður Samfylkingin ráðherrann?


Mikið fjör í frjálsum á morgun

Á morgun verður Reykjavík International mótið haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Flest okkar besta frjálsíþróttafólk etur kappi við erlenda boðsgesti, sem eru á svipuðu róli og þeir sjálfir, svo keppnin verður afar skemmtileg áhorfs. Góð aðstaða er fyrir áhorfendur og hvet ég alla til að mæta og sjá keppnina. Þeir sem ekki nenna í höllina geta fylgst með henni í sjónvarpinu.

Þvílík bylting sem þetta hús er fyrir frjálsar íþróttir á Íslandi og öllum þeim sem að því komu til mikils sóma.


Fimm þúsund trúnaðarbréf...

Er hrl algert fífl?

Ég á erfitt með að líta á manninn sem velunnara Framsóknar eftir þetta, sama hvað hæft er í ávirðingum hans. Þeim þurfa réttir menn náttúrulega að svara...


mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband