Úr lagasafni Alþingis
9.10.2008 | 14:06
Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson ættu að fara að kynna sér þessa texta.
Almenn hegningarlög nr. 19 12. febrúar 1940
X. kafli. Landráð.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ...1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Lögreglulög nr. 90 13. júní 1996
5. gr. Ríkislögreglustjóri
2. Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru:
a. að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot,
b. að starfrækja lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi
Ég er ekki frá því að það hefði verið betra að fá flugskeyti send frá bretlandi en þá meðferð sem við fengum frá bretum í gær.
Takk Davíð!!! Takk Geir!!!
9.10.2008 | 06:32
Afleiðingar orða Davíðs Oddssonar um að við ætlum að haga okkur eins og ótýndir glæpamenn og standa ekki við orð okkar, virðast ætla að kosta Íslendinga upphæðir sem við, börn okkar og barnabörn okkar munu verða lengi að greiða niður.
Banki í góðum rekstri, með nægt laust fé, gott eignasafn og með góðan stuðning heimanfrá þolir ekki að seðlabankastjóri, sá embættismaður sem á að standa hvað harðast með þeim, lýsi því yfir að við ætlum að haga okkur eins og forfeður okkar á víkingatímanum og fara um nágrannalöndin rænandi og ruplandi.
Við slíkum yfirlýsingum er beitt lögum við hæfi:
Hryðjuverkalögum.
Framkoma Breta gangvart okkur er með þeim ólíkindum að það hlýtur að hafa djúpstæð áhrif á samskipti landanna, en þeim til varnar verður jú að hafa í huga að þeir eru vanir því að það sé að marka það sem seðlabankastjórar segja.
Geir H Haarde þarf að útskýra fyrir okkur sem erum Íslendingar í dag og eins þeim sem á eftir koma hví hann leggur traust sitt á slíkan mann, hví í ósköpunum honum er leyft að fara í fjölmiðla og hví í ósköpunum hann bregst ekki við yfirlýsingu seðlabankastjóra fyrr en fleiri, fleiri klukkustundum síðar. Ekki fyrr en skaðinn er skeður. Reyndar tók Geir undir orð hans og sagði allt í lagi að fara dómstólaleiðina! Allt í lagi!, Er ekki allt í lagi með menn?
Þetta hefði átt að leiðréttast fyrir miðnætti í seinasta lagi.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fleiri vinaþjóðir í austri
8.10.2008 | 15:54
Ein er sú þjóð sem við höfum hjálpað mikið og við eigum talsvert inni hjá.
Við höfum tekið á móti sendinefnd eftir sendinefnd sem hafa verið að kynna sér hvernig byggja eigi upp nútíma samfélag, hvernig byggja eigi upp heilbrigðiskerfi, skólakerfi og svo framvegis og framvegis.
Það er líklegast sú magnaðasta þróunaraðstoð sem við höfum veitt, þrátt fyrir að hún hafi ekki kostað okkur nema smáaura.
Við höfum átt góð og vaxandi viðskipti við þessa vinaþjóð okkar og hafa þau vera með miklum ágætum.
Þessi sama þjóð á þvílíkt magn peninga að brotabrotabrot myndi gera meira en að duga okkur til að skapa jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
Þetta er Kína.
Símanúmerið í sendiráðinu er 552 6751.
![]() |
Ríkisstjórn Íslands á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er þetta PR klúður búið að kosta?
8.10.2008 | 15:26
Að forsætisráðherra skuli ekki hafa svarað breska forsætisráðherranum og fjármálaráðherranum í þessa veru strax í morgun og bakkað út úr vitleysunni strax, er búið að kosta það að Kaupþing í Bretlandi hefur verið lokað í allan dag, sem þýðir þá líklegast að gert verður áhlaup á þann banka á morgun, umfram það sem þegar hefur verið gert.
Það var þá glæsilegur árangur.
![]() |
Eignir standi undir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afleiðing hálfvitagangs
8.10.2008 | 13:25
Þegar menn eins og Geir H Haarde og Davíð Oddsson voga sér að gefa út jafn hálfvitalega yfirlýsingu og þá að þeir ætli ekki að standa við ábyrgðir sem sannarlega hvíla á okkur Íslendingum, ábyrgðir sem grundvallaðar eru á EES samningnum, er ekki skrítið að Bretar fari í hefndar- eða þvingunaraðgerðir eins og þetta líklegast er. Tölum seinna um hvernig stóð á því að þessar ábyrgðir voru heimilaðar, en við erum komin út í ána og það er ekkert annað að gera en að halda áfram.
Nú er ekkert annað en að ganga í ættarsilfrið og standa við orð okkar.
Orðspor okkar til áratuga er í veði og hvers eiga komandi kynslóðir að gjalda að við höfum komið þessum mönnum til valda?
![]() |
Kaupþing í London í greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einkavætt heilbrigðiskerfi í dag?
7.10.2008 | 23:30
Geir H Haarde sagði á fundi í Valhöll að með nýrri ríkisstjórn væri hægt að gera hluti sem ekki hefði verið hægt í samstarfinu við Framsókn.
Við höfum fengið örlítinn smjörþef af því nú þegar. Meiri einkarekstur.
Ef íhaldið hefði haft Heilbrigðisráðuneytið síðustu 12 árin, væru læknastofurnar á leiðinni á hausinn hver af annarri, skuldsettar upp í rjáfur vegna kaupa á tækjum og flotti, nema samningarnir við þær hefði verið með þeim mun meiri ólíkindum.
Þá væri verið að fresta aðgerðum, biðlistar að hrannast upp og heilbrigðiskerfið lamað, meðan ríkið væri að koma sér upp aðstöðunni á nýjan leik.
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengi krónunnar fest
7.10.2008 | 10:12
![]() |
Fréttir af rússnesku láni hresstu krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppgjör eða uppgjöf draumsins um hinn alfrjálsa markað
7.10.2008 | 06:00
Frjálshyggjupostularnir hljóta að sýta þessa niðurstöðu og telja henni allt til foráttu, þótt þeir þegi nú þunnu hljóði.
Þeir segja að allt inngrip í markaði sé af hinu slæma, það sem hafi orsakað þessa kreppu og öll inngrip muni bara auka enn á vandann.
Það megi alls ekki grípa inn í markaðinn, hann eigi að sjá um þetta sjálfur og hann geti það. Hið sama ætti að eiga við hér, ríkinu beri sem sagt að Haardera, eða eins og Hannes Hólmsteinn sagði á laugardaginn var:
"Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað mistækir"
Það er rétt. Markaðurinn getur alveg séð um sig sjálfur,
- ef þér er alveg sama um afdrif þeirra sem eru á markaðnum, þá líklegast með þeim rökum að þeir hafi vitað af áhættunni sem þeir voru að taka,
- ef þér er sama um þá staðreynd að þeir sem eru að taka ákvarðanir á markaði bera ábyrgð á aðilum, t.d. fjölskyldu sinni og afkomendum fæddum sem ófæddum, sem enga hugmynd hafa um ákvörðun þína,
- ef þú trúir því að hægt sé að koma á kerfi þar sem allir á markaðnum hafi allar upplýsingar á sama tíma,
- ef þú trúir því að menn misbeiti ekki valdi og upplýsingum,
- ef þú trúir því að ef allir taki ákvarðanir sem eru þeim sjálfum fyrir bestu í þrengsta skilningi, þá sé það heildinni fyrir bestu, óháð áhrifum ákvörðunar hvers og eins á náungann.
Þetta fer nefnilega allt saman einhvernvegin.
Það er líklegast grundvallarkennisetningin og hún stenst, þetta fer allt saman einhvernvegin, einhver mun jú eiga eitthvað á endanum. Kapítalismanum er bara sama hver það er og hvernig öðrum reiðir af.
En sú kennisetning byggir því á annari skilgreiningu á því hvað sé samfélag en ég get fellt mig við.
Ég vil búa í samfélagið þar sem við komum hvort öðru við og á því eiga ákvarðanir stjórnvalda að byggja.
Guð gefi að þessar ákvarðanir stjórnvalda geri það sem best.
![]() |
Ný lög um fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gíslataka Ögmundar í hjartastoppi fjármálalífsins
6.10.2008 | 15:26
Er í Svíþjóð að reynda að fylgjast með málunum. Tók út gjaldeyri í reiðufé í gærkvöldi til öryggis.
En það að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, skuli misnota formennsku sína í BSRB og þá stjórnarsetu sem henni fylgir til að taka ríkisstjórnina í gíslingu og heimta uppskiptingu bankanna, eru þvílík vinnubrögð að mér koma í hug orð sem ekki eiga heima á prenti.
Forsætisráðherra hefur einnig brugðist, með því að ná ekki lendingu í málunu og koma með trúverðuglegt útspil í stöðunni, þrátt fyrir gíslatöku Ögmundar. Annað hvort með því að átta sig ekki á stöðunni eða, ef hann hefur áttað sig á stöðunni, að koma þeim sem að málinu koma í skilning um alvarleika málsins. Það að bregðast við málinu svona seint, þrátt fyrir margendurtekin varnaðarorð, hefur nefnilega gefið þeim sem hjálpað geta, þær ranghugmyndir að þeir séu í einhverri samningsstöðu
Nú er ekkert annað fyrir hann og aðra en að girða sig í brók og koma málum í lag. Það eru allir að tapa. Það getur enginn grætt á svona ástandi.
Í framhaldinu væri svo hægt að fara í æfingar eins og að skipta um ráðherra, stjórn, boða til kosninga og ég veit ekki hvað.
En þegar einhver er í hjartastoppi þýðir ekkert að fárast yfir því hvort hann lifað heilbrigt fram að því eður ei, né hvernig best verði að haga sér í endurhæfingunni. Það verður að hnoða. Ef það er ekki gert, skiptir restin engu máli.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er íhaldið að snúa sér til Brussel?
5.10.2008 | 12:56
Það að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar skuli nú vera að koma til fundar gæti verið vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að taka ákvarðanir sem eru ekki lige ud af landevejen samkvæmt þeirri stefnu sem hann hefur verið að fylgja hingað til.
Hvað gæti það verið?
- Er verið að taka beygju til Brussel?
- Er verið að veita lífeyrissjóðunum einhver kjör eða með skilyrðum sem eru harkaleg?
- Er verið að breyta yfirstjórn Seðlabankans?
- Mun eitthvert samseðlabankalánið kosta peningalegt sjálfstæði?
- Á loksins að fara í að endurskoða peningamálastefnuna?
Tíðinda er örugglega að vænta innan tíðar.
Við skulum vona að þessar fréttir tryggi góðar fréttir kl 9 í fyrramálið.
![]() |
Fjölgar í Ráðherrabústaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |