Drengur góður tekur rétta ákvörðun
4.11.2008 | 22:20
Þessi afstaða Boga Nilssonar er enn ein staðfesting á því að á ferðinni er drengur góður sem er vandur að virðingu sinni og þótt ég sé sammála afstöðu hans, sýnir þessi gjörningur hans í rauninni hversu hæfur hann var til að framkvæma rannsóknina.
En áreiðanleiki þeirra sem framkvæma svona úttekt verður að vera hafinn yfir allan vafa.
![]() |
Bogi Nilsson hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Felldi Kaupþing skuld menntamálaráðherra niður?
3.11.2008 | 21:34
Það er alveg ljóst að svör verða að fást við þessum áburði um niðurfellingu skulda lykilstarfsmanna við Kaupþing hið fyrsta, í seinasta lagi á morgun.
Ef fótur er fyrir þessum sögusögnum, hlýtur í leiðinni að þurfa að fást svör við því hvort Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sé meðal þeirra sem fékk niðurfellt lán.
Ef það er tilfellið er erfitt að sjá Þorgerði Katrínu taka að sér frekari trúnaðarstörf fyrir þjóðina.
![]() |
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mun gangsetning krónunnar takast?
3.11.2008 | 18:19
Þetta lán Norðmanna er gott innlegg í undirbúning að endurræsingu krónunnar, en er síður en svo nægt eitt og sér. Mikið meira þarf til. Helst 1.000-1.500 milljarðar alls, ef það er nóg.
Íslensk stjórnvöld hafa hækkað stýrivexti, þannig að þeir eru nú jákvæðir, svo fjármagnseigendur sjá sér hag í að koma með gjaldeyri til landsins og kaupa krónur fyrir, en nú er málið að safna í nægjanlega digra sjóði, þannig að gengið falli ekki niður úr gólfinu þegar það verður gefið frjálst á ný.
Fyrirséð er að einhverjir aðilar, eins og þeir sem hafa átt jöklabréf en ekki framlengt þau, munu selja sínar krónur strax við fyrsta hentugleika og verður að vera til gjaldeyrir til að greiða fyrir þær.
Auk þess, ef sjóðirnir eru ekki nægjanlega digrir, munu spákaupmenn sjá sér hag í að kaupa risastóra afleiðusamninga, gera árás á krónuna og fella gengi hennar til að innheimta hagnað.
Ef gangsetningin heppnast ekki, er ljóst að við munum búa við gjaldeyrishöft og stýrt gengi um einhverra missera skeið.
Í því felast svosem einhver tækifæri, eins og að þá væri hægt að lækka stýrivexti, en það versta væri að Seðlabanki Íslands myndi stýra því hverjir fengju að kaupa gjaldeyri og hverjir ekki. Þannig ættu fyrirtæki landsins ekki bara eiga við viðskiptaráðherra í gegnum FME um hvaða fyrirtæki standa og falla, heldur líka seðlabankastjóra og forsætisráðherra.
Þau embætti eru einfaldlega ekki nægjanlega þau réttu til að ákveða hvaða fyrirtæki standa og hvaða fyrirtæki falla. Það verður markaðurinn að fá að ákveða og það getur hann bara gert með frjálsu fjármagnsflæði.
![]() |
Norðmenn lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin vill innleiða þegar innleitt umhverfi
3.11.2008 | 00:55
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Léleg fréttamennska um fréttamiðla
3.11.2008 | 00:19
Í mínum eyrum hljómar þetta eins og kennitöluflótti hjá 365.
Það lítur út fyrir að það sé verið að setja einn og hálfan milljarð inn í það sem verja á og setja restina af fyrirtækinu á hausinn.
Talsmenn stjórnar 365 hafa ekki verið spurðir að því hvort það sé tilfellið.
Það er léleg fréttamennska að ég sitji eftir með þennan grun óskýrðan.
-------------
Leiðrétting: Eyjan.is hefur tekið þennan pól, en rúv gerði það ekki og heldur ekki 365 sjálf.
![]() |
Löngu ákveðin hlutafjáraukning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samfylkingarlausn á vandanum: Siðrof
2.11.2008 | 12:55
Sigrún Elsa Smáradóttir var rétt í þessu að leggja til að fólk eigi að að lýsa sig gjaldþrota. Það sé réttur þess.
Er þetta efnahagsstefna Samfylkingarinnar?
Á maður að sjá frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um greiðsluaðlögun og gjaldþrot í því ljósi?
Stendur til að hleypa öllu samfélaginu á hausinn, allir hlaupi frá allri ábyrgð, að fordæmi Samfylkingarinnar?
Hún er í rauninni að leggja til að samfélagið leggi sig niður, siðrof.
Svo toppar hún vitleysuna:
"Því ver sem ríki eru á sig komin þegar þau fara í samninga, því betri sé samningsstaðan?"
Er stjórnarkreppa á Íslandi?
2.11.2008 | 10:12
Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um aðgerðir við yfirstjórn landsins, nú þegar einmitt er mest þörf á því, heldur leka trúnaðargögn nú orðið út af ríkisstjórnarfundum.
Hvernig eiga erlendir aðilar að hafa einhverja trú á ríkisstjórn lands sem hagar sér með þessum hætti, hvað kostar það þjóðarbúið að Samfylkingin skuli halda að nú sé tími kattarþvottar og ábyrgðarleysis.
Ríkisstjórnin verður að girða sig í brók og og koma sér saman um hvernig eigi að stjórna landinu.
Annars verður maður að álykta að það sé stjórnarkreppa á Íslandi...
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðherra kallar eftir starfhæfri ríkisstjórn
2.11.2008 | 01:30
Það er athyglisvert hvernig ráðherrar í ríkisstjórn Íslands orða árásir sínar hver á annan.
Ingibjörg Sólrún heimtar að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verði rekinn, sem er dæmigerð Gallupppólitík. Það er ekkert annað en bein árás á Geir H Haarde forsætisráðherra, sem hún veit mætavel að er yfirmaður hans og hefur veitingar og brottrekstrarvald yfir honum.
Nú svarar Björn Bjarnason henni fullum hálsi þegar hann segir að ríkisstjórn og seðlabanki eigi að ganga í takt. Ég fæ ekki betur séð en að góður hluti sjálfstæðisráðherrana sé í ágætum takti við seðlabankann. Þetta ákall er því lítt dulbúið ákall Björns eftir því að Þorgerður Katrín og Samfylkingarráðherrarnir fari að ganga í takt við Björgvin G Sigurðsson og Geir H Haarde, sem leitt hafa málið og verið samstíga.
Á svona tímum verða ráðherrar að vera samstíga. Þjóðarhagsmunir krefjast þess. Stundarvinsældir einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í kapphlaupi um að fá að skipta þjóðarkökunni skipta engu máli ef sundurleysi ríkisstjórnarinnar verður til þess að kakan verði mylsnan ein.
- Verkefni dagsins er að tryggja þjóðinni að hún hafi gjaldmiðil sem getur nýst til að koma vörum inn og út úr landinu. Þar verður að leita aðstoðar nágrannaþjóðanna, með gengissamningi við Evrópubankann eða með verulegri styrkingu gjaldeyrisvaraforðans, langt umfram það sem IMF lánið gefur.
- Samtímis verður að tryggja atvinnulífinu fjármagn til að það geti haldið áfram að skapa verðmæti og greiða laun
- Næsta verkefni er svo að útvega þeim störf sem missa vinnuna.
- Að því loknu verður að tryggja þeim sem ekki fá vinnu viðunandi framfærslu meðan á endurmenntun og endurhæfingu fyrir hugsanlegan nýjan starfsvettvang stendur.
Vonandi inniheldur plan IMF og ríkisstjórnarinnar eitthvað í þessa átt og fleira, en tíminn er afar naumur, því hver vika sem líður dregur úr afli atvinnulífsins og það kostar störf og það kostar gjaldþrot og aðrar hörmungar.
Ríkisstjórnin á að einbeita sér að því, en ekki standa í innbyrðis karpi. Við verðum að hafa starfhæfa ríkisstjórn. Því er Björn Bjarnason að kalla eftir.
Þegar bráðaaðgerðum er lokið, getur ríkisstjórnin dregið andann, og farið í uppgjör mála og kannað hvernig við eigum að haga málum til frambúðar með okkur hinum.
![]() |
Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ábyrg stjórn borgarinnar
1.11.2008 | 15:27
Nú stendur borgin og önnur sveitarfélög landsins frammi fyrir gerbreyttu rekstrarumhverfi.
Snarminnkaðar útsvarstekjur, minnkuð lóðasala og skil á lóðum setja stór strik í allar fjárhagsáætlanir um leið og fyrirsjáanlegt er að þörf fyrir velferð snareykst.
Það er því afar gott skref sem Óskar Bergsson og Hanna Birna stigu með sínum borgarstjórnarflokkum þegar þau buðu minnihlutaflokkunum í þá vegferð að fara í gegnum öll svið borgarinnar, veltu við öllum steinum, þannig að hægt sé að bregðast við þessu með stofnun aðgerðarhóps um fjármál borgarinnar.
Varnarlínan er dregin við að ekki eigi að segja upp starfsfólki, ekki eigi að draga úr grunnþjónustu og ekki eigi að hækka gjöld á grunnþjónustu.
Sú vinna er á lokametrunum og verður kynnt innan skamms.
Til hliðar við þá vinnu eru svo stofnframkvæmdir sem munu byggja á aðgengi að lánsfé.
Með því að leggja áherslu á mannaflsfrekar framkvæmdir er borgin því að forgangsraða hárrétt og er að koma fram af ábyrgð í breyttu samfélagi.
Ég er stoltur af því að taka þátt í þessari vinnu og leggja mitt af mörkum til hennar. Mér er til efs að annað meirihlutamynstur í borginni hefði þolað að fara í svona vinnu.
![]() |
Reykjavík íhugar framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin flýr í árásir á Davíð Oddsson
1.11.2008 | 11:57
Aðferð Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð og fela eigin axarsköft þessa dagana er að ráðast á Davíð Oddsson.
Verið er að innleysa það að öllum sé ljós persónuleg óvild Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs. Þessu ímyndarstríði er áfram haldið til að reyna að halda umræðunni frá öðru.
Nú síðast segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir í Markaðnum að reka ætti Davíð Oddsson fyrir að leiðrétta lygar ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hún sleppir því algerlega að nefna það að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar fór greinilega rangt með í ræðustól á Alþingi.
Skiptir það engu máli?
Það er ódýrt að segja að ráðning Seðlabankastjóra sé á könnu forsætisráðherra og þar með sé það ekki mál Samfylkingarinnar. Samfylkingin er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og ef Samfylkingin telur að Davíð sé slík orsök vandans og brottvikning hans sé forsenda allra framfara, sem ég ætla ekki að leggja mat á núna hvort sé rétt, ber henni skylda til að hóta stjórnarslitum ef það gerist ekki.
Það á ekki að gerast í fjölmiðlum, heldur við ríkisstjórnarborðið. Í trúnaði.
Allt annað er lýðskrum og það ósamlyndi sem Samfylkingin er að róa að með þessum hætti er þjóðinni stórskaðlegt.
Ríkisstjórnin á að fara að ráðleggingu Jóns Sigurðssonar fv. formanns Framsóknar: Við eigum að standa saman og viðurkenna okkar ábyrgð.
![]() |
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er hlálegt að heyra Samfylkinguna tala um finnsku aðferðina til að reyna að eigna sér alla nýsköpun og uppbyggingu sem verður nú í kjölfar hrunsins, þegar að allt það lagaumhverfi sem sett var um sprotafyrirtæki og nýsköpun í Finnlandi voru leidd í lög hér á Íslandi í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, m.a. með stofnun nýsköpunarmiðstöðvar og stórauknum framlögum til þróunar og nýsköpunar.
Aukin nýsköpun bíður einfaldlega eftir að komast almennilega af stað. Að það verði pláss fyrir nýsköpun í hagkerfinu.
Það sem vantar er aðgengi að fjármagni og lægri stýrivextir. Þegar forsendur fyrir fyrirtækjarekstri verða góðar á ný munu grösin spretta.