Hátt áfengisverð hefur áhrif á lýðheilsu
31.7.2007 | 14:52
Í Noregi og Svíþjóð er farin sama leið og hér á Fróni, aðgengi að áfengi er takmarkað og verðið er hátt. Því er ekki til að dreifa í Danmörku. Í því sambandi er afar áhugavert að benda á að meðalaldur Dana, einna Vestur-Evrópuþjóða fer lækkandi.
Er talið að áfengisneysla, reykingar og óhollt matarræði skýri þessa óheillaþróun. Nú vill Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar fara sömu leið...
![]() |
Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær eru gjafir og skemmtun mútur?
27.7.2007 | 11:02
Fékk erlendan aðila tengdan olíuiðnaðinum í heimsókn um daginn. Að loknum erindunum fór ég með hann í stuttan útsýnistúr um Þingvelli, sýndi honum Nesjavelli og svo var farið út að borða. Ekkert sérstakt þannig séð enda hefur maður ávallt litið á það sem eðlilegan hlut að sýna útlendingum stoltur landið sitt, þegar þeir eru komnir alla þessa leið.
Í bílnum bar margt á góma og vakti eitt af því mig til umhugsunar. Tjáði hann mér að sum af stóru olíufyrirtækjunum, eins og ExxonMobil og Shell, þvertaka algerlega að starfsmenn þeirra taki á móti nokkrum gjöfum eða þiggi eitthvað ígildi gjafa.
Er starfsmönnum þeirra til dæmis uppálagt að greiða ávallt fyrir sinn mat þegar farið er út að borða og sagði hann rúnt eins og við fórum á mörkunum...
Maður skilur alveg hvert fyrirtækin eru að fara í þessu, þótt manni þyki kannski langt gengið í skilgreiningum. Þetta er náttúrulega í rauninni ekkert annað en kaup á viðskiptavild, sem hægt væri að kalla mútur. Gjafir bankanna til okkar, t.d. fékk ég einhvern grillhanska um daginn, eru það mútur eða eru það eðlileg áminning og auglýsing til þeirra viðskiptavina sem þeir hafa og hvað má kalla laxveiðitúra allra stóru fyrirtækjanna? Hvar liggja mörkin? Hljóta þau ekki að liggja einhversstaðar þar sem viðskiptadómgreind þess sem nýtur fer að skekkjast? Þau mörk eru að sjálfsögðu mismunandi milli einstaklinga...
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði telur enga ókosti við skattalækkanir
26.7.2007 | 18:30
Í Kastljósi gærkvöldsins var viðtal við aðalræðumann ráðstefnu Félagsvísindastofnunnar um skattalækkanir, Nóbelsverðlaunahafann Edward Prescott. Þar hélt hann því fram að með lækkuðum sköttum ykist vinnusemi Íslendinga og tekjur ríkisins ykust því með lægri prósentu. Sá hann aðspurður enga ókosti eða hættur samfara því að lækka skatta.
Þetta er efalaust rétt að vissu marki og eru fjármagnstekjuskatturinn og lækkun skatta á fyrirtæki góð dæmi um þetta, en lækkaðir skattar á einstaklinga lengja ekki sólarhringinn, svo aukning vinnusemi eru takmörk sett og um leið velur hann að taka ekki tillit til þess fórnarkostnaðar sem mikil fjarvera foreldra frá barnauppeldi og aukin stofnanavæðing hefur á mótun þeirra einstaklinga sem taka eiga við keflinu. Ég veit ekki hvort það hafi verið mælt eða hvort hægt sé að mæla hann, en býður sterklega í grun að sá kostnaður sé umtalsverður.
Einnig velur Prescott að líta algerlega framhjá tekjujöfnunaráhrifum skattkerfisins, en með lækkuðum sköttum minnkar það svigrúm sem skattkerfið leyfir til að tekjujöfnunar. Það er svo skoðun hvers og eins hvort og hversu mikil sú jöfnun á að vera. Virðist hann smk telja að hún eigi engin að vera.
Þess vegna verður að fara með gát við skattalækkanir og lækka ekki skatta nema velferðin sé tryggð og borð sé fyrir báru í ríkisrekstrinum, en um leið að nýta það svigrúm sem gefst til skattalækkana að uppfylltum þessum skilyrðum.
![]() |
Geir: Skattalækkunarskrefin enn ekki nógu mörg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Því einfaldara kerfi því betra
26.7.2007 | 09:25
Þegar afslættir voru fyrst gefnir á fasteignagjöld eldri borgara, var eignaskattur enn innheimtur af sama húsnæði. Nú er ekki lengur innheimtur eignaskattur og því má alveg spyrja sig þeirrar spurningar hvort þessi afsláttur á rétt á sér.
Almennt hlýtur einfaldara kerfi ávallt að vera betra.
![]() |
Bótakerfi vinna hvert gegn öðru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvatning til Saving Iceland um að virða landslög
26.7.2007 | 01:40
Góð hugmynd að efla hjúkrunarheimilin úti á landi - en...
25.7.2007 | 00:06
...munu höfuðborgarbúar sætta sig við það að "neyðast" til að fara út á land að heimsækja ástvini sína eins og landsbyggðarfólk hefur þurft að gera, sbr þessa frétt og færslu?!?
![]() |
Góð mótvægisaðgerð að efla hjúkrunarheimili á landsbyggðinni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það vitleysa í mér eða eru fleiri rónar á götunum núna?
23.7.2007 | 23:43
Græna stóriðjan - á verksviði viðskiptaráðherra?
22.7.2007 | 19:54
Þótt ég sé Björgvini G Sigurðssyni hjartanlega sammála um að raforkuverð til garðyrkjuframleiðslu eigi að lækka eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þykir mér undarlegt að viðskiptaráðherra sé að koma fram með þetta, því þetta er ekki á hans könnu ef ég hef skilið málin rétt, taldi að þetta væri á könnu iðnaðarráðherra.
Raforkuverð var gefið frjálst á síðasta kjörtímabili, svo verðlagning raforku er ekki lengur á könnu ríkisstjórnarinnar, svo eina leiðin til að tryggja framgang málsins á vettvangi ríkisstjórnarinnar er að niðurgreiða rafmagnið til garðyrkjunnar. Það er ekki mjög í anda stefnumótun Samfylkingarinnar, sem ég hélt að vildi hætta niðurgreiðslum til landbúnaðarins. Svona getur maður misskilið hlutina...
Ágætis viðskiptahugmynd - eldaðu sjálfur
20.7.2007 | 11:32
Væri ekki upplagt að opna veitingahús þar sem þú fengir einfaldlega aðgengi að hráefni og eldunaraðstöðu, en þyrftir að öðru leiti að elda þinn mat sjálfur.
Hægt væri að bjóða upp á aðstoð við matseldina gegn gjaldi.
Það væri ekki ólíklegt að ég myndi mæta...
![]() |
Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Great global warming swindle - mótrök óskast
19.7.2007 | 21:14
Horfði á afar áhugaverðan þátt á DR 2 í gær, Great global warming swindle, blekkingin um gróðurhúsaáhrifin. Þar eru færð afar sannfærandi rök fyrir því að verið sé að snúa hlutunum við í umræðunni um gróðurhúsaáhrifin, að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé vegna hækkandi hitastigs, ekki öfugt. Sýndar voru mælingar því til staðfestingar þar sem sveiflur í styrk koltvísýrings fylgja hitastigssveiflum, en með talsverðri seinkun. Færð voru rök fyrir því að hækkun hitastigs Jarðar sé vegna aukinnar virkni sólarinnar og aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu sé vegna þess að þegar heimshöfin hitna missi þau úr sér koltvísýringinn. Ferli sem ég man svosem alveg eftir úr efnafræðinni.
Það væri gaman að fá í komment hérna tengla á síður sem færa mótrök við þeim rökum og staðhæfingum sem haldið er fram í þessum þætti.