Glitnir: Hugsanleg framvinda...
30.9.2008 | 23:21
Núverandi hluthafar Glitnis, sem standa frammi fyrir tilboði ríkisins um 75% rýrnun síns eignarhluts í bankanum hljóta að hugsa sinn gang.
Ef þeir ná að fjármagna sig, til dæmis með því að renna inn í annan banka, með hlutafjáraukningu á minni hlut í bankanum gegn sömu upphæð eða með láni t.d. gegn veði í öllu hlutafé bankans, eða öðrum veðum, enda um dúndurkaup að ræða eins og Pétur Blöndal orðaði það, hlýtur eitt að blasa við:
Glitnir fer úr landi.
Allt í boði Sjálfstæðisflokksins sem geranda og Samfylkingarinnar sem samþykkjanda.
![]() |
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Jón Ásgeir eitthvað inni hjá Samfylkingunni?
30.9.2008 | 10:13
Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.
Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.
Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?
Jón Ásgeir hlýtur að hafa vitað að Björgvin var ekki beinn aðili að málinu, Ingibjörg Sólrún gekk framhjá honum, varaformanni flokksins og þingflokksformanni og veitti iðnaðarráðherra umboð til að fjalla um málið fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Taldi hann sig eiga meira inni hjá honum en öðrum?
![]() |
Telur Stoðir ekki fara í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þrot Glitnis: Afleiðing seinagangs og afskiptaleysis ríkisstjórnarinnar
29.9.2008 | 10:42
Glitnir hefur greinilega fengið stórt nei frá sínum endurfjármögnunaraðilum. Er það þrátt fyrir meinta sterka stöðu og gott eignasafn.
Fjármögnunaraðilar er greinilega á stóru bremsunni, forðast alla áhættu og hugsa fyrst og fremst um eigin skinn.
Eðlilega.
Ísland er ekki í úrvalsdeild þjóða sem gerðu með sér samkomulag um daginn.
Ísland er ekki í 1. deild þjóða sem gerðu samkomulag við seðlabanka USA um daginn.
Fjárfestar vita því ekkert hvar þeir hafa íslenskt hagkerfi og á meðan það er ekki vitað þora menn ekki að fjárfesta.
Ef menn hefðu nú haft dug í sér að styrkja grundvöll krónunnar og hagkerfisins með því að styrkja Seðlabankann, eins og Alþingi hafði veitt heimild til og liðka enn frekar fyrir eðlilegum viðskiptum með útgáfu skuldabréfa sem t.d. lífeyrissjóðirnir hefðu getað fjárfest í, en fram hefur komið að þeir hafa ekki getað fjárfest hér á landi, þeir hafa ekki haft neitt að kaupa. Þannig hefði grundvöllur og staða efnahagslífsins verið sterkari og því meiri líkur á því að við hefðum getað verið í 1. deild. Fyrir því voru allir möguleikar, enda hafði síðasta ríkisstjórn borgað upp öll lán ríkissjóðs, þannig að borðið var hreint og möguleikarnir því miklir.
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað verður nú um Baug?
29.9.2008 | 10:11
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni hefur á Baug, en óbeinn eignarhlutur Baugs í Glitni var umtalsverður.
Er Davíð þar með búinn að ná fram fullum hefndum gegn "götustrákunum" sem voru honum svo óþægir þegar hann var forsætisráðherra?
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kostir og gallar verðtryggingar
27.9.2008 | 11:40
Það er einkennileg umræða þegar fólk kvartar yfir þeim viðskiptasamningum sem það gerir af fúsum og frjálsum vilja. Var það blekkt? Var það þvingað? Er um óeðlilega viðskiptahætti að ræða?
Nei.
Þegar maður borgar ekki meira af verðtryggðu láni en sem nemur rétt vöxtum er ekki nema von að eftirstandandi höfuðstóll hækki í verðbólgutíð. Það liggur í hlutarins eðli. Fólk er að fá greiðslufrest fyrir verðbólgunni.
Ef menn taka aftur á móti lán sem er með breytilegum vöxtum, verður afborgunin hærri þegar verðbólgan er há, en lægri þegar hún lækkar. Vegna þess að meira er borgað á verðbólgutímum gengur stöðugt á höfuðstólinn sem lækkar. Sú sveifla leiðir það af sér að meira borð þarf að vera fyrir báru þegar lán eru tekin og því ekki hægt að kaupa eins dýrt húsnæði en annars. Auðvitað er spurning hvort það er kostur eða galli.
Í raun má segja að verðtryggt lán veiti manni tryggingu fyrir því að mánaðarlegu útgjöldin hækki ekki úr hófi og er í raun greiðslufrestun og greiðslumiðlun milli tímabila með mismunandi verðbólgustigi.
Ég er ansi hræddur um að í núverandi verðbólgutíð væru margar fjölskyldur komnar í mun verri mál með húsnæðislán með breytilegum vöxtum, með þeim hörmungum sem því fylgdu.
Hins vegar verður einnig að taka tillit til þess að líklegast væru stýrivextirnir ekki svona háir ef Seðlabankinn hefði haft tök á að fara í vasa fjölskyldnanna í gegnum húsnæðislánin.
Það verður víst ekki bæði sleppt og haldið...
Værum við í Evrulandi með þessa verðbólgu væri staðan alveg sú sama. Verðbólga í evrum virkar nefnilega alveg eins og verðbólga í krónum.
Sú festa í stjórn efnahagsmála sem óneitanlega fylgdi evruupptöku ætti að óbreyttu að halda verðbólgunni niðri, á kostnað atvinnustigsins, en það er ekkert sem segir að menn geti ekki haldið sama aga þótt gjaldmiðillinn sé króna, menn hafa bara ekki gert það og núverandi ríkisstjórn er því miður síst best í því.
Hins vegar væri allrar athygli vert að skoða að það séu ekki bara neytendur sem eigi að taka verðbólguáhættuna. Ef lánveitendur ættu að taka á sig einhvern hluta þeirrar áhættu, eins og Birkir J Jónsson lagði til að skoðað yrði, væru hagsmunirnir þeir sömu og bæði bankar og aðrir myndu hafa hag af því að hafa verðbólguna lága.
![]() |
Skuldin hækkar hraðar en eignin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Uggvænleg hugmynd Helga Hjörvars
25.9.2008 | 20:24
Þessi hugmynd Helga Hjörvars er ekki áhugaverð. Hún er uggvænleg, stenst engan veginn og vekur með manni ugg um að til standi að gefa auðlindir landsins á spottprís og umgengin við landið muni snarversna. Þá í boði Græna netsins.
Það er greinilegt að Samfylkingin er ginnkeyptari fyrir vitleysunni í íhaldinu en Framsókn, enda fögnuðu Sjálfstæðismenn því við upphaf þessa stjórnarsamstarfs, að nú væri hægt að fara í hluti sem ekki hefði verið hægt í fyrri stjórn. Það vekur áhyggjur og ætti að fá miðjuþenkjandi fólk til að hugsa sig um í næstu kosningum.
Í síðasta stjórnarsamstarfi reyndi íhaldið nokkrum sinnum að selja stefnu um að selja einkaaðilum Landsvirkjun í heild eða bútum, en þær voru jarðaðar jafnharðan af Framsókn og það eru mér mikil vonbrigði að Samfylkingin sé farin að tala um sölu orkuauðlindanna til einkaaðila, enda er auðlindastefna með allt öðrum hætti:
"Þjóðareign á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði bundin í stjórnarskrá"
Þetta er nánast orðrétt samhljóða stefnu Framsóknar, svo maður bjóst ekki við þessu, en eins og Helgi Hjörvar viðurkenndi að þá á stefna Samfylkingarinnar ekki við eftir kosningar, þar sem hún væri nú komin í ríkisstjórn. Þar er því greinilega mikill munur á stefnufestu milli þessara flokka.
Ef rekstur virkjana yrði boðin út yrði auðvitað að bjóða út rekstur á heilu vatnasviði í einu, en hugmynd Helga Hjörvars um að semja beint við orkukaupendur um rekstur orkuveranna stenst engan veginn jafnræðiskröfur. Önnur vatnasvið en Jökulsárnar fyrir austan eru ekki með einum meginorkukaupanda, þannig að í raun er þetta eini staðurinn sem hugmynd hans gæti yfirhöfuð gengið upp, stæðist hún lög.
Sömuleiðis yrði ómögulegt að tryggja sömu hugsun í viðhaldi og rekstri virkjana sem leigðar yrðu út til fárra áratuga, meðan að Landsvirkjun getur hugsað í öldum í sínum áætlunum. Á það sérstaklega við um rekstur lónanna.
Maður hlýtur einnig að spyrja sig hvers vegna Samfylkingin telur sig geta treyst einkaaðilum fyrir öræfum landsins, þegar hún treystir ekki sveitarfélögunum fyrir skipulagsvaldinu, samanber málflutning þeirra í tengslum við landsskipulagsfrumvarpið.
Ef talið væri fýsilegt að losa um fjármagn sem bundið er í Landsvirkjun, væri nær að taka veð í einhverjum af þeim samningum sem Landsvirkjun á við orkukaupendur, eða að semja við lánveitendur um lægra eiginfjárhlutfall. Á þann hátt er tryggt að umgengnin um öræfi landsins verði áfram jafn góð og hingað til, almenningur fengi örugglega allan arð af þeirri orkuauðlind sem hann á og engar spurningar myndu vakna um endurupptöku eignarnámsúrskurða, sem byggðust jú á því að um opinbert fyrirtæki væri að ræða og í því heimild byggir einmitt að almannahagsmunir krefjist þess.
![]() |
Össur: Áhugaverð hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af ástum samlyndra sveitarfélaga...
24.9.2008 | 12:40
Í allri sambúð er gagnkvæm tillitssemi og virðing grundvallaratriði. Sérstaklega þegar um er að ræða það fjölkvæni og fjölveri sem samstarf sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu svo sannarlega er. Rekkjubrögðin eru afar fjölbreytileg, á sviði svæðisskipulags, vatnsverndar, brunavarna, almenningssamgangna, sorphirðu og förgunar, reksturs fráveitukerfisins svo eitthvað sé nefnt.
Í þessu margslungna sambandi verður hvert sveitarfélag að virða sjálfstæði hins þannig að ekki sé gengið á rétt nágrannana. Hefur það í flestum tilfellum tekist þokkalega.
Nú stefnir því miður í að dæmi um hið gagnstæða sé í uppsiglingu.
Mikið hefur verið fyllt upp af landi á hafnarsvæði Kópavogs undanfarin ár og til stendur að fylla enn meira og standa áætlanir Kópavogsbúa að fylla Fossvoginn alveg út að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Reykjavíkur.
Ekki stendur til að fara í umhverfismat framkvæmda vegna þessara fyllinga, sem hlýtur að vera misskilningur sem verður leiðréttur, en í því umhverfismati munu umhverfisáhrif á Skerjafjörðinn koma í ljós og í framhaldi af því verður hægt að meta hvort þau séu ásættanleg.
Niðurstöðu slíks mats er ekki hægt að gefa sér fyrirfram, en óháð því er alveg ljóst að með þessum fyllingum væri farið að ystu mörkum þess sem hægt er að leggja á lífríki Skerjafjarðar og frekari framkvæmdir annarsstaðar væru verulega heftar.
Allar hugmyndir um brúartengingar yfir Skerjafjörðin yrðu mun erfiðari ef þær væru yfir höfuð mögulegar, en það alvarlegasta í þessu máli er að ef farið yrði í þessar fyllingar óbreyttar væri líklega tekið fyrir alla þróun flugvallarins í Vatnsmýri út í Skerjafjörð og sömuleiðis væri líklegast hægt að afskrifa flugvöll á Lönguskerjum. Má því segja að með þessum fyllingum væri Kópavogur að auka líkurnar á því að flugvöllurinn fari alveg úr Vatnsmýrinni. Er það stefna Kópavogs?
Kópavogsbær verður að gæta þess að fara ekki með frelsi sitt í skipulagsmálum með þeim hætti að það hefti möguleika annara sveitarfélaga til eðlilegrar þróunar. Slíkt myndi fjölga þeim röddum sem vildu taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum og færa það til ríkisins, sem væri afar mikil öfugþróun. Ekki er það stefna Kópavogs?
Þverpólitísk samstaða er í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur um málið og verður því fylgt eftir af þunga af þess hálfu, en vonandi sjá Kópavogsmenn að sér, svo sambúð og rekkjubrögð þessara nágranna haldist áfram jafn ljúf og þau hafa verið hingað til.
![]() |
Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siðfræðilegt ritstjórnarmál
23.9.2008 | 16:24
Ég velti fyrir mér hvernig eigi að fjalla um svona mál í fjölmiðlum.
Auðvitað á að segja frá hroðalegum atburðum eins og þessum fjöldamorðum, en með því að greina frá nafni gerandans og fjalla um hann og þau hugsanlegu skilaboð sem hann vill koma á framfæri, er þá kannski verið að ýta öðrum sem eru á mörkunum að fara að fremja svona voðaverk fram af brúninni?
Það er þekkt að þegar farið er að fjalla um íkveikjur einhversstaðar, fer oft af stað íkveikjufaraldur um allan bæ.
Það er vandlifað...
![]() |
Finnski byssumaðurinn látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntamálaráðherra auglýsir fatafyrirtæki í grunnskólum
23.9.2008 | 11:00
Ég hélt að það væri almennt viðhorf í samfélaginu að börnum ætti að hlífa við auglýsingum og þá sérstaklega í grunnskólum, þar sem þeim er jú skylt að vera.
Menntamálaráðherra er mér greinilega ekki sammála, en hún hefur tekið sæti formanns dómnefndar í myndbandasamkeppni 66°Norður:
"Rammi keppninnar er 66°Norður og er nemendum í sjálfsvald sett hvernig þeir útfæra myndbandið hvort heldur sem þeir gera auglýsingu eða stuttmynd. Nemendur ráða einnig hvort þeir velja að tengja myndbandið útivistarlínu fyrirtækisins eða vinnufatnaði.
66°Norður útvegar ekki fatnað til þess að nýta við myndbandagerðina heldur er ætlast til þess að nemendurnir nýti eigin fatnað"
Fyrir það fyrsta er verið að fara fram á það að skólarnir auglýsi fatnað frá einu fyrirtæki og svo er nemendum gert skylt að kaupa eða útvega fatnað frá fyrirtækinu til að geta tekið þátt.
Í hvaða stöðu eru grunnskólarnir ef þeir skyldu neita að taka þátt í þessari auglýsingu, þegar menntamálaráðherra er sérstakur verndari auglýsingarinnar?
Hvað er Þorgerður Katrín að hugsa?
Furðuleg yfirlýsing iðnaðarráðherra
22.9.2008 | 18:42
Það er furðulegt að iðnaðarráðherra skuli yfirhöfuð tjá sig um rannsóknarleyfisumsókn landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Össur er reyndur stjórnmálamaður og hlýtur að vita að hann getur orðið vanhæfur með yfirlýsingum sínum, en hann hefur það hlutverk að úthluta rannsókna- og nýtingarleyfum á jarðhita. Hugsanlega er hann að beita sömu aðferð og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið að beita undanfarið til að koma sér hjá því að taka afstöðu í erfiðum málum.
Landeigendur seldu ríkinu á sínum tíma jarðhitaréttindin á því svæði sem megnið af jarðhitanum er að finna og ljóst að það svæði sem landeigendur ætla sér að vinna á mun taka orku úr sama jarðhitageymi og sá sem ríkið á réttindi í.
Þannig að fyrir liggur að meta hvaða hlutfall landeigendur eiga í orkunni á grundvelli þess lands sem liggur utan þess svæðis þeir hafa ekki selt jarðhitaréttindin frá.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er talið að um 90 MW megi vinna úr þessum jarðhitageymi þannig að auðlindin er takmörkuð og verður málsmeðferðin að tryggja að svæðið verði nýtt með sjálfbærum hætti.
Það hlýtur að vera forgangsmál.
Hér er um afar flókið mál að ræða og ef Össur úrskurðar ekki með þeim hætti að báðum aðilum líki, eru flókin og erfið málaferli framundan, þar sem mat dómstóla mun hafa mikið fordæmisgildi.
![]() |
Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |