Flott ef rétt er - þá loksins að eitthvað kom
26.9.2009 | 22:52
Maður á eftir að sjá nánari útfærslu á þeim úrræðum sem Árni Páll Árnason kynnti á skuldavanda heimilanna í dag, en ásetningurinn er í það minnsta góður.
En mikið rosalega hefði þetta orðið áhrifameira og ódýrara ef farið hefði verið í þetta strax í vor.
En því miður var Samfylkingin ekki búin að útfæra og hugsa kosningaloforðin sín til enda, og því eru lausnirnar fyrst að koma núna...
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða fjölmiðlalög þá loksins samþykkt?
24.9.2009 | 21:31
- eða hvaða önnur ráð en lagasetningu hefur Jóhanna til að ná Davíð úr þessari vinnu?
Ráðning ritstjóra vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frétt dagsins á öllum fjölmiðlum landsins
24.9.2009 | 18:36
- er ekki það að einkafélagið Árvakur hafi nýtt sinn sjálfsagða rétt til að ráða Davíð Oddsson ritstjóra blaðsins síns.
Í dag, 24. september, samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að gera heiminn kjarnorkuvopnalausan.
Það er frétt dagsins.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Steingrímur J orðinn formaður Samfylkingarinnar?
22.9.2009 | 19:03
-eða er VG formlega gengin í Samfylkinguna?
Annað hvort hlýtur það að vera.
Allt samstarf Framsóknar og íhaldsins voru aldrei haldnir sameiginlegir þingflokksfundir, enda um tvo flokka að ræða sem hafa ólíkar stefnur og áherslur.
Svo virðist ekki vera um núverandi stjórnarflokka. Þeir virðast runnir saman, með Steingrím J sem formann, farnir að halda sameiginlega þingflokksfundi, nema að tilgangur fundahaldanna sé að fara yfir spunahandritið fyrir framhaldið.
Spuni sem hófst þegar þingnefndum var gefin munnleg skýrsla, sem var mismunandi eftir þingnefndum og þingmenn stjórnarandstöðunnar sakaðir um trúnaðarbrest og leka, jafnvel þótt fréttaflutningur af viðbrögðum breta og hollendinga hefði hafist áður en nokkur stjórnarandstöðuþingmaður hafði fengið af þeim neinar upplýsingar, en fréttaflutningurinn hófst eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar, sem hófst kl 14, en stjórnarandstaðan var fyrst upplýst seinnipartinn.
Þessi uppspuni er svo líklegast ætlaður ríkisstjórninni sem tylliástæða fyrir því að hafa ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í framhaldi Icesavemálsins, minnug þess að stjórnarandstaðan náði meirihluta á Alþingi síðast....
Fjármálaráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrifið bara fréttirnar á latínu
20.9.2009 | 11:54
Þessi frétt um Tobin skatt er alveg stórfurðuleg.
Heillöng frétt um eitthvað sem ég held að afar fáir hafi nokkurntíma heyrt hvað sé. Því er hún mér algerlega innihaldslaus.
Sem betur fer er netið til og Wikipedia, sem útskýrir hvað þessi alþjóðlegi skattur á gjaldeyrisviðskipti er.
Tobin skatt á fjármálagerninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Davíð ekki bara á leiðinni í ritstjórastólinn?
19.9.2009 | 08:58
Fyrst Björn Bjarna er ekki á leiðinni í ritstjórastól Morgunblaðsins, eins og maður gæti hafa ímyndað sér, gæti það verið vegna þess að stóllinn sé ætlaður Davíð Oddssyni?
Blaðið yrði amk athyglisvert, umtalað og miðpunktur umræðunnar undir hans stjórn....
Ekki á leið í ritstjórastólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það lýsir algerri vanþekkingu á þeirri stjórnskipun sem við búum við að lýsa því yfir að Íslendingar geti staðfest og samþykkt viðbrögð hollendinga og breta án aðkomu Alþingis.
Eins og leiðari Fréttablaðsins lýsir svo réttilega í morgun, er ríkisstjórnin ekkert annað en framkvæmdanefnd sem á að framkvæma vilja hins þjóðkjörna Alþingis.
Alþingi veitti samþykki sitt, með lögum, fyrir ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum í ákveðinn tíma og það er eingöngu Alþingi sem gæti framlengt hana.
- Ekki ríkisstjórnin.
Í þingræði felst að ríkisstjórnin er bundin af vilja Alþingis og það verða Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon að átta sig á.
Icesave rætt í þingnefndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er magnað að ríkisstjórnin segir að aðgerðir til bjargar heimilunum megi ekki kosta neitt.
Aftur á móti má hafa tvo starfsmenn fyrir þingflokk VG, Drífu Snædal, en auk þess virðist ritstjóri Smugunnar, hins "óháða vefrits" VG, Björg Eva Erlendsdóttir, vera á launaskrá Alþingis, skv vef þingsins.
Þetta er til viðbótar öllum aðstoðarmönnum ráðherranna, þar af er fjármálaráðherrann með 3 aðstoðarmenn, Indriða H Þorláks, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Elías Jón Guðjónsson, sem einnig er einn ritstjóra Smugunnar.
Allir eiga að vera jafnir, en sumir eru greinilega jafnari og skattgreiðendur eru settir í að greiða VG mönnum laun auk þess sem málefnastarf flokksins er einnig greitt úr ríkissjóði ...
Uppfærsla 19.9.2009
Mér hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Björgu Evu
"Björg Eva Erlendsdóttir er hvorki á launaskrá hjá Alþingi né hjá Vinstri grænum á Íslandi. Björg Eva er framkvæmdastjóri samstarfs grænna vinstri sósíalista flokkahópa á Norðurlöndum, en þeir eru átta talsins og Vinstri græn eru einn þeirra flokka. Starfið var auglýst á Norðurlöndum, en áður var í því Dani, sem starfaði á danska þinginu. Björg Eva starfar í tengslum við það íslenska, samkvæmt samningi við VG og norræna systurflokka. Loks má þess geta að vefritið Smugan er lokað í september og Björg Eva ekki þar á launaskrá. "
Það er samt furðulegt að Alþingi sé að leggja henni til starfsaðstöðu og listi hana upp sem starfsmann Alþingis, ef svo er ekki.
Segja heimilin ekki geta meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2009 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stasieftirlits þörf við innleiðingu ofurjaðarskatts ríkisstjórnarinnar
14.9.2009 | 18:21
Ef farið verður að þeim tillögum sem frést hefur að ríkisstjórnin sé að vinna í, að tekjutengja afborganir húsnæðislána, verður fyrst þörf á öflugu eftirlitskerfi ríkisins.
Álagning þessa ofurjaðarskatts hefur það í för með sér að hvati til aukinnar vinnu, aukinnar menntunar, aukinna tekna og þar með verðmætasköpunar í samfélaginu, minnkar verulega og hvatinn til að svíkja undan skatti og vinna svarta vinnu eykst að sama skapi.
Fólk með hóflegar tekjur sem hafði skuldsett sig hæfilega fyrir hrun, sér ekki fram á að geta nokkurn tíma greitt íbúðalán sín upp að fullu, enda hefur höfuðstóll lána allt að því tvöfaldast frá því sem áður var, 25 ára lán þá orðið 50 ára og 40 ára lán orðið 80 ára miðað við að afborganir verði svipaðar og fyrir hrun. Því mun fólk ekki upplifa afborganir á húsnæðislánum sem venjulega lánaafborgun, heldur sem skattheimtu.
Þegar eru umtalsverðar tekjutengingar í bótakerfinu, jaðarskattar, sem eru hugsanlega réttlætanlegir að einhverju marki, þó ég sæi að tekjujöfnun hins opinbera sé sem einföldust og gagnsæjust og fari í gegnum persónuafsláttinn og neysluskatta, en þessi leið, þar sem fólk er í rauninni hneppt í ævilangt skuldafangelsi getur ekki kunnað góðri lukku að stýra.
Þetta kann að vera mögulegur biðleikur til skamms tíma, en leið ríkisstjórnarinnar er ekki langtímalausn, þar sem þrýstingurinn á bakvið vandann er enn fyrir hendi, þrýstingur sem ekki losnar fyrr en höfuðstóllinn verður lækkaður eða húsnæðisverð af einhverjum mér óséðum ástæðum hækkar verulega.
Betra er að viðurkenna umfang vandans strax og losa þessa óværu út úr hagkerfinu með því að fella niður hluta höfuðstóls lána, með ákveðnu hámarki, sem svo eru innheimt eftir hefðbundnum leiðum, þannig að lánamarkaðurinn verði sem fyrst eðlilegur á ný og viðskiptasiðferði verði í lagi.
Mikilvægt að styrkja eftirlit með bótakerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stefnumótun VG og Samfylkingar greidd úr ríkissjóði
13.9.2009 | 15:59
Þetta verkefni er ekkert annað en illa dulbúinn ríkisstyrkur til Samfylkingarinnar og VG, þar sem fólk fær greidd laun sem nýtast þessum flokkum til pólitískrar stefnumótunar.
Stefnumótunar sem á að fara fram innan flokkanna sjálfra, á þeirra eigin kostnað.
Dagur B Eggertsson fékk nýlega tækifæri til að taka þátt í verkefni fyrir Reykjavíkurborg, við gerð sóknaráætlunar fyrir borgina, en þar ástunda Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ekki þau vinnubrögð sem Dagur og félagar gera, þvert á fagurgala um samræðustjórnmál, heldur var fulltrúum allra flokka hleypt að öllu verkefninu, á þverfaglegan og þverpólitískan hátt og var það heldur ekki leitt af stjórnmálamanni, heldur fagmanni.
Dagur tekur hugmyndina og skrumskælir hanan þannig að hún nýtist þeirra eigin flokkum einvörðungu og sett er af stað vinna, þar sem læknir og bókmenntafræðingur eiga að leiða starf sem leggja á grunn að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi !
Eru það nú vinnubrögð !
Er það nú fagmennska !
Er það nú siðferði !
Ísland skipi sér á ný í fremstu röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |