Ósamrýmanleg hlutverk Magnúsar Árna

Að sinna milligöngu um gjaldeyrisviðskipti til eigin hagsbóta, eins og haldið er fram hér í frétt Morgunblaðsins að Magnús Árni Skúlason hafi gert, fer engan vegin saman við setu hans í bankaráði Seðlabanka Íslands.

Er það óháð því hvort gjaldeyrishöft séu í gildi eður ei, þess þó enn frekar, en einnig óháð því hvort það sem Magnús Árni gerði sé löglegt.

Mér er verulega til efs að þingflokkur Framsóknar hafi haft vitneskju um þessa iðju Magnúsar Árna, sem kynntur er til leiks sem háskólakennari, þegar gengið var frá skipun hans.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun forsætisráðherra

Forsætisráðherra sinnir bara því mikilvægasta - undirbúningi ríkisstjórnarfunda og möttöku skiptastjóra ESB, hvað sem það nú er.

Hvers konar forgangsröðun er þetta

Hvar er skjaldborgin um heimilin?

Hvar er endurreisn atvinnulífsins?

Hvar er opna og gagnsæja stjórnsýslan, ef fréttamönnum er ekki svarað?

Hver á að tala málstað Íslands við erlenda fréttamenn ef ekki forsætisráðherra?

Ef Jóhanna breytir ekki um starfsaðferðir, er hún að sýna þjóðinni að hún veldur ekki starfinu og á Steingrímur J Sigfússon að taka við strax, enda hefur hann í mínum augum verið starfandi forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði.


mbl.is „Verður að ræða meira við erlenda fjölmiðla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni beðið

Eðlilegt væri að stöð 2, Álfheiður Ingadóttir, Árni Finnsson og Atli Gíslason væru fyrst í fréttatíma kvöldsins með sameiginlega afsökunarbeiðni vegna málflutnings þeirra í gær.

Allir byggingarnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita framkvæmdaleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum, allir heilbrigðisnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita mengandi starfsemi starfsleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum. Alveg eins og sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fengu greitt frá sveitarfélaginu fyrir að fjalla um aðalskipulagsbreytingu að ósk Landsvirkjunnar, sem aftur greiddi áfallinn kostnað.

Ef þau biðjast ekki afsökunar bíð ég eftir samræmi og því að Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur afsali sér sínum nefndalaunum.


mbl.is Segja Landsvirkjun ekki hafa greitt sveitarstjórnarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG

Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.

Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.

Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.

Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.

Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.


mbl.is „Ekkert óeðlilegt við greiðslur LV“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG

Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.

Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.

Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.

Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.

Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.


Stöð 2 ginnt og göbbuð

Ég er algerlega orðlaus yfir því hvernig fréttastofa Stöðvar 2 lætur draga sig gagnrýnislaust og þekkingarsnautt á asnaeyrunum í umfjöllun sinni um greiðslur Landsvirkjunnar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps í tengslum við skipulagsvinnu virkjana innan sveitarfélagsins.

Fréttamenn með minnsta snefil af þekkingu eiga að vita að þegar sótt er um leyfi hjá hinu opinbera er meginreglan að greitt sé fyrir þann kostnað sem umfjöllun um þau leyfi krefst. Oftast er gefin út gjaldskrá þar sem reynt er að finna meðalverð, sem tekur mið af umfangi starfseminnar sem mælikvarða um þann kostnað sem leggja þarf í við úrvinnslu umsóknarinnar. 

Sem dæmi má nefna mengandi starfsemi þar sem heilbrigðisnefndum eða Umhverfisstofnun er greitt starfsleyfisgjald fyrir að gefa út starfsleyfi, húsbyggingar og aðrar framkvæmdir, þar sem byggingarfulltrúa er greitt byggingarleyfisgjald fyrir að gefa út framkvæmdaleyfi, skemmtanahald, þar sem sýslumanni er greitt skemmtanagjald fyrir að gefa út skemmtanaleyfi, vínveitingaleyfi og hvað þau heita öll.

Þegar málin eru sérstök og falla ekki innan ramma gjaldskráa er eðlilegt að áfallinn kostnaður sé greiddur samkvæmt reikningi.

Það á við um umfjöllun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um skipulag virkjanna í sveitarfélaginu. Nefndarmenn fá greitt fyrir sína fundarsetu og sveitarfélagið innheimtir áfallinn kostnað, þ.á.m launakostnað, ferðakostnað og sérfræðikostnað.

Að Stöð 2, Álfheiður Ingadóttir og Árni Finnsson skuli láta fyrrverandi sveitarstjóra, sem látinn var fara frá sveitarfélaginu, ginna sig og gabba með þessum hætti til að dylgja heiðvirða sveitarstjórnarmenn um mútuþægni er öllum þessum aðilum til skammar og ber þeim að biðja viðkomandi afsökunar á orðum sínum.

Uppfært 00:40:

Eins og sést í athugasemdum við þessa færslu, var það ekki sveitarstjórinn fyrrverandi sem hafði frumkvæði að þessari frétt stöðvar 2, heldur fór Alþingismaðurinn og lögmaðurinn Atli Gíslason, þingmaður Suðurkjördæmis, með þessa frámunalegu vitleysu í loftið í athugasemd á bloggsíðu sveitarstjórans fyrrverandi, en sveitarstjórinn staðfestir vitleysuna reyndar ranglega í svari til Atla.

Svona málflutning eiga þingmenn VG og stöð 2 að svara fyrir, þetta er tilraun til mannorðsmorðs.


Forsetinn opinberar sig og fer rangt með í leiðinni

Þær sömu ástæður sem forsetinn notaði sem röksemd fyrir því að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin eru uppi í dag.

Það að hann undirriti lögin um Icesaveábyrgðina, sem hann á auðvitað að gera, opinberar að það var ekki á þeim forsendum sem forsetinn neitaði undirskrift fjölmiðlalaganna á sínum tíma, heldur öðrum. Það hentaði ekki þeirri auðmannahirð sem hann vann mest með og mærði hvað mest.

Svo fer forsetinn rangt með í yfirlýsingu sinni, þegar hann segir að fyrirvararnir hafi verið unnir í samvinnu fjögurra flokka á Alþingi. Þeir voru unnir í samvinnu allra fimm flokka sem sæti eiga á Alþingi, þótt ekki hafi allir flokkar stutt hina endanlegu niðurstöðu. Framsókn vildi styrkja fyrirvarana enn frekar og gat því ekki stutt frumvarpið við lokaafgreiðslu þess.

Það er miður að forsetinn fari ekki rétt með og ber honum að leiðrétta yfirlýsingu sína.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur hráskinnaleikur Steingríms Joð vegna sölu HS orku

Fyrir liggur að Orkuveita Reykjavíkur verður að selja sinn hlut í HS orku. Farið var í langt og opið útboðsferli, þar sem allir höfðu jafna möguleika á aðkomu. Líka ríkið, dótturfélög þess, lífeyrissjóðir og aðrir.

Þegar fyrir lá að tilboð Magma væri hagstæðast, óskaði fjármálaráðherra, Steingrímur J Sigfússon eftir viðbótarfresti til að kanna það hvort ríkið gæti gengið inn í þessa samninga.

Var sá frestur veittur.

Á þeim tíma kom ekkert fram sem hönd var á festandi og því stóð stjórn OR í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli þess að taka hagstæðu tilboði Magma og uppfylla með því lagaskyldur sínar eða hafna því og bíða eftir því að ríkið myndi hugsanlega á einhvern hátt, einhverntíma koma með tilboð sem ekkert væri öruggt að væri vita nærri eins hagstætt og það sem Magma kom með og sitja uppi algerlega í lausu lofti gagnvart lagaskyldum sínum.

Auðvitað getur Steingrímur J ekki beitt bönkunum eins og hann reyndi að setja í loftið í gær,. Hver veit hver á þá á morgun? Líklegast verða það erlendir aðilar, ekki á að skilyrða sölu þeirra til íslenskra aðila býst ég við, þannig að aðkoma þeirra er ekki líkleg og þá eru lífeyrissjóðirnir og ríkið sjálft ein eftir.

Lífeyrissjóðirnir máttu bjóða í hlutinn meðan útboðsferlið var í gangi og væri það gróft brot á útboðinu að fara að handvelja þá inn núna.

Steingrímur J veit sem er að það er vita vonlaust fyrir ríkið að leggja pening í svona verkefni núna, hver ætti að lána ríkinu fyrir slíkum fjárfestingum, auk þess sem hann hefur ekki stuðning Samfylkingarinnar í sinni vegferð, en fulltrúar hennar, þar á meðal iðnaðarráðherra hafa sagt málið allt hið besta.

Steingrímur J hefur einfaldlega mislesið eigin flokk og er að reyna að ganga í augun á honum með ómerkilegum hráskinnaleik, sem er honum til mikillar minnkunar.

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraness í stjórn OR orðar þetta afar vel þegar hann bókaði á fundinum í gær:

"Ég er sammála því orkufyrirtæki á Íslandi eigi að vera í eigu íslenskra aðila, en það sé ekki verkefni Orkuveitunnar að sjá til þess. Sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er nauðsynleg lagalega og góð fjárhagslega fyrir rekstur Orkuveitunnar"


mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verða bankainnistæður Íslendinga tryggðar eftir Icesave?

Eftiir að Alþingi hefur samþykkt Icesave-nauðasamningana, er búið að setja tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta á hausinn. Hann getur engan vegin staðið undir sínum skuldbindingum og því munu bretar og hollendingar lána honum fé á háum vöxtum, og er hluti lánstímans með ríkisábyrgð.

En hvernig er staða innistæðueigenda í íslensku bönkunum eftir þetta?

Er einhver innistæðutrygging til staðar fyrir þá?

Hollendingar og bretar hafa allan forgang í eigur sjóðsins svo ef einhver íslenskur banki fer yfirum, hljóta þeir sem eiga innistæður í þeim banka að missa allt sitt.

Verður kannski stofnaður hliðarsjóður, þannig að ríkið haldi áfram kennitöluflakki sínu?


Icesave samningnum var í raun hafnað

Forsætisráðherra segir að viðræður við breta og hollendinga um Icesave gætu tekið einhvern tíma.

Það þýðir í raun að semja þarf upp á nýtt og í raun hafi verið farið þá leið sem Framsókn hefur lagt til frá upphafi málsins, með nýjum samningsmarkmiðum, þótt Jóhanna muni fyrr lita hárið á sér blátt en að viðurkenna það. Samningnum var sem sagt hafnað.

Hefði ekki verið heiðarlegra að segja það berum orðum og ganga til samninga á ný í stað þess að fara í feluleik enn og einu sinni eins og er orðinn ljótur plagsiður þessarar ríkisstjórnar?


mbl.is Ræða við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband