Pólitískur stöðugleiki er forsenda alls annars
26.10.2009 | 12:30
Stærsta vandamál íslensks samfélags í dag eru ekki himinhæðir stýrivaxta, gjaldeyrishöft, Icesave né AGS.
Stærsta vandamál íslensks samfélags er að í landinu er ekki lengur pólitískur stöðugleiki.
Dæmi um birtingarmynd þessa pólitíska óstöðugleika eru fjárlögin sem sett eru fram sem frumdrög, ekki fullmótað frumvarp, stöðugleikasáttmáli sem ekki er virtur og alger trúnaðarbrestur milli stjórnarflokkanna í atvinnumálum og skattamálum.
Meðan ekki er pólitískur stöðugleiki, þora hvorki erlendir né innlendir fjárfestar að fara í neinar fjárfestingar og draga frekar úr en hitt, til að minnka áhættu sína.
Á meðan verður lítið um endurreisn og á því bera stjórnarherrarnir alla ábyrgð.
Engir aðrir.
Í bið vegna orkuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er besta líknardeildin fyrir ríkissjóð?
20.10.2009 | 09:42
Ef þessir samningar verða samþykktir og skuldbinding ríkissjóðs verður með þessum hætti er ljóst að þegar tap Seðlabankans og minnkaðar skattekjur bætast við, verður ríkissjóður greiðsluþrota innan skamms að maður tali nú ekki um ef neyðarlögin verða dæmd ómerk.
Stór erlend lán standa á gjalddaga 2011 og 2012 og í mörgum öðrum lánasamningum eru fyrirvarar um uppsögn, standi ýmis þau opinberu fyrirtæki ákveðið illa.
Þess vegna verðum við að spyrja okkur nýrrar spurningar.
Hvar er best fyrir okkur að vera þegar ríkissjóður verður greiðsluþrota?
- Einangruð eftir uppsögn á AGS og í framhaldinu höfnun ESB á aðildarumsókn okkar?
- Í samstarfi við eina eða fáar þjóðir eftir lánalínusamning við t.d. Norðmenn
- Í samstarfi við AGS utan ESB?
- Í samstarfi við AGS innan ESB?
Fram að samþykkt Icesave höfum við mikið fleiri valkosti, en eftir blasir þessi ömurlegi raunveruleiki við mér og út frá honum tel ég að umræðan eigi að vinna. Ekki einhverri draumsýn.
Við þurfum að fara að velja okkur líknardeild.
253 milljarða skuldbinding | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleðitíðindi
15.10.2009 | 10:31
Það að fá erlenda aðila að bankarekstri hér á landi eru ein þau mestu gleðitíðindi sem borist hafa um langa hríð af íslenskum efnahagsmálum.
Það má alltaf ræða um hversu stóran hlut ríkið hefði átt að eiga í bankanum, amk til að byrja með, hvort ríkið hefði ekki átt að eiga nægjanlegan hlut til að standa gegn "óæskilegum" breytingum að samþykktum.
En svo er spurningin hvort stjórnvöld hafi nokkura þá getu, innsýn og þor til að vera að standa í slíku.
Eins og staðan er nú, er ríkið bara með upplýsingafulltrúa fyrir sig í stjórninni, svipuð staða og hún var í þegar bankahrunið átti sér stað. Allt frumkvæði og aðgerðir í því kom frá Seðlabankanum. Hvort þær hafi verið til góðs eða ills, á tíminn eftir að leiða í ljós.
Segir yfirtökuna betri kost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ónýttir möguleikar hjá AGS
12.10.2009 | 14:13
Þegar ráðherrar, ráðgjafar þeirra og köngulærnar í spunadeildunum Samfylkingar og VG hræða okkur með þeim vaxtakostnaði og vaxtabyrði vegna þeirra lána sem okkur Íslendingum stendur til boða, sem afsökun fyrir skattahækkunum, opinbera þau um leið þröngsýni sína og þekkingarskort á viðfangsefnunum.
Við þurfum nefnilega ekki að bera allan þennan vaxtakostnað.
- Ef menn ynnu vinnuna sína með opnum hug.
AGS kynnti nefnilega í mars til leiks nýja kosti í lánveitingum sem ríkisstjórnin hefur ekki nýtt sér, lánalínur.
Lánalínur sem í orðfæri okkar almennings heitir yfirdráttarheimild og ríkisstjórnin á undir eins að nýta sér, breyta efnahagsáætluninni í samræmi og vinna málið þaðan. Þannig spörum við milljarða í vaxtakostnað og verkefnið verður allt mun viðráðanlegra.
En ráðherrarnir eru of uppteknir í krampakenndu dauðastríði þessarar ríkisstjórnar. Í því stríði hafa forystumenn hennar sett hausinn undir sig og hlaupa áfram, án þess að horfa til hægri né vinstri.
Engar nýjar lausnir eru velkomnar, hvorki norskar né alþjóðlegar, allt skal keyrt í gegn með hamagangi og látum af fullkominni þröngsýni, því í þeirra huga virðast allar breytingar á þeirri stefnu sem sett hefur verið, vera niðurlæging.
Það er ekkert annað en birtingarmynd algers skorts á sjálfstrausti.
Engin viðskipti á millibankamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfitt að hjálpa þeim sem ekki vill hjálp
11.10.2009 | 23:31
Íslendingar eru í vanda. Miklum vanda. Í þeirri stöðu á ekki að láta neins ófreistað til að bæta stöðu landsins á hvern þann hátt sem hægt er.
Einstengisháttur Jóhönnu Sigurðardóttur er með þeim hætti að maður trúir því vart og er hún líklegast að valda þjóðinni miklum búsifjum með því að láta þessa skapgerðarbresti sína hlaupa með sig í gönur.
Jóhanna Sigurðardóttir virðist haldin þeirri ranghugmynd að það geti ekkert gott komið frá Framsóknarflokknum. Ekkert. Ekki gat hún tekið efnahagstillögum Framsóknar í vetur með opnum hug, heldur með útúrsnúningi og skætingi, jafnvel þótt forsendan fyrir stuðningi Framsóknar við minnihlutastjórn hennar hefði einmitt verið að fara hefði átt í raunverulegar efnahagsaðgerðir. Aðgerðir sem enn bólar lítið sem ekkert á.
Nú hafa Framsóknarmenn frumkvæði að því að kanna lánamöguleika hjá frændum okkar Norðmönnum í samvinnu við norska systurflokkinn sinn, með góðum árangri.
Ef Íslendingar óska eftir hjálp Norðmanna liggur nú fyrir að þeirri bón yrði vel tekið.
En það getur Jóhanna ekki sætt sig við og sendir flokksbróður sínum tölvupóst sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að hún vilji ekki láta trufla sig og óskar eftir því að þetta sé slegið út af borðinu.
Það svar fékk hún reyndar ekki en reynir samt að láta sem svo að Stoltenberg hafi slegið alla möguleika á stóru láni út af borðinu, sem er ekki rétt.
Það er ekki bara Höskuldur Þórhallsson sem skilur bréf Jóhönnu á þann hátt að hún sé í rauninni að biðja Norðmenn að vera ekki að trufla hana með góðri hjálp, heldur einnig Norðmenn, samanber frétt ABCnyheter, sem skilur málið á sama hátt.
Hvernig stjórnvöld eru það sem vilja ekki aðstoð þegar þau eru í nauð?
Kallaði á neikvæð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að afloknu skemmtilegu en sorglegu Umhverfisþingi
11.10.2009 | 10:56
Á laugardaginn lauk VI. Umhverfisþingi.
Umræðurnar voru skemmtilegar, erindin áhugaverð og snérust um sjálfbærni og sjálfbæra þróun.
Að mínu mati var niðurstaðan samt meira tal en minna um aðgerðir og lausnir, en auðvitað eru orð til alls fyrst og þær lausnir sem í boði eru núna, sú þekking sem til staðar er og sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur á undanförnum árum gefur manni von um að fleiri og fleiri geti og vilji fara slóð sjálfbærrar þróunar.
En það sem stendur sorglega upp úr í mínum huga að loknu þessu þingi er sá trúnaðarbrestur sem virðist hafa orðið milli atvinnulífs og umhverfisumræðunnar.
Á tveimur síðustu Umhverfisþingum sem ég hef sótt, hefur þátttaka atvinnulífsins og fulltrúa þeirra verið mikið meiri, en ég upplifði þetta þing meira sem þing embættismannanna og umhverfisverndarsamtaka.
Auðvitað eiga þeir aðilar að koma og taka þátt í Umhverfisþingi, en þegar einn stærsti þátttakandinn í umhverfismálum þjóðarinnar tekir lítið sem ekkert þátt, er ekki von á árangri og aðgerðum í sátt og samvinnu í anda sjáfbærrar þróunar..
Þvi miður.
Segja ráðherra skaða OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna staðreynd?
7.10.2009 | 15:22
Í mínum huga er á ný komin á svipuð stjórn og sú sem tók við af stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, minnihlutastjórn með stuðningi 3ja flokks, þar sem órólega deildin í Vinstri Grænum gegnir því hlutverki sem Framsóknarflokkurinn gerði þegar hann leysti stjórnarkreppuna sem upp var komin milli íhaldsins og kratanna.
Með yfirlýsingu sinni um stuðning við ríkisstjórnina um leið og hann sagði af sér ráðherradómi, er nefnilega komin á minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og hluta þingflokks Vinstri Grænna, þar sem hinn hluti þingflokks Vinstri Grænna, með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar mun líklegast verja ríkisstjórnina falli án þess að hafa beina aðkomu að henni.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon munu líklegast þakka fyrir sig á sama hátt og síðast, með því að hlusta ekkert á og hafa að engu það sem Ögmundur og félagar hafa fram að færa, eins og þau gerðu gagnvart Framsóknarflokknum.
Upplausnin er okkur augljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppgjör hraðasektar
2.10.2009 | 10:09
Íslendingar keyrðu hratt. Þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur þegar lánveitendur okkar lokuðu fyrir lánalínur og viðurkenndu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingu og Geir H Haarde, Sjálfstæðisflokki aksturinn í nóvember á síðasta ári, þegar bretar og hollendingar voru beðnir um að ganga frá greiðslu Icesavereikningana. Nú er eftir að ganga frá greiðslu hraðasektarinnar í formi láns.
Greiðslufyrirkomulagið sem núverandi ríkisstjórn VG og Samfylkingar samdi um er algerlega óásættanlegt fyrir okkur Íslendinga og semja þarf upp á nýtt um greiðslu sektarinnar, en Ísland hefur fyrir löngu samþykkt sekt sína og greiðsluskyldu.
Það má með réttu halda því fram að það hafi verið ósanngjarnt að við eigum að greiða þessar skuldir, en framkvæmdavaldið, þá leitt af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, viðurkenndi ábyrgðina, án samráðs við Alþingi.
Í öllum rétti má rifta ósanngjörnum samningum þá varðandi greiðsluskylduna, en Geir og Ingibjörg spiluðu verulega af sér með þessari aðgerð og veiktu okkar samningsstöðu skelfilega, en það er sjálfstætt mál, óháð frágangi á láninu.
Þess vegna þykir mér skrítið að þingmenn VG skuli vera á móti láninu, því flokkurinn ber enga ábyrgð á skuldaviðurkenningunni sjálfri, það voru Sjálfstæðismenn og Samfylking sem gengu frá því máli, enda gátu Sjálfstæðismenn ekki verið á móti afgreiðslu Icesavemálsins í sumar, af þeim sökum.
Ef þingmenn VG eru óánægðir með málið á það ekki að birtast í þessu máli, heldur sem sjálfstætt mál til riftunar á þeirri skuldaviðurkenningu sem fólst í athöfnum Ingibjargar Sólrúnar og Geir Haarde í nóvember.
Fundur með stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðlaus flokkur í vanda
1.10.2009 | 12:15
Ögmundur hefur ekki treyst sér í að fylgja eftir þeim tillögum að niðurskurði sem lágu á borði Heilbrigðisráðherra og kynntar verða í dag og notar nú Icesave sem flóttaleið til að þurfa ekki að horfa í augun á eigin skjólstæðingum í BSRB.
Þetta er ekki eini vandi VG, því úrskurður Svandísar Svavarsdóttur um að setja línulagnir í heildstætt umhverfismat, gengur þvert á stöðugleikasáttmálann sem sú ríkisstjórn sem hún situr sjálf í hefur samþykkt.
Vandinn verður svo enn meiri þegar rennur upp fyrir verkalýðsfélögunum, einu af öðru, að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki eða getur ekki komið sér saman um aðgerðir til að tryggja atvinnu.
Þannig að ég skil Guðfríði Lilju vel að hafna því að taka sæti í slíkri ríkisstjórn.
Guðfríður Lilja hafnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýrra skilaboða þörf
30.9.2009 | 08:46
Ef ég væri erlendur fjárfestir er ég hræddur um að vera afar ringlaður á því hvernig stjórn væri við völd á Íslandi.
Búið væri að kynna fyrir mér stöðugleikasáttmála allra aðila, þar sem gefin voru fyrirheit um að framkvæmdum yrði flýtt og búið yrði í haginn fyrir fjárfestingu, ég væri boðinn velkominn.
Hins vegar rynnu á mig tvær grímur við þennan úrskurð umhverfisráðherra, þar sem ráðherra beitir ítrustu heimildum til að tefja mál þegar þau eru komin á lokastig, sem eru ekkert annað en skilaboð um að ég væri ekki velkominn í fjárfestingar.
Ef ég ætti að setja stórar fjárhæðir í fjárfestingu, er ég hræddur um að ég þyrði ekki að veðja á Ísland eftir þessi misvísandi skilaboð.
Að minnsta kosti meðan þessir flokkar eru í ríkisstjórn...
Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |