Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bakari hengdur fyrir smið

Ef rétt er frá sagt þykir mér ansi hart að gjaldkeri og bókhaldari íhaldsins skuli hengdur fyrir að framfylgja þeim skipunum sem honum voru gefnar.

- og það á föstudaginn langa


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin bar ekki ábyrgð á bankahruninu

Það er skrítið, eftir að hafa lesið í gegnum efnahagstillögur Samfylkingarinnar, þar sem farið er yfir aðdraganda bankahrunsins, að Samfylkingin telur sig enga ábyrgð bera á því, né viðbrögðunum við því.

Bara vísað til þess að Samfylkingin hafi verið stutt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki rétt og því ótrúverðugt þegar stjórnmálaflokkur fjallar um hrunið án þess að líta í eigin barm.


mbl.is Samfylkingin kynnir kosningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrarnir falla - mbl.is í feluleik

Það að þessi stórfrétt, að fyrirtæki sem eiginkona fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sat í um tíma, hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna skuli ekki sett á forsíðu mbl.is, heldur sett beint niður í "innlendar" fréttalistann er afar ótraustvekjandi fyrir fréttamiðilinn og vekur með manni grunsemdir um að fréttamatið sé ekki hlutlaust.

Sömuleiðis hlýtur þessi frétt að vekja með manni spurningar um hversu hlutlaus ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sínum ákvörðunum í aðdraganda hrunsins í þessu ljósi.

Nú verður áhugavert að fylgjast með því hvaða önnur fyrirtæki hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn og aðra flokka, fyrst svona reikningar eru farnir að leka í fjölmiðla.

Uppfært kl 19:38: Nú hefur fréttin verið sett upp á forsíðu mbl.is - eðlilega


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátt um að brjóta lýðræðislegan vilja þingsins?

Sáttahugur íhaldsins er enginn. Þau tvö Steingrímur J og Jóhanna vita hvað málþóf er, enda meistarar í því, en það réttlætir ekki þá vanvirðu við Alþingi og þjóðina sem Sjálfstæðisflokkurinn sýnir með framferði sínu. Það er lýðræðislegur meirihluti á Alþingi fyrir þeim breytingum sem ræddar eru á stjórnarskránni og Sjálfstæðisflokknum ber að virða þann vilja, eins og hann hefur fengið að beita þeim lýðræðislega meirihluta sem sá flokkur hefur haft í samsteypustjórnum síðustu 18 ára.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn öllum meiriháttar breytingum á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun, meira að segja í síðustu nefnd, sem var undir stjórn Jóns Kristjánssonar, setti Sjálfstæðisflokkurinn upp leikrit í tengslum við neitunarvald Forseta Íslands til að stoppa allar aðrar breytingar á stjórnarskránni, sem þó var fullkomin sátt um í nefndinni.

Íhald er það og íhald skal það heita.

Þetta sjónarspil Sjálfstæðisflokksins er þeim flokki til háborinnar skammar og vænti ég þess að kjósendur muni það í kjörklefanum 25. apríl.


mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk Framsóknarflokksins aldrei brýnna

Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí frá íslenskum stjórnmálum. Hvuttar sem sitja um jöturnar og bíða eftir molum hjálpa hvuttavinum sínum upp í jötuna yfirgnæfa flokksstarfið á kostnað hugsjónastarfs.

Þegar jatan en tekin frá þeim, hrökklast þeir frá og Sjálfstæðisflokkurinn fær næði til að endurnýja sig hugmyndafræðilega.

Fyrr hefur hann ekkert að gera í ríkisstjórn.

Á stuttum valdatíma Samfylkingarinnar er sama ferli komið af stað, en vonandi nær það ekki að yfirtaka flokkinn enn um sinn, svo hann verði stjórntækur eftir kosningar. Vinkonuvæðing Ingibjargar Sólrúnar var hættulegt vísbending um að þetta ferli hafi verið langt komið, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort aðrir forystumenn hennar séu eins langt leiddir.

Framsóknarflokkurinn hefur undanfarin ár gengið í gegnum endurnýjun vinnubragða, stefnu og forystu og er þess reiðubúin að taka til hendinni í íslensku þjóðlífi, íslenskri þjóð til heilla.

- og hananú


mbl.is Fjölskyldan með tilsjónarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þakka Sjálfstæðisflokknum...

...kærlega fyrir að koma svona grímulaus til dyranna eins og hann er klæddur.

Ef mál eru ekki þóknanlegt Sjálfstæðisflokknum eiga þau að þeirra mati ekki að komast í gegn, jafnvel þótt lýðræðislegur meirihluti sé fyrir þeim á Alþingi.

Það er nú öll virðingin fyrir lýðræðinu á þeim bænum og hljóta kjósendur að þakka þeim fyrir að opinbera sig svona rækilega.


mbl.is Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur niðurlægir fyrrum formann Samfylkingarinnar

Samningagerð við erlend ríki er á höndum utanríkisráðherra, nema um það sé sérstaklega kveðið í lögum.

Össur Skarphéðinsson er með orðum sínum um að nú séu samningaviðræður við breta í allt öðrum farvegi, að segja að fyrri ríkisstjórn, sem hann sat sjálfur í og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var utanríkisráðherra í, hafi ekkert gert og allt hafi verið ómögulegt.

Hvað er Össur þar með að segja?

Að Vinstrihreyfingin-grænt framboð sé harðari húsbóndi á Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokkurinn?

Er frumkvæði Samfylkingarinnar í ríkisstjórn þá ekkert?

Situr hún bara í ráðherrastólum sínum og klappar fyrir því einu saman?


mbl.is Össur: Samningaviðræður í góðum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmennska S og VG - allir hafi það jafn skítt

Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar telja að nóg hafi verið að gert fyrir fjölskyldurnar í landinu, þegar búið er að samþykkja þau frumvörp sem nú þegar hafa verið lögð fram. Ríkisstjórnin áformar að koma 200 fjölskyldum til hjálpar, meðan 18 þúsund manns eru atvinnulaus.

Spilin eru komin á borðið, engar heildstæðar tillögur til að reyna að fjölga þeim sem geta staðið í skilum.

Til heimili landsins hafi rétt á aðstoð til að halda húsnæði sínu, verða þau að vera komin í vanskil og vera í raun orðin gjaldþrota. Þá fyrst þóknast Samfylkingunni og Vinstri grænum að koma til hjálpar. Greiðsluaðlögunarlögin gera ráð fyrir að 100-200 heimili þurfi á slíkri aðstoð að halda.

Þau hin sem komast í þrot geta étið það sem úti frýs og enginn vilji hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum til að koma í veg fyrir að þau fari í þrot.

Þetta er öll jafnaðarmennskan - að allir hafi það jafn skítt


mbl.is Yfir 12 þúsund á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blygðunarlaust og skammarlegt málþóf Sjálfstæðisflokksins

Gefum Guðlaugi Þór Þórðarsyni orðið:

"Virðulegi forseti. Það sem við horfum á og erum búin að horfa á undanfarna daga er að blygðunarlaust hefur stjórnarandstaðan beitt skipulegu málþófi til að hindra að meirihlutavilji Alþingis nái fram að ganga. Það er ekkert nýtt að stjórnarandstaðan sé ósammála stjórnarmeirihlutanum og ég vek athygli á því að stjórnarandstaðan hefur fullan rétt á því að hafa rangt fyrir sér og ég er alveg til í að leggja mikið á mig til að verja þann rétt. En það er algerlega fráleitt og samræmist engum lýðræðishugmyndum að menn geri hvað þeir geti við að beita hreinlega ofbeldi til að koma í veg fyrir að mál sem þeir eru ósammála og eru í minni hluta með komist í gegn. Það er nákvæmlega það sem hér hefur verið á ferðinni. Þetta snýst ekkert um efni máls. Allt hefur komið fram í umræðunni sem þarf að koma fram en áfram er haldið og menn hafa ekki farið dult með það að þeir ætla að stoppa þetta með því að vera með skipulagt málþóf.

Virðulegi forseti. Ég spyr: Hvar í þeim lýðræðisríkjum sem við berum okkur saman við sem er það látið viðgangast að minni hlutinn geti hreinlega kúgað meiri hlutann eins og menn eru að reyna að gera? Þetta er fyrir neðan allar hellur og ég hvet stjórnarandstöðuna til að hugsa málið til enda í stærra samhengi því hér er um að ræða hvort lýðræðislegur vilji nái fram að ganga eða ekki. Þetta snýst ekki um efni máls. Þetta snýst um það hvort lýðræðislegur vilji eigi að ná fram að ganga eða ekki."

Í umræðum um vatnalög 10. mars 2006

Annað gullkorn er hér


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna: Nóg að gert fyrir heimilin!!!

Ríkisstjórnin virðist ekki vilja fara að tillögum sem aðrir hafa komið fram með, eins og 20% tillögu Framsóknar sem er alger forsenda þess að þjóðin komist út úr þrengingunum.

Þessi aðgerð ein og sér, að heimila fjármálafyrirtækjum að hneppa heimili í skuldafangelsi með því að setja vanskilagjöld og dráttarvexti aftanvið lán og lækka afborganir með sömu aðferð, að lengja í lánum, án þess að lækka höfuðstól húsnæðislána, er enn eitt skrefið í átt til algers viðskiptasiðrofs sem manni fer að renna í grun að Samfylkingin og VG hafi hreinlega á stefnuskrá sinni. En aftur á móti væri þetta samkomulag gott innlegg í stærri aðgerðarpakka, sem því miður er ekki á leiðinni, því Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að nóg væri að gert fyrir heimilin í landinu.

Ekkert er gert við fólk fyrr en það er búið að brjóta viðskiptasamninga með því að hætta að borga af lánum, sem eru skilaboð um að venjulegt heiðarlegt fólk sem vill standa í skilum er ekki hjálpað fyrr en þeir láta viðskiptasiðferðið lönd og leið og gera sig að skussum.

Það er skaði sem mun taka áratugi að bæta.


mbl.is Skrifað undir samkomulag um fasteignalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband