Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lífeyrissjóðirnir til bjargar eða bölvunar?

Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt neinar tillögur sem hjálpa fyrirtækjum landsins, heldur hefur hún gefist upp gagnvart því verkefni og er bara í aðgerðum gagnvart þeim einstaklingum sem missa vinnuna og komast í greiðsluþrot.

Einu útspil hennar gagnvart atvinnulífinu eru gjaldeyrisreglur sem banna erlenda fjárfestingu.

Í þessu algera tómarúmi þar sem fyrirtæki ber stjórnlaust fram af hengiflugi gjaldþrota, eru fréttir um stofnun sameiginlegs fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna jákvæðar.

...eða hvað?

Lífeyrissjóðirnir eru nú í raun einu fjárfestarnir á markaði, í einokunarstöðu í allri fjárfestingu og með fyrirtækin á hnjánum eru lífeyrissjóðirnir með stofnun þessa sameiginlega sjóðs að tryggja að það verði ekki samkeppni milli fjárfesta. Það þýðir bara eitt fyrir þá samningsstöðu sem fyrirtækin og núverandi eigendur þeirra eru í. Þau hafa ekkert val og þessi sjóður fær fyrirtæki landsins á algerri brunaútsölu.

Allt í skjóli gjaldeyrishafta ríkisstjórnarinnar.

Ef maður væri viss um að lífeyrissjóðunum væri stjórnað á gagnsæjan og lýðræðislegan hátt, með virkri aðkomu sjóðsfélaga, væri maður kannski ekki svo uggandi.

En ég er uggandi.


mbl.is Vilja endurreisa fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þáttaskil í ESB?

Eitt er víst. Það Evrópusamband sem við erum að íhuga að sækja um aðild að nú verður annað Evrópusamband en það sem okkur ber vonandi gæfa til að sækja um aðild að og enn annað en það Evrópusamband sem við myndum svo ganga í, ef við næðum samningi sem þjóðin meti að bæti hag sinn.

Evrópusambandið hefur verið að þróast í átt til eiginlegs þjóðríkis, en í öllum þjóðaratkvæðagreiðslum um slík mál eru þær að falla eða að samþykkjast með afar naumum meirihluta.

Þau skilaboð hljóta stjórnendur ESB að fara að skilja.

Efnahagskreppan sem ríður núna húsum mun einnig ýta í sömu átt. Þjóðríkin hafa verið að horfa í eigin barm og vera sjálfum sér næst, sem hefur óhjákvæmilega það í för með sér að ESB hlýtur að fara að grynnast á ný og þróast meira í átt að því efnahagsbandalagi, sem það var í upphafi.


mbl.is Tekist á um kreppuviðbrögð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti vinargreiðinn bannaður

Lánveitingar nágrannaþjóðanna til okkar bera vissulega vott um mikið vinarþel í okkar garð.

Sömuleiðis var það íslenskri þjóð til mikillar gæfu að vinir okkar skyldu setja IMF leiðina að skilyrði fyrir aðstoðinni og setja einangrunarsinnum á Íslandi stólinn fyrir dyrnar.

En því miður bönnuðu þessar vinaþjóðir sínum mesta vinargreiðan sem þær hefði getað gert okkur.

Í samtölum mínum við fulltrúa dansks banka sem var hér á landi í síðustu viku kom fram að þeir hefðu endilega viljað kaupa einn íslensku bankanna og skjóta þannig fleiri stoðum undir eigin rekstur um leið og fleiri stoðum yrði skotið undir íslenska fjármálastarfsemi.

En skilyrði danskra yfirvalda fyrir aðstoð við danskar fjármálastofnanir er að þær hætti öllum kaupum á öðrum bönkum, þám íslenskum. Þess vegna er þeim ekki heimilt að koma okkur til hjálpar með þeim hætti sem best hefði verið, á eðlilegum viðskiptalegum forsendum.

Þetta er víst tilfellið í öðrum nágrannalöndum okkar og á meðan sitjum við uppi með ríkisrekna banka, stjórnað af gömlu stjórnendunum undir pólitískt skipuðum bankaráðum, sem er afar hættuleg blanda fyrir spillingu.


mbl.is Íslendingar muna vinargreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðislegt viðbragð Ögmundar

Það er gott að sjá að Ögmundur Jónasson áttar sig á því að hann býr í lýðræðisþjóðfélagi.

Þær skotgrafir sem ESB umræðan hefur alltaf leitað í er mein í íslensku samfélagi og þjóðfélagsumræðu. Hvað ESB aðild hefði í för með sér er ekki vitað og því geta menn á báðum köntum gefið sér forsendur og ráðist á þá sem ekki eru þeim sammála með offorsi í stað vitrænnar umræðu um hluti sem liggja á borðinu.

Ögmundur er ekki hræddur við dóm þjóðarinnar og er reiðubúinn að starfa áfram í hennar þágu, þótt hans skoðun verði undir. Fyrir það ber að hrósa honum, enda er hann með þessu að sýna lýðræðislegan þroska. Þroska sem fleiri þátttakendur í Evrópuumræðunni mættu taka sér til fyrirmyndar.

- og hananú


mbl.is Vill kjósa um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason tekur þátt í smjörklípustríði Samfylkingarinnar

Egill Helgason boðaði mann til sín í Silfur Egils í dag sem fékk óáreitt og án nokkurra andsvara að koma fram með einhliða áróður gegn Framsóknarflokknum og tengslum viðskiptalífsins við fyrrverandi forystumenn hans.

Egill lætur alveg eiga sig að setja manninn í það samhengi sem áhorfendur eiga rétt á að vita að hann sé í, þegar hann ræðir Giftarmálið, sem virðist vera ljótt mál, og Gunnar Axel Axelsson notar til að ausa auri yfir þá 12.000 manns sem eru félagar í Framsókn.

Gunnar Axel er nefnilega formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Gunnar Axel virðist vera að leika sama leik og allir Samfylkingarmenn eru að gera þessa dagana, það er að kenna einkavæðingu bankanna um bankahrunið.

Tilgangurinn er að  reyna að leiða sjónum manna frá því að bankahrunið á sér einungis 15 mánaða aðdraganda. Samfylkingin virðist alveg "gleyma" því að Glitnir var að megninu til ekki einkavæddur og að í dag talar enginn Samfylkingarmaður um annað en að selja eigi bankana á ný. Slíkt er ekkert annað en viðurkenning á því að það hafi verið rétt skref á sínum tíma að selja bankana, þótt söluferli þeirra sé alls ekki hafið yfir gagnrýni.

Gunnar ásakaði undir lok síns málflutnings að félög tengd Halldóri Ásgrímssyni hafi hagnast á einkavæðingu bankanna. Um hvaða félög er maðurinn að tala um?


mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð í ástandi sem Geir ber ekki ábyrgð á

Geir H Haarde ber vissulega ekki ábyrgð á hruni bankanna. Þeir voru einkafyrirtæki sem áttu að kunna fótum sínum forráð. Hluthafar og lánadrottnar bankanna geta ekki kennt honum um það.

En Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum og viðbragðsleysi við þeim viðvörunarljósum sem fóru að lýsa fyrir uþb 15 mánuðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þenslufjárlögum þegar lausafjárkreppan var byrjuð.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki nýtt lántökuheimild Alþingis strax í vor

Geir H Haarde ber ábyrgð á því að hafa ekki hafa ekki haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum við hjálparbeiðni Glitnis.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki útkljáð sín mál við breta án þess að bretar teldu rétt að beita okkur með óréttmætum hætti hryðjuverkalögum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á pólitískt skipuðum bankaráðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þeim gjaldeyrishömlum sem við búum nú við.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að uppbygging við Bakka er nú í uppnámi.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni allri ábyrgð á því að enn sitja Seðlabankastjórar og Fjármálaeftirlitsyfirmenn sem eru algerlega rúnir trausti

Það er margt fleira sem Geir H Haarde ber ábyrgð á, því getur hann ekki hlaupist frá.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrennt sem bankaráðin þurfa að hafa í huga

  1. Gagnsæi
  2. Gagnsæi
  3. Gagnsæi

Annað er afleiðing þess; Sanngirni, eðlilegir viðskiptahættir, enduruppbygging trausts og svo framvegis.


mbl.is Stórviðskipti borin undir bankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Ég skil hvorki upp né niður í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í tegnslum við hrunið.

Fyrst eru kynntar aðgerðir sem ættu að komast síðastar, það er rýmkun á gjaldþrotareglum, lækkun dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, atvinnuleysisaðgerðir. Það er ráðstafanir fyrir fólk sem komið er í þrot eða er búið að missa vinnuna

Því næst eru kynntar aðgerðir til að hjálpa fólki til að halda húsnæðinu.

En síðast eru kynntar aðgerðir sem eiga að tryggja að fólk missi ekki vinnuna.

Hefði ekki verið betra að byrja á því að kynna tillögur til að hjálpa fyrirtækjum landsins, með það að markmiði að fækka uppsögnum, þannig hefði ekki þurft eins miklar aðgerðir til að hjálpa fólki að halda eignum sínum og fækka þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum.

Það er eins og kratisminn sé algerlega búinn að ná völdum:

Tryggjum að allir hafi það jafn skítt.

Það er þörf fyrir Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hömlur hamla

Það er allrar athygli vert að Seðlabankanum sé veitt þessi völd, í ljósi þess að Samfylkingin hefur lýst vantrausti á þá sem þar stjórna.

Eða er það vantraust hjómið eitt, ætlað til að slá ryki í landsmenn?

Ég ætla rétt að vona, fyrst menn hafa þessa heimild, að þeir fari ekki að beita henni nema í ítrustu neyð og það verði gefið út fyrirfram að menn ætli að gera það þannig, því svona höft tefja bara þá nauðsynlegu aðlögun sem gjaldeyrismarkaðurinn þarf að fara í gegnum og því fyrr sem það gerist, því fyrr kemst á eðlilegur gjaldeyrismarkaður með eins eðlilegu gengi krónunnar og hægt er.


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heftum höftin

Moldarkofalausnir heimastjórnarmanna eru eitthvað sem við megum alls ekki leiða yfir þessa þjóð.

„Miðstjórn Framsóknar varar sterklega við því að brugðist verði við núverandi efnahagskreppu með höftum, hækkun skatta eða öðrum þeim aðgerðum sem hindra kunna viðskipti eða fjármagnsflutninga milli landa."

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband