Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Er Samkeppnisstofnun föst með hausinn í eigin koppi?
27.11.2008 | 16:05
Samkeppnisstofnun vill leggja flutningsjöfnun olíuvara niður.
Röksemd þeirra er sú að þeir vantreysta eigin starfsmönnum til að reikna út kostnaðarverð flutninga, og því sé hætt við að þau olíufyrirtæki sem þjónusta landsbyggðina fái of mikið úr sjóðnum, sem þau geta notað til að niðurgreiða eldsneyti á staðbundnum samkeppnismörkuðum.
Samkeppnisstofnun eyðir ekki einu einasta aukateknu orði í að ræða tilgang flutningssjóðs olíuvara.
Það sem Samkeppnisstofnun er að leggja til er að eldsneytisverð á Þórshöfn verði 3,3 krónum dýrara en í Reykjavík, eldsneytisverð á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp hækki um 5,1 krónu, Norðurfirði á Ströndum 4,3 krónur, Ísafirði um 1,1 krónur, Egilsstöðum um 1,6 krónur, Höfn 1,3 krónur, Djúpavogi um 2,5 krónur og svo framvegis.
Þessi stofnun hlýtur og verður að hafa í huga að flutningsjöfnunarsjóður er ekki búinn til í tómarúmi og hlýtur stofnunin að hafa það í huga þegar hún leggur svona lagað til. Annað væri óvönduð stjórnsýsla.
Samkeppnisstofnun hlýtur því að hafa haft samráð við byggðamálaráðherra við undirbúning þessara tillagna, enda er flutningsjöfnun olíuvara hluti af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar og ef ríkisstjórnin ætlar að hætta þessum byggðatengdu kostnaðarjöfnun er hún farin að sýna andlit gagnvart landsbyggðinni sem maður var að vona að hún hefði ekki.
Ef Samkeppnisstofnun hefur ekki haft samráð við byggðastofnun eða haft byggðasjónarmið í huga við vinnslu þessara tillagna er hún föst með hausinn í eigin koppi og ástundar óvönduð vinnubrögð.
Ríkisstjórnin verður að svara því hvort hún hafi gert þessa breytingu á byggðastefnu sinni.
![]() |
Brugðist við efnahagsörðugleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímasetningar eru gull - eða bull?
27.11.2008 | 02:25
Nú er sagt
"Það gengur ekki að kjósa í miðjum björgunaraðgerðum"
Rannsóknarnefndin á að skila af sér í nóvember 2009.
"Bíðum eftir niðurstöðum hennar"
Þegar hún skilar af sér verður allt vitlaust og mikið talað um kosningar.
"Það gengur ekki að kjósa um miðjan vetur, við þurfum líka að klára fjárlög"
Um vorið 2010 komast menn svo að því að það eru sveitastjórnarkosningar það vorið.
"Það má ekki trufla sveitastjórnarkosningar"
Þegar líður að hausti 2010 er orðið svo stutt í vor 2011 að stóra plan Geirs gengur upp.
Kosningar að loknu fullsetnu kjörtímabili.
![]() |
Rannsóknarfrumvarpi dreift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pappírsframleiðsla
26.11.2008 | 22:56
Það verður áhugavert að sjá hvaða aðferðir verða notaðar við að reyna að koma í veg fyrir þetta góða verkefni.
Pappírsframleiðsla á Íslandi og á þessum stað virðist við fyrstu sýn vera mjög heppileg.
Helstu umhverfisáhrif pappírsframleiðslu geta verið:
- Orkunotkun - ekki vandamál í þessu tilfelli
- Vatnsnotkun - ekki vandamál í þessu tilfelli að því gefnu að hreinsun notaðs vatns sé í lagi.
- Felling skóga - ef endurnýttur pappír, innlend grisjun er nýtt sem og sjálfbær skógur er það ekki vandamál
- Efnanotkun - þar sem um nýja verksmiðju er að ræða er hægt að gera ítrustu kröfur um meðhöndlun efna, en ýmis hættuleg efni eru notuð við pappírsframleiðslu.
- Fastur úrgangur - líklegast helstu umhverfisáhrif þessarar verksmiðju - en þar sem ekki er um prentpappír að ræða ættu þau áhrif ekki að vera eins mikil og hjá öðrum pappírsverksmiðjum. Heppilegt að verið sé að vinna svæðisáætlun um úrgang sem gæti þar með tekið tillit til þessarar verksmiðju.
- Útblástur, koltvísýringur, brennisteinsvetni og brennisteinsoxíð og fleira. Spurning hvort ekki sé hægt að samnýta þau hreinsivirki sem verður að setja upp í Hellisheiðarvirkjun.
![]() |
Pappírsverksmiðja á Hellisheiði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spillingarvá fyrir dyrum
26.11.2008 | 14:31
Nú þegar búið er að skipa pólitísk bankaráð nýju ríkisbankanna, þeirra fyrirtækja sem munu taka ákvarðanir um örlög fjölda fyrirtækja og einstaklinga á næstu misserum verður að gæta sín verulega á því að vinnubrögð spillingar nái ekki að skjóta rótum. Framsókn var ekki saklaus í þeim efnum í tíð gömlu ríkisbankanna, en flokkurinn hefur sem betur fer lært af þeirri vitleysu og vill ekki aftur í moldarkofana í þeim efnum:
Miðstjórn Framsóknarflokksins krefst þess að settar verði skýrar og gegnsæjar reglur um hvernig farið verður með afskriftir skulda og skuldbreytingar viðskiptavina nýju ríkisbankanna og varar sterklega við þeirri hættu sem hefur skapast að eignum ríkisbankanna kunni að verða ráðstafað á grundvelli pólitískra tengsla en ekki á viðskiptalegum forsendum."
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að þekkja starfslýsingu sína
26.11.2008 | 10:55
Forseti lýðveldisins Íslands starfar samkvæmt starfslýsingu, sem ekki er löng. Mérsýnist hún vera í um 30 liðum.
Hún er annars vegar í Stjórnarskrá Íslands og hins vegar í lögum um Stjórnarráð Íslands.
Forsetinn hefur svarið eiðstaf að öðrum hluta þessarar starfslýsingar, Stjórnarskrárinnar.
Í henni stendur skýrum stöfum í 9. grein að laun forseta megi ekki lækka.
Samt leggur forsetinn það til að laun hans verði lækkuð.
Er eitthvað fleira í starfslýsingu forsetans sem hann er óklár á?
Ef honum finnst hún eitthvað óljós ber honum skylda til að láta leiðrétta það.
![]() |
Engin niðurstaða hjá Kjararáði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þorvaldur kominn út úr skápnum
25.11.2008 | 13:00
Þorvaldur Gylfason talaði sem stjórnmálamaður í gærkvöldi, ekki hagfræðingur. Ræða hans var ágæt sem slík, gagnrýnin, vel flutt og skemmtileg, en sem faglegt yfirvegað mat og yfirlit hagfræðiprófessors sem vill láta taka sig faglega alvarlega var hún ömurleg.
Þess vegna er fáránlegt að vilja Þorvald sem Seðlabankastjóra eftir þessa ræðu og þeir sem halda því fram átta sig ekki á því hvað menn eru að fara fram á með faglegum ráðningum í þær stöður.
Össur var með áskorun sinni einfaldlega að biðja um óbreytt ástand, hann vildi bara að hans skoðanabræður væru við stjórnvölin í stað annarra.
Er ekki komið nóg af stjórnmálamönnum í Seðlabankanum?
![]() |
Kvótakerfið varðaði veginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Stórar ályktanir af smáum rannsóknum
25.11.2008 | 12:48
Heimshöfin súrna vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu, það er alveg á hreinu, en að draga svona stórkallalegar ályktanir útfrá sýnatökum í kringum eina eyju á Kyrrahafi er afar ótrúverðugt.
Mér finnst með ólíkindum að blaðamenn Guardian og mbl skuli láta svona frá sér.
Hefði ekki verið í lagi að hafa í það minnsta samband við einhverja íslenska vísindamenn til að koma með álit sitt, eða má bara tala við hagfræðinga í dag, ekki haffræðinga?
![]() |
Höfin verða súrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Talar í lausnum - hafnað af Samfylkingu
25.11.2008 | 01:10
Það var gaman að hlusta á Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóra á Akureyri á borgarafundinum í kvöld. Hann talaði í lausnum og um raunveruleikann eins og hann blasir við honum. Eitthvað sem Samfylkingarmenn hafna, enda hlaut hann ekki brautargengi í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar.
Hann talaði um nauðsyn þess að fólk gæti staðið við sínar skuldbindingar og lagði til að vísitalan verði fryst. Sú lausn gengur í mínum huga ekki upp eins og hann leggur hana til, en það er hægt að ná sömu markmiðum með þeirri leið sem miðstjórn Framsóknar lagði til á fundi sínum um daginn, þar sem lagt var til að boðin yrði skuldbreyting á vísitöluhækkun lána næstu 12 mánuði.
Á þann hátt er verðbólgukúfnum létt af fólki, um leið og staðið verður við samninga við skuldareigendur, sem eru að mestu leiti lífeyrissjóðirnir okkar. Sú upphæð sem fryst er með þessum hætti, bættist aftan við það lán sem fryst væri.
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins og mönnum eins og Benedikt.
![]() |
Verðtryggingin verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurstaða fengin - samstaða ríkisstjórnarflokkanna
24.11.2008 | 23:30
Það var nauðsynlegt að bera upp vantrauststillögu eins og þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna hafa látið.
Eins og ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana hafa látið undanfarið, þurfti að komast niðurstaða í það hvort í raun ríkti stjórnarkreppa í landinu og var ríkisstjórnarflokkunum boðið upp á tvo kosti, annaðhvort að standa saman að baki ríkisstjórnarinnar og axla ábyrgð á henni eða að viðurkenna að traustið sé ekki fyrir hendi og því þurfi að boða til kosninga.
Allir þingmenn stjórnarflokkanna, sem til staðar voru, studdu ríkisstjórnina og bera þar með ábyrgð á henni.
Samfylkingin er sem sagt búin að samþykkja vinnubrögð setts dómsmálaráðherra við skipun héraðsdómara, Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að samþykkja að steinar verði lagðir í götu atvinnuuppbyggingar á Bakka og Helguvík, Samfylkingin að samþykkja áframhaldandi setu yfirstjórnar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og svo framvegis.
Nú ætlar ríkisstjórnin að snúa bökum saman og fara að vinna þjóðinni gagn í stað þess að vera í ábyrgðarlausu vinsældarkapphlaupi eða ábyrgðarflótta.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bjálkar og flísar í augum ríkisstjórnarinnar
24.11.2008 | 15:55
Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að það sé mikilvægt að stjórnmálamenn snúi bökum saman.
Því miður hefur henni ekki tekist að tryggja að eigin þingmenn snúi bökum saman og þaðan af síður að tryggja að þingmenn stjórnarliðsins snúi bökum saman.
Stjórnarandstaðan hefur boðið fram sáttahönd, sem ekki hefur verið tekið. Henni hefur ekki verið boðið neitt bak að snúa sér að.
En Ingibjörg Sólrún og Geir H Haarde hafa brugðist því hlutverki sínu, fjalla um flísarnar í augum stjórnarandstöðunnar en gleyma bjálkunum í eigin augum. Því er verið að fjalla um vantraust á þau.
![]() |
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |