Færsluflokkur: Orð dagsins

Orð dagsins...

...á Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir í leiðara 24 stunda í dag, þar sem hún fjallar um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu:

"Markmiðið með einkarekstrinum þarf að vera skýrt. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á að vera sjúklingunum, skattborgurunum og rekstaraðilunum öllum til hagsbóta en ekki aðeins þeim síðastnefndu."


Orð dagsins...

...á fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um spurningar umboðsmanns Alþingis til Árna Mathiesens, setts dómsmálaráðherra í héraðsdómararáðningamálinu mikla:

"Samkvæmt heimildum fréttastofu eru spurningarnar vel ígrundaðar og bréfið upp á nokkrar síður. "

Þar sem honum hefur þótt þetta fréttnæmt, hlýtur maður að spyrja, hvort fréttamanninum hafi þótt annað sem frá umboðsmanni kemur illa ígrundað og stuttaralegt?


Orð dagsins...

...á Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra þegar hann sagði á Alþingi í dag, að

"eina leiðin sem hann teldi færa í framtíðinni væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu."

Taldi hann að leiða yrði þessa umræðu til lykta á næstu misserum.

Ég get engan veginn skilið orð forsætisráðherra undanfarið með sama hætti, en það er hann sem fer með efnahagsmál þjóðarinnar. Einnig get ég engan vegin lesið þetta út úr stjórnarsáttmálanum, þar sem reynslan af EES samningnum er dásömuð.

"Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum."

Getur verið að ráðherra sé enn og aftur að tala sem þingmaður en ekki ráðherra, því ég þekki vel persónulegan hug hans til málsins. Hann verður að láta vita með hvorn hattinn hann er með þá og þá stundina, svo maður geti áttað sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar er og við hverju megi búast af henni.

Hins vegar er alveg rétt að peningamálastefnan er komin í öngstræti sem komast þarf út úr, þá fyrst með því að setja raunhæf verðbólgumarkmið, hugsanlega að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla eða myntkörfu. En fyrst og fremst þarf að ná tökum á efnahagslífinu.


mbl.is Eina leiðin að sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

...getur engin annar en Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson átt, þegar hann sagði

"ég hef axlað mína ábyrgð"

og vísar þar til þess að Björn Ingi sleit óstarfhæfu meirihlutasamstarfi við hann og hann missti borgarstjórastólinn í fyrsta skiptið, eftir að hann "lenti" í REI málinu.

Þetta er líklegast í fyrsta skipti sem einhver lendir í því að axla ábyrgð.


Orð dagsins...

...er lína borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í fréttum RÚV í kvöld

"við styðjum Vilhjálm meðan hann er oddviti"

Við hverju má hann þá búast frá þeim ef hann skyldi hætta? Það er kannski ekki skrítið að hann skuli þurfa að fara vandlega yfir stöðu sína!


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

...á Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, þegar hann sagði aðspurður um pólitíska stöðu Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar í sjónvarpsfréttunum áðan:

"Ég held að hún sé sterk"

Er þetta hin fullkomna afneitun?


Orð dagsins...

...á Ingibjörg R Guðmundsdóttir þegar hún lýsir ósamstæðri og stefnulausri ríkisstjórn á sinn varfærna hátt:

"Í þessari ríkisstjórn eru ólíkir flokkar og það hlýtur að auka breidd í afstöðunni. Við vitum ekki hvort það er gott eða slæmt, við vitum það ekki fyrr en samningar eru búnir. Fyrirfram tel ég að það sé af hinu góða. "

Hún virðist hlakka til að geta spilað á hina ýmsu ráðherra hennar út og suður til að ná fram betri niðurstöðu fyrir sína umbjóðendur. Vonandi fer ASÍ samt með þetta vald sitt af ábyrgð gagnvart efnahagsmálum þjóðarinnar.


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

...á borgarstjóri vor, Ólafur F Magnússon, í sjónvarpinu í gær, þegar hann sagði að:

"Kaupangur hafi viljað verulega hærri fjárhæð fyrir húsin og lóðirnar á Laugavegi 4 og 6 en borgin greiddi að lokum. Samningurinn hafi því verið hagstæður. "

Ef ég fer sem sagt fram á ofsalega fáránlega háa upphæð og þarf að slá af henni þannig að hún verði bara fáránlega há, er sá sem kaupir af mér að gera góð kaup.

Það kemur á óvart að ekki sé neina frétt að finna á mbl.is um þessa viðskiptasnilld nýja meirihlutans.


Orð dagsins...

... á pistlahöfundur Vefþjóðviljans í nýjustu færslu sinni:

"Stundum mætti ætla að þingmenn vinstri grænna leggi fram frumvörp í trausti þess að þau verði ekki samþykkt. "

Tel rétt að taka fram að ég er ósammála nálgun höfundar á mansalsumræðuna sem virðist þykja vændi og eiturlyfjaneysla eitthvað sem ekki eigi að berjast gegn, þar sem það sé hvort eð er svo útbreitt, en oft ratast kjöftugum...


Orð dagsins...

... er að finna í 26. grein sveitarstjórnarlaga:

"Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný."

Hvert ætli Kristján Möller myndi vísa valdinu í Reykjavík? Til Hafnarfjarðar?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband