Stjórnarmeirihlutinn tekur fjárlögin í gíslingu

Það er undarleg staða komin upp á Alþingi nú þegar stjórnarmeirihlutinn hefur tekið fjárlagagerðina í gíslingu til að koma Icesave-málinu í gegn.

Minnihlutinn ætlar með réttu að reifa málið vel í þingsal, enda var því þröngvað hálfunnu út úr nefndum, en vilja af ábyrgð að sú umræða tefji samt ekki önnur brýn mál, eins og fjárlagaumræðuna.

Það vill ríkisstjórnin ekki og stjórnarmeirihlutinn hlýðir og er þar með búið að taka fjárlagagerðina í gíslingu, til þess að koma þessum óskapnaði í gegnum þingið.

Hvað er þessi meirihluti eiginlega að hugsa? Ekki þjóðarhag, svo mikið er víst.


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistar kynda verðbólgubálið

Af öllum skattahækkunum eru hækkanir sem hafa áhrif á verðlag þær verstu. Þær koma við pyngju almennings á þrennan hátt, meðan hefðbundnar tekjuskattshækkanir fara beint í pyngju almennings, en þó bara einu sinni.

Hækkun á sköttum á vöru og þjónustu hækkar nefnilega verðlag, sem rýrir kaupmátt fólks beint, en hún hækkar einnig vísitöluna sem hækkar aftur vísitölutryggð lán og afborganir og ekki má gleyma því að hátt verðbólgustig gefur aðilum afsökun til að hækka eigin þjónustu og vörur.

Ríkissjóður hagnast aftur á móti á verðbólgunni, þar sem hann fær ekki bara hækkaða veltuskatta, meðan skattpíningin minnkar ekki veltu um of, heldur fær ríkissjóður einnig aukinn fjármagnstekjuskatt af verðbótum verðtryggðra innlána.

Fyrirkomulag vaxtabóta er með þeim hætti hér á landi að áhrifin virka ekki í hina áttina, vegna þess hámarks sem er ávaxtabótum, sem í flestum tilfellum er nýtt að fullu.

Sömuleiðis eru fjárlög gerð upp í fastri krónutölu, þannig að í rauninni er kyndingin á verðbólgubálinu dulin leið ríkisstjórnarinnar til að skera niður flatt.

Sósíalistaríkisstjórnin virðist því ekki í neinu hafa áhuga á því að halda verðbólgunni í skefjum, sem þó er forsenda fyrir því að fólk og fyrirtæki geti gert trúverðugar áætlanir og þori að hefja framkvæmdir og endurreisn og tryggja framtíðartekjuöflun þjóðarinnar.

Frekar pissar hún í skóinn í þeim blinda misskilningi að skattar búi til peninga.


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðgreiðslukerfið afnumið

Það er skelfilegt að kynna sér skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Þær eru afturhvarf til gamla kerfisins, áður en staðgreiðsla skatta var tekin upp.

Hún mun koma illa við þá sem ná tímabundið í tekjur, eða eru með óreglubundnar tekjur, eins og margir iðnaðarmenn eru með í dag, sem og sjómenn sem eru með afar mismuandi tekjur eftir árferði.

Nóg hefur Jóhanna Sigurðardóttir fjallað um vanda þeirra bótaþega sem endurgreiða hafa þurft bætur vegna óvæntra tekna eða mistaka í upplýsingagjöf, en nú er það allt gleymt.

Þegar aðrar leiðir eru færar, á ekki að fara í þennan óskapnað.


mbl.is Aukin skuldabyrði í skuldakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát skal höfð við hækkun skatta

Við hækkun skatta verður ríkisstjórnin að reyna í lengstu lög að láta hækkanirnar ekki hækka verðlag, því það slær tvöfalt í gegnum hækkun verðtryggðra lána

Að setja skatt á allt eldsneyti er eitthvað sem erfitt er að mótmæla – svo lengi sem aðrar álögur á bílaeldsneyti eru lækkaðar tilsvarandi þannig að það hækki ekki vísitöluna.

Reyndar hefði ég talið betra að leggja á flatan kolefnisskatt, í stað orkuskatta og hækkunar eldsneytisskatta þannig að rafskaut álveranna, kolabrennsla og önnur losun gróðurhúsaloftegunda sé skattlögð í anda “polluter pays principle”


mbl.is Sérstakur olíuskattur settur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ákvörðum er sú versta

Stöðugleiki er líklegast það verðmætasta sem rikisstjórnin getur gefið þjóð sinni.

Stöðugleiki þýðir að hægt er að taka ákvarðanir og ákvarðanir þýða framþróun, fjárfestingu, jákvæðni traust og neyslu. Allt grundvallaratriði og forsendur fyrir farsælli enduruppbyggingu samfélagsins.

Skattabreytingar til málamynda, til eins árs, þýðir að það verður enginn stöðugleiki. fólk veit ekki hvað býður þess, hvorki fyrirtæki né einstaklingar.

Þess vegna er það versta niðurstaðan að taka engar ákvarðanir, sem bráðabirgðaákvarðanir eru.

Þó þær hugmyndir sem lekið hafa út, líklegast vegna andstöðu einhverra stjórnarþingmanna, séu margar hverjar arfavitlausar, þá eru þær skárri en yfirlýstar bráðabirgðaákvarðanir.

Þær eru staðfesting á stjórnmálalegum óstöðugleika og það er það versta sem hver ríkisstjórn getur gefið þjóð sinni.


mbl.is Áfram rætt um skattamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntaskattur

Þessir blessuðu sósíalistar virðast ekki skilja skattkerfið og það þótt sjálfur skattstjórinn fyrrverandi sé innanborðs.

Því einfaldara sem skattkerfið er, því betra. Það virðast þessir herramenn ekki átta sig á.

Ef leggja á hærri hlutfallslegar álögur á þá sem hærri hafa tekjurnar þarf ekki að flækja kerfið. Mun eðlilegra er að leggja á hærri prósentu og hækka um leið persónuafsláttinn.

Væri gustuk að miða skattleysismörkin loksins við lágmarksframfærslu, útfrá sameiginlegum framfærslugrunni. Löngu þarft verkefni

En þessir herramenn verða líka að átta sig á því að þeir eru að letja fólk til náms, því ef leggja á hærri skattprósentu á þá sem fara í nám og eiga því færri ár á vinnumarkaðinum af þeim sökum eru þeir að greiðla hlutfallslega hærri upphæð af sínum ævitekjum í skatt.

Ef menn vilja endilega hafa þetta svona, er eðlilegt að afborganir af námslánum yrðu á móti skattfrjálsar.


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ekki að skýra hlutina fyrir ESB?

Það eru svo greinilega tvær ríkisstjórnir í landinu að okkur sem sjáum það ber skylda til að láta þá sem það ekki sjá og skilja vita af því.

Ráðherrar VG telja sig alls ekki bundna af orðum og gerðum ríkisstjórnarinnar og haga sér í samræmi við það, gefa út yfirlýsingar þvert á stjórnarsáttmálann og telja sig alls ekki bundna af þeim samningum sem ríkisstjórnin í heild sinni gerir, eins og stöðugleikasáttmálann.

Þegar ástandið er þannig ríkir ekki stjórnmálalegur stöðugleiki en hann er alger forsenda fyrir því að nokkur beri traust til okkar, hvort sem eru aðrar þjóðir, lánardrottnar eða íslenska þjóðin.


mbl.is Ummæli fjármálaráðherra vekja athygli í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband