Silkispuni Samfylkingarinnar
19.3.2009 | 23:44
Af hverju gat Jóhanna ekki einfaldlega tekið við Samfylkingunni á eigin forsendum og eigin metnaði, sem hún svo sannarlega hefur?
Mér þykir lágt leggjast fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur með því leikriti sem sett hefur verið á svið í tengslum við að hún taki nú við Samfylkingunni. Auðvitað átti hún einfaldlega að tilkynna strax að hún tæki við. Til þess hefur hún allt að bera, en manni býður í grun að spunameistarar hafi tekið völdin en gefist upp vegna ástandsinsi í fylkingunni.
Það að hún komi ekki fram á eðlilegan hátt opinberar að hún sé eini möguleikinn í stöðunni vegna þess að fylkingin er splundruð og þolir ekki alvöru formannskosningu. Lítil endurnýjun á framboðslistum staðfestir það einnig. Það eru allir fastir í sínum skotgröfum og þora ekki að skoða nýja hluti.
Það er leitt að sjá stjórnmálafylkingu í þessu ástandi.
![]() |
Jóhanna svarar kalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eru jafnréttislög brotin
18.3.2009 | 09:31
Eftir þessa kosningu í bankaráð Seðlabankans held ég að Samfylkingunni og Vinstri grænum væri hollast að taka út allt jafnréttistal úr sínum stefnuskrám.
Þau fara ekkert eftir því sem þau segja sjálf, þegar þau tilnefndu bara eina konu af fjórum í bankaráð Seðlabankans, 25%, meðan jafnréttislög miða við 40%.
- eða eins og Helgi Hjörvar sagði, það var annað þá, við vorum ekki í ríkisstjórn.
![]() |
Nýtt bankaráð Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlalög í undirbúningi
18.3.2009 | 09:17
Það var kominn tími til að þetta mál yrði tekið upp á ný.
Ég er ansi hræddur um að ef samflokksmenn hennar og þá sérstaklega samstarfsflokks hennar í ríkisstjórn hefðu, ekki komið í veg fyrir gildistöku fjölmiðlalaganna með fulltingi forseta Íslands, eins og þau voru orðin þegar þau voru samþykkt á Alþingi, væri staða íslensks þjóðarbús öðruvísi í dag.
En batnandi er hverjum best að lifa.
![]() |
Brýnt að samræma löggjöf um miðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þung er sleggja Jóhönnu
17.3.2009 | 20:12
Jóhanna Sigurðardóttir setur verulega niður þessa dagana, með því að fella sleggjudóma til hægri og vinstri.
Ég veit ekki betur en að sá banki sem Tryggvi Þór stýrði sé enn starfandi, meðan að stóru bankarnir eru komnir í þrot. Er það ekki merki um að sæmilega hafi verið staðið að málum?
Sömuleiðis er dómur hennar um efnahagstillögur Tryggva Þórs Herbertssonar, sem eru að flestu leiti samhljóða tillögum Framsóknarmanna, afar illa ígrundaður.
Á heimasíðu forsætisráðuneytisins voru eftirfarandi viðbrögð birt, málflutningur Jóhönnu Sigurðardóttur, sem fer með efnahagsmál þjóðarinnar, hafa verið jafn djúp.
Sérstaklega eru skammarleg viðbrögð hennar við 20% niðurfærslunnar.
"Slæmt á svo marga vegu"
Þvílikt og annað eins. Þvílíkir sleggjudómar.
Viðbrögð við efnahagstillögum Framsóknarflokksins og tengsl við samkomulag stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
1.Vextir verða lækkaðir í samráði við AGS
Stjórn peningamála er í höndum peningastefnunefndar. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að hún sjái möguleika til lækkunar vaxta, jafnvel þegar á næsta vaxtaákvörðunardegi 19. mars. Þessi ákvörðun er þó ekki undir stjórnmálamönnum komin.
2. Lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti
Seðlabankinn getur veitt undanþágur frá reglum sínum. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að slíkar undanþágur verðir veittar lífeyrissjóðum ef það er íslensku efnahagslífi til bóta.
3. Samið verði við erlenda kröfuhafa krónueigna
Unnið er að ætlun um linun haftanna í SÍ. Ríkissjóður getur ekki samið við erlenda eigendur krónubréfa sem stendur. Kostnaðurinn gæti orðið of mikill og hætta er á að tvöfalt gengi skapist eða að grafið verið undan höftunum.
4. Settur verði á fót uppboðsmarkaðuri með krónur
Ekki má hafa tvöfalt gengi. Það gengi sem myndaðist á slíkum uppboðum yrði gengi SÍ. Við núverandi aðstæður gæti krónan fallið hratt á slíkum markaði. Hugsanlega hægt að skoða einhvers knar útfærslur á 3 og 4 þegar aukinn stöðugleiki er kominn á.
5. Lokið verði við stofnun núju bankanna fyrir 1. apríl
Deloitte lýkur sínu mati 1. apríl. Oliver Wyman fær þá tvær vikur til þess að endurskoða það. Eiginfjárframlagið kemur 10 dögum síðar (25. apríl). Vonast er til þess að samningum við kröfuhafa og greiðslu frá nýju til gömlu bankanna ljúki 18. maí. Ekki hægt að flýta ferlinu þar sem það er ekki að öllu leyti undir okkur komið. Þó er reynt að flýta því eins og kostur er.
6. Kröfuhafar fái hlut í nýju bönkunum
Eitt af samningsatriðunum milli nýju (ríkisins) og gömlu bankanna undir stjórn Hawkpoint. Allt er á borðinu í þeim efnum en ríkisstjórnin ekki tilbúinn að skuldbinda sig til þess fyrirfram.
7. Sameining og endurskipulagning banka og fjármálastofnann
Þegar verið að vinna að þessu. Ætti að komast á fullt skrið með vorinu. Oliver Wyman hefur verið að koma með hugmyndir á þessu sviði. Allar hugmyndir, m.a. frá bönkum og fjármálastofnunum til skoðunar og miklar óformlegar viðræður víða í gangi.
8. Ríkið ábyrgist lán til skamms tíma á milli banka
Ríkið er þegar eigandi þriggja banka. Óvarlegt er að ríkið taki á sig frekari ábyrgðir (og ekki hægt undir AGS samningnum).
9. Aukning peningamagns í umferð
Mikilvægt að seðlabankinn taki afstöðu til peningamagns í samstarfi við AGS. Almennt nú talið betra að beita vöxtum en peningamagnsaðgerðum, a.m.k. eins og hér þar sem enn er verðbólguþrýstingur til staðar.
10. Heimild til skráninga hlutafjár í erlendri mynt
Myndi ganga gegn gjaldeyrishöftum og í raun brjóta þau niður.
11. Drög að fjárlögum til ársins 2012
Fyrstu drög komin og nánari drög vonandi til um mitt ár.
12.Samráðsvettvangur með útflutningsfyrirtækjum og atvinnugreinum
Ríkisstjórnin hefur reynt að stuðla að miklu samráði - bæði meðal forsvarsmanna ríkisstjórnar og hagsmuanrsamtaka og meðal embættismanna.
13. Ríkið verði bakhjarl vegna fjármögnunar útflutnigns.
Ríkið getur ekki tekið á sig frekari skuldbindingar.
14. Stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf
Jákvætt
15. Aðgerðir til að örva fasteignamarkað (hækkun hámarksláns)
Gæti verið jákvætt - en ólíklegt að það hefði mikil áhrif við núverandi óvissuástand.
16. Stimpilgjöld afnumin:
Hefði líklega lítil áhrif - og þyrfti að vinna upp með auknum tekjum annars staðar.
17. Skattar af eignum erlendis:
Hefur fjármálaráðherra ekki þegar lagt fram sams konar frumvarp.
18. 20% niðurvelling skulda
Slæmt á svo marga vegu.
![]() |
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pervisið fréttamat ljósvakamiðlanna
17.3.2009 | 09:15
Ég á ekki orð til að lýsa viðurstyggð minni á þessum Fritzl og gjörðum hans og ætla því ekki að reyna það.
En mér finnst fyrir neðan allar hellur að þurfa að vera með puttann á slökkvitakkanum allan matartímann og í hádeginu til að börnin mín þurfi ekki að heyra og sjá gerðir þessa manns.
Þær eru ekki fyrir börn.
Ég hef áhyggjur af þeim fréttastjórum sem meta það svo að þetta eigi heima í fréttatímum sem börn eru að hlusta á og horfa.
Held að það færi betur að taka meira af þeim jákvæðu fréttum af börnum og dýrum sem hafðar eru í lok 10 fréttanna í staðin fyrir þetta ógeð.
![]() |
Áfram réttað yfir Fritzl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðtogar eiga að tala í lausnum
16.3.2009 | 10:08
Ef Silfur Egils er dæmigert fyrir þá umræðu sem í vændum er næsta mánuðinn er enn og aftur að opinberast það algera gjaldþrot sem Samfylkingin stendur frammi fyrir.
Framsókn er eini flokkurinn sem hefur lagt fram tillögur til lausna á þeim bráðavanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir og hann er mikill. Ef betri tillögur kæmu fram á borðið, hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins sagt að hann myndi fagna þeim, en á þessum vanda eru engar algóðar lausnir, bara miserfiðar.
Samfylkingunni virðist algerlega fyrirmunað að tala í lausnum. Fylkingin bíður eftir því að aðrir komi með tillögur og leysi málin fyrir þau. Hingað til hefur lausnin verið að tala um ESB. ESB aðild muni leysa allt. Það má meira en vel vera að ESB aðild sé þjóðinni til hagsbóta til lengri tíma litið. En meðan heimilin og fyrirtækin eru á hraðleið í þrot og talið er í dögum og vikum er ekki hægt að syngja ESB sönginn. Umsóknaryfirlýsing gæti alveg hjálpað, en aðild breytir engu.
Fjármálakerfið verður að komast í gang til að fyrirtækin fari ekki í þrot. Þau fyrirtæki sem eru yfirskuldsett en eru annars í góðum rekstri verður að endurfjármagna eða koma í hendur nýrra eigenda, heimilin verða að sjá lausnir á þeim vanda sem þau standa frammi fyrir.
Þessu virðist Samfylkingin algerlega hafa gleymt, í það minnsta Árni Páll Árnason forystumaður flokksins í Kraganum. Ef marka má málflutning hans virðist hún bara vinna að málum sem hugsanlega geta hlýjað henni með stundarvinsældum. Sú hlýja sem kemur af því hlandi þverr fljótt í kuldanum sem í efnahagslífinu er. Þá þarf að míga aftur og aftur og aftur, þar til stækjan stendur af þeim langar leiðir. Stækja gjaldþrots án lausna.
Guðfríður Lilja stóð sig ágætlega og virðist búin að átta sig á því að það þarf að takast á við þau verkefni sem framundan eru. VG hefur að vísu ekki tamið sér að tala í lausnum, sem sést berlega á þeirri algeru persónuleikabreytingu sem Steingrímur J hefur orðið fyrir við að setjast í ráðherrastól, en batnandi mönnum er best að lifa.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir algerri endurnýjun og þarf frið til að endurskilgreina sig. Á meðan hann er óskilgreindur getur hann ekki komið að stjórn landsins, enda vissu væntanlegir samstarfsflokkar ekki við hvernig flokk verið væri að fá til samstarfs. Mannval helgarinnar virðist benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn stefni frá frjálslyndi til íhaldsstefnu og einangrunarstefnu, sem í þeirra munni heitir sjálfstæðisstefna.
![]() |
Nýir leiðtogar stíga fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Auðvelt fyrir Sunnlendinga
15.3.2009 | 09:44
Sjálfstæðismenn hafa með vali sínu á framboðslista gert Sunnlendingum lífið þægilegra, þá sérstaklega Árnesinga. Lista Sjálfstæðismanna munu margir eiga auðvelt með að velja frá, eins og hann er mannaður, þrátt fyrir glæsilegan forystumann.
Pólitískt líf Árna Johnsen hlýtur að verða sérstakt námskeið í stjórnmálafræðikennslu framtíðarinnar, en sunnlenska íhaldið er algerlega ótrúlegt þegar kemur að honum.
En valið á Árna og sú ómaklega útreið sem Kjartan Ólafsson fékk er mér algerlegamanni óskiljanleg og hlýtur að vekja marga til umhugsunar.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur tapar rússneskri kosningu
14.3.2009 | 21:12
Össur Skarphéðinsson var einn í framboði í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Af einskærri lýðræðisást tilkynntu Jóhanna og Össur að 1. og 2. sætið væru frátekin fyrir þau á blaðamannafundi.
Samt fær Össur einungis þriðjung atkvæða í 1.-2. sætið af þeim atkvæðum sem búið er að telja.
Ef önnur atkvæði eru á sömu leið er hann einn fárra stjórnmálamanna sem hafa tapað rússneskri kosningu.
Það hljóta að teljast skýr skilaboð.
![]() |
Röðin óbreytt hjá Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Illfærar leiðir að sameiginlegu markmiði
14.3.2009 | 15:38
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hver um annan þveran gagnrýnt efnahagstillögur Framsóknar.
Samt hafa þeir ekki komið fram með neinar þær tillögur sem gætu betur náð þeim markmiðum sem allir hljóta að vera sammála um, að reyna að bjarga eins mörgum heimilum frá hörmungum gjaldþrots.
Sú eina umræða sem fram hefur komið frá stjórnarflokkunum er að skoða beri aðstæður hvers og eins. Ekkert hefur komið fram um hvernig eigi að skoða þær eða hvaða úrræðum eigi að beita. Þessi Flanagan tók einmitt skýrt fram að það þó leið sem væri örugglega ófær.
Hvort það að fara nákvæmlega í 20% niðurskurð, með hámarki niðurfellingar á hvern og einn sé besta leiðin veit ég ekki. En meðan engin kemur fram með neinar aðrar tillögur er það besta tillagan sem fram hefur komið.
Það er kjarkleysi hins öfundsjúka og hugmyndasnauða að gagnrýna tillögurnar án þess að benda á aðrar betri.
Það er nefnilega engin tillaga í þessum málum algóð. Þær eru bara misjafnlega illfærar.
![]() |
Þjónkun IMF við stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Götótt samantekt um öryggismál
14.3.2009 | 10:02
Gegna sveitarfélögin og almannavarnanefndir þeirra engu hlutverki í öryggismálum þjóðarinnar? Bara almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og er búið að flytja slökkviliðin frá sveitarfélögunum til Umhverfisráðuneytisins?
Gegnir Vinnueftirlit ríkisins engu hlutverki í öryggismálum Íslands, eru stórslysavarnir í iðnaði öryggismálum óviðkomandi?
Þetta er það sem maður sér bara í hendingskasti við að renna augunum yfir yfirlitið í fréttinni og þar sem siglingavernd hefur verið algerlega undanskilin í skýrslunni er það hlutverk siglingastofnunnar heldur ekki tilgreint.
Því meira sem maður skoðar þessa skýrslu, því betur sér maður hversu illa hún er unnin.
Eins og ég hafði séð kostina í því að geta byggt á skýrslu eins og þessari við endurskoðun verndaráætlanna þeirra hafnaraðstaðna sem ég ber siglingaverndarlega ábyrgð á, get ég á engan hátt byggt á á þessari skýrslu. Hún er engan vegin nógu traust.
Reyndar segir þessi niðurstaða mér að löngu sé kominn tími til að einfalda þennan málaflokk á Íslandi, fyrst sérfræðingar á launum við að greina öryggiskerfið geta ekki náð yfirsýn yfir það.
![]() |
20 milljarðar í öryggið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)