Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frábært kosningabragð Tyrkja

Það skyldi þó aldrei verða að við Íslendingar yrðum kosnir inn í öryggisráð SÞ.

Ég var eiginlega alveg viss um að okkar möguleikar væru að engu orðnir eftir lát Jörg Heider, sem ég taldi fullvíst að héldi þjóðum heims frá því að kjósa Austurríkismenn.

En þá kemur þetta...

Tyrkir bomba nágranna sína, rétt fyrir kosningar til öryggisráðsins. Þvílíkt axarskaft hjá þeim.

Það er eins og þá langi einfaldlega ekki inn í öryggisráðið.


mbl.is Tyrkir varpa sprengjum á uppreisnarmenn í N-Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag fyrir forseta Íslands

Sterk grös gróa eftir sinubruna.

Nú mun fjöldi manns, vel menntað og duglegt og klárt stafsfólk, missa vinnuna í bönkunum.

Í því felast mikil tækifæri fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkum starfskrafti að halda.

Ég skora á forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að drífa sig út á völl, stefna til Seattle og tala við vin sinn, Bill Gates.

Microsoft hefði gott af því að njóta starfskrafta okkar og um leið er það í samræmi við þeirra stefnu að nýta endurnýjanlega orku í sinni starfsemi.

Friðrik Sophusson ætti að fara með forsetanum og gefa honum góðan díl fyrir gagnaver, ef Microsoft byggði upp þróunarmiðstöð á Íslandi í staðin.

Allir hagnast, fólk fær vinnu og flýr síður úr landi, Microsoft fær öflugt starfsfólk, samfélagið sparar atvinnuleysisbætur, orka er nýtt í mengunarlitla starfsemi og ímynd allra batnar.

Hott hott, af stað...


mbl.is Forsetinn hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóka þarf að passa sig

Í viðbrögðum við því áfalli sem við erum að verða fyrir núna, má niðurstaðan ekki verða sú að þeir einstaklingar sem fóru ekki fram úr sér í skuldsetningu verði jafnsettir þeim sem fóru fram úr sér.

Stýrivaxtalækkun er mikið meira en sjálfsögð, en ef lækka á yfirdráttarvexti umfram það, er verið að veita fólki sjálfdæmi um lántöku án greiðslumats.

Förum varlega í yfirlýsingum og aðgerðum. Hugsum málið til enda.


mbl.is Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar dýrmætt samkomulag

Þetta samkomulag við Hollendinga er okkur afar dýrmætt.

Ekki bara að það tryggir áframhaldandi góð samskipti við þessa vinaþjóð okkar, heldur setur hún breta í allt aðra samningsstöðu. Þeir geta ekki haldið fram sínum fáránlegu kröfum með sama þunga þegar annað ríki hefur gert samkomulag um að fylgja eigi EES-samningnum og búið er að ganga frá tæknilegri útfærslu greiðslnanna.

bretar hljóta að sjá ljósið.

Stjórnmálamenn eins og brown og darling eru stundarfyrirbrigði, en góð samskipti milli landa eru langtímahagsmunir. Þeir hljóta að meta þá hagsmuni meira.

Hótun brown um þjóðnýtingu eigna annara manna, eins og eignir Baugs í bretlandi, sýnir að hann vill halda skemmdarverkastarfsemi sinni gagnvart erlendum fyrirtækjum áfram.

Í framhaldinu sendir hann einkavin sinn Sir Green til að tala við Björgvin G Sigurðsson til að þvinga fram nauðungarsölu á eignum Baugs á spottprís.

Hvernig eiga erlend fyrirtæki, sama hvaðan þau eru, að þora að starfa á bretlandi meðan slík vinnubrögð viðgangast?


mbl.is Samkomulag náðist við Holland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða viðbragða Darlings fundin?

Maður á kannski ekki að vera að henda gaman að svona, en getur verið að ástæða þess að Darling misskildi og firrtist við Árna Mathiesen, hafi verið sú að Árni hafi talað skosku við hann?

Árni, sem lærði dýralækningar í Stirling í Skotlandi, hlýtur jú að tala kingjandi flottan hreim þeirra Skota.

Englendingar hafa jú sína fordóma gagnvart Skotum.

 


mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskipti siðaðra þjóða á eðlilegum nótum

Mikið er gott að sjá að Hollendingar séu að gæta sinna hagsmuna af sanngirni og eftir eðlilegum leiðum. Slíkt leiðir örugglega til farsællar niðurstöðu fyrir báða aðila.

...

Ég eyddi út því sem ég skrifaði svo í framhaldinu.


mbl.is Mjög vongóður um lausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá fyrir dyrum

Ég er virkilega hræddur, eftir að Ögmundur Jónasson varaði á heimasíðu sinni kröftuglega gegn því að IMF verði beðinn um hjálp, að íhaldið og VG myndi stjórn um að leita ekki til IMF og þjóðin verði einangruð.

Íhaldið, þeas heimastjórnarhluti Sjálfstæðsflokksins, sem hefur haldið frjálslynda hluta flokksins í gíslingu síðan Davíð Oddsson velti Þorsteini Pálssyni úr sessi, vill undir engum kringumstæðum þurfa að undirgangst skilyrði IMF, vill í blindni halda í krónuna og vill undir engum kringumstæðum hugsa til ESB. Lok lok og læs.

Af þeim ástæðum hefur IMF ekki verið tekið vel hingað til, þótt tilboðum IMF hafi ekki fylgt nein skilyrði á þeim tíma, að því að maður heyrir.

Af þeim ástæðum má Samfylkingin undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.

Það væru svik við þjóðina.

Ef íhaldið slítur verða frjálslyndir Sjálfstæðismenn að gera byltingu og mynda stjórn með Samfylkingunni og frjálslynda hluta Framsóknar.

Ef við lokum að okkur, munum við ekki endurheimta traust okkar um langan tíma og öll enduruppbygging landsins mun taka mun lengri tíma.


mbl.is Mesta hættan liðin hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meginmarkmið samninga við IMF

Í öllum samningum við IMF, aðra lánardrottna og öðrum aðgerðum næstu misserin verður eitt markmið að vera ofar öðrum:

Að tryggja að á Íslandi verði áfram gott fyrir ungt fólk að búa.

Það eru sameiginlegir hagsmunir lánveitenda og lánþega að halda sem mestri framleiðslu í gangi og hafa sem mesta vaxtarmöguleika og til þess þurfum við öflugt fólk.

Ef við missum mikið af fólki úr landi verðum við mikið lengur að ná okkur upp úr þeirri lægð sem við erum komin í.

Staðan í útlöndum er auðvitað ekki heldur neitt glæsileg, þannig að grasið er ekki hvanngrænt þar, en verðmæti okkar duglega unga fólks hefur líklega aldrei verið meira. Þannig er staðan einnig í útlöndum, sem munu örugglega reyna að ginna öflugt fólk til sín.

Auðvitað eigum við að standa við okkar skyldur gagnvart bretum og Hollendingum, sem og öðrum. Það segir sig sjálft, en einnig eigum við að gæta réttar okkar gagnvart bresku ríkisstjórninni, sem hefur ástundað þvílíka skemmdarstarfsemi gagnvart íslenskum hagsmunum að maður á ekki til orð.

Gott heilbrigðiskerfi, gott skólakerfi og skynsamleg velferð eru lykilatriði í því að halda unga fólkinu í landinu.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattarþvottur Samfylkingarinnar á erfiðum tímum

Í pistli á heimasíðu Samfylkingarinnar gerir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar ámátlega tilraun til að þvo Samfylkingunnar af þeim afdrifaríku mistökum sem óskýrar yfirlýsingar stjórnmálamanna og embættismanna um fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda um að standa við skyldur sínar gagnvart breskum innistæðueigendum og breska ríkisins.

Þessar óskýru yfirlýsingar notaði darling fjármálaráðherra og gordon brown í nauðvörn til að reyna að bjarga eigin skinni í aumingjaskap sínum.

Skúli skrifar:

"Þá er ljóst að yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld virkuðu sem olía á eldinn en þar gaf hann til kynna að erlendir lánadrottnar Landsbanka og Kaupþings myndu tapa lunganum af sínum kröfum.  Sjaldan hafa orð valdið jafnmiklum skaða í íslensku samfélagi en hann hleypur á þúsundum milljarða króna"

Reynir hann að koma allri sök á Davíð Oddsson, seðlabankastjóra.

Þarna er Samfylkingunni rétt lýst. Fer með sannleikann eins og henni sýnist og hleypur frá allri ábyrgð eftir því sem vinsældirnar liggja.

Skúli virðist alveg gleyma að halda því til haga að Össur Skarphéðinsson, starfandi leiðtogi Samfylkingarinnar og ráðherra í ríkisstjórn Íslands, reið á vaðið með yfirlýsingum í þessa veru, þegar hann segir að slá eigi varnarhring um Ísland og íslenska sparifjáreigendur.

"Þetta er það sem við verjum"

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður og þar með starfandi formaður Samfylkingarinnar lýsir því svo yfir í dag að hann vilji reka seðlabankastjóra, en samt er því ekki fylgt eftir.

Ef taka á mark á stjórnmálaleiðtoga sem er í ríkisstjórn, þýðir ekki að gagga úti í horni, orðum verða að fylgja aðgerðir. Það er aftur á móti ekki gert.

Annað er lýðskrum af verstu sort, eins og þessi grein Skúla Helgasonar framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar er.


mbl.is Brown sendi Geir Haarde bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið kemur sínum manni fyrir í stjórn Nýja Landsbankans

Það eru mér mikil vonbrigði að sjá að Árni Mathiesen hafi sett Böðvar Jónsson, aðstoðarmann sinn og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ inn í stjórn nýja Landsbankans.

Árni Mathiesen virðist ekkert vera að læra.

Nýjar stjórnir bankanna þurfa að taka ákvarðanir um hagsmuni margra og verður hlutleysi og vilji til faglegra ákvarðana að vera algerlega yfir allan vafa hafinn þegar ríkið hefur nú tekið yfir stjórn bankanna þriggja.


mbl.is ,,Mikill léttir að hafa fast land undir fótum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband