Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Vel að verki staðið
10.10.2008 | 14:59
Þrátt fyrir öll þau mistök sem gerð hafa verið í þessu bankahavaríi öllu, tek ég hatt minn ofan af því hvernig Geir og Björgvin hafa staðið að upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla.
Þetta er til fyrirmyndar, þótt bregðast hefði átt við ummælum Darlings strax sama klukkutíman og þau féllu. Hugsanlega hefði það getað bjargað Kaupþingi.
Embættismenn eins og Davíð Oddsson eiga aftur á móti að halda sig fjarri ljósi fjölmiðlanna, sérstaklega þegar þeir enda með því að tala banka í gjaldþrot og valda milliríkjadeilum, sem stjórnmálamenn geta svo ekki leiðrétt, enda eiga menn í útlöndum von á því að það sé eitthvað að marka það sem seðlabankastjórar segja, sérstaklega ef ráðherra í ríkisstjórninni hefur talað í svipaða veru, eins og Össur Skarphéðinsson gerði.
Davíð hefði betur nýtt sér sjálfgefinn eftirlaunarétt sinn. Það er að koma illilega í ljós núna að það þarf líklegast að hafa svona feita gulrót til að stjórnmálamenn séu ekki að planta sér sjálfir eða láta planta sér í feitum stöðum þegar þeir eru að brenna út í stjórnmálunum. Það borgar sig líklegast.
![]() |
Geir með blaðamannafund síðdegis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
bretar komnir í nýtt þorskastríð
10.10.2008 | 10:06
gordon brown, forsætisráðherra bretlands, hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau gangist í ábyrgðir fyrir allar innistæður breskra aðila hjá íslenskum bönkum í bretlandi. Fer hann fram á 20 milljarða punda í því sambandi.
Hótar hann því að allar eignir íslenskra fyrirtækja verði frystar til að ná fram kröfum sínum.
Það stenst náttúrulega ekki nokkra alþjóðasamninga og lýsir þvílíkri heimsku brown á ögurstundu.
bretland er sem sagt komið í nýtt þorskastríð við Íslendinga, þar sem þorskurinn er gordon brown.
Okkar næsta skref er að skapa ofsahræðslu meðal erlendra fyrirtækja í bretlandi, þannig að þau flýi umvörpum með fjármuni sína. Þau geta náttúrulega ekki treyst bretum fyrir horn með nokkurn hlut eftir þetta. Réttast væri að byrja á því að lista upp þau fyrirtæki í bretlandi sem hafa einhverja tengingu við Ísland, svo væri hægt að fara í tengingar við lönd sem eiga einnig innlánsreikningafyrirtæki í bretlandi. Það myndi þýða algert hrun bresks efnahags.
Öll heimspressan er hér, svo það er auðvelt að koma skilaboðunum á framfæri.
![]() |
Sendinefnd Breta væntanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er gordon brown að stúta bretlandi?
10.10.2008 | 09:15
Ekki nóg með að brown hafi neitað Íslendingum um aðstoð, heldur er hann í heimsku sinni, þvert á alla samninga, að fara fram á hluti við íslenska ríkið sem munu valda stórkostlegum skaða fyrir breta til lengri tíma litið, líklegast vegna eigin óvinsælda heimafyrir.
Ef hann ætlar sér að frysta innistæður og eigur allra Íslendinga í bretlandi er hann ekki bara að gerast ber um að ætla að reyna að nýlenduvæða Ísland, heldur er hann að sýna umheiminum að bretlandi er sama um alþjóðasamninga. Þeir hirði bara það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist.
Hver vill eiga viðskipti við slíka þjóð?
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill Björgólfur láta sjá sig aftur á Íslandi?
9.10.2008 | 23:44
Icesave Landsbankans hefur kostað Íslendinga fjármálalega æru sína næstu áratugina. Ráðamenn þjóðarinnar gulltryggðu það með fáránlegum yfirlýsingum sínum í framhaldinu, sem líklegast kostuðu okkur Kaupþing.
Við verðum lengi að byggja upp traustið og borga af þeim lánum sem ríkið þarf að taka vegna þessa alls.
Rétt áður en Icesave féll, voru erlendar eignir Landsbankans seldar Straumi, sem er að stórum hluta í eigu Björgólfanna. Það lítur út eins og þeir hafi reynt að flýja með verðmætin út úr Landsbankanum sem riðaði til falls, vegna Icesave. Það fall var fyrirséð þeim sem til þekktu og þar með þeim sjálfum, en falli Icesave var spáð í mín eyru fyrir nokkrum mánuðum síðan, en ég mótmælti þá þar sem ég hafði heyrt að þeir ætluðu að leggja öll innlánin fyrir til að styrkja grundvöll bankans, sem komið hefur á daginn að ekki var staðið við.
Samson er látið falla, til að láta líta út fyrir að þeir feðgar séu að tapa miklum hluta auðæfa sinna, en Björgúlfur Thor hefur nú lýst því yfir að eignir Novators séu ekki í neinu söluferli. Staðan sé trygg.
Björgólfarnir ætla sem sagt að reyna að komast upp með að setja Landsbankann á hausinn án þess að verða fyrir tilfinnanlegu tjóni sjálfir.
Það er eitthvað sem íslensk þjóðarsál á erfitt með að samþykkja.
Ég hef heyrt að Actavis sé uþb 1.000 milljarða virði, sem er af svipaðri stærðargráðu og tap þjóðarinnar á því að Kaupþing féll með hjálp Davíðs, Össurar og Árna Matt.
Eina leið þeirra feðga til að fá lendingarleyfi fyrir einkaþotunni og geta gengið óáreittir meðal Íslendinga í framtíðinni er að þeir greiði fyrir það tjón sem þeir hafa valdið þjóðinni, fyrst þeir eru borgunarmenn fyrir því.
![]() |
Bretar settu 1% í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég ákalla Samfylkinguna
9.10.2008 | 15:45
Þrátt fyrir eðlilega kröfu starfandi formanns ykkar og varaformanns um að skipt verði um í yfirstjórn Seðlabankans, megið þið undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.
Þið sömduð því miður af ykkur þingrofsréttinn í stjórnarmyndunarviðræðunum, sem skrifa má á reynsluleysi og ákafa, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur, í stað þess að boða til kosninga, auðveldlega samið við VG um myndun einangrunarstjórnar, þar sem landið lokaði sig af, öll eðlileg viðskipti við útlönd yrðu í skötulíki og þjóðfélagið færi á norður kóreskt stig.
Ræða Steingríms J Sigfússonar á eldhúsdegi var á þeim nótum að það er greinilega búið að tala við hann um stjórnarmyndun.
Það má aldrei verða.
Því verðið þið að þreyja þorrann og reyna að hafa eins jákvæð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og þið mögulega getið, jafnvel þótt Geir Haarderi brottvikningu Davíðs úr Seðlabankanum.
Gangi ykkur vel og Guð varðveiti Ísland.
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úr lagasafni Alþingis
9.10.2008 | 14:06
Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson ættu að fara að kynna sér þessa texta.
Almenn hegningarlög nr. 19 12. febrúar 1940
X. kafli. Landráð.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ...1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Lögreglulög nr. 90 13. júní 1996
5. gr. Ríkislögreglustjóri
2. Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru:
a. að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot,
b. að starfrækja lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi
Ég er ekki frá því að það hefði verið betra að fá flugskeyti send frá bretlandi en þá meðferð sem við fengum frá bretum í gær.
Takk Davíð!!! Takk Geir!!!
9.10.2008 | 06:32
Afleiðingar orða Davíðs Oddssonar um að við ætlum að haga okkur eins og ótýndir glæpamenn og standa ekki við orð okkar, virðast ætla að kosta Íslendinga upphæðir sem við, börn okkar og barnabörn okkar munu verða lengi að greiða niður.
Banki í góðum rekstri, með nægt laust fé, gott eignasafn og með góðan stuðning heimanfrá þolir ekki að seðlabankastjóri, sá embættismaður sem á að standa hvað harðast með þeim, lýsi því yfir að við ætlum að haga okkur eins og forfeður okkar á víkingatímanum og fara um nágrannalöndin rænandi og ruplandi.
Við slíkum yfirlýsingum er beitt lögum við hæfi:
Hryðjuverkalögum.
Framkoma Breta gangvart okkur er með þeim ólíkindum að það hlýtur að hafa djúpstæð áhrif á samskipti landanna, en þeim til varnar verður jú að hafa í huga að þeir eru vanir því að það sé að marka það sem seðlabankastjórar segja.
Geir H Haarde þarf að útskýra fyrir okkur sem erum Íslendingar í dag og eins þeim sem á eftir koma hví hann leggur traust sitt á slíkan mann, hví í ósköpunum honum er leyft að fara í fjölmiðla og hví í ósköpunum hann bregst ekki við yfirlýsingu seðlabankastjóra fyrr en fleiri, fleiri klukkustundum síðar. Ekki fyrr en skaðinn er skeður. Reyndar tók Geir undir orð hans og sagði allt í lagi að fara dómstólaleiðina! Allt í lagi!, Er ekki allt í lagi með menn?
Þetta hefði átt að leiðréttast fyrir miðnætti í seinasta lagi.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fleiri vinaþjóðir í austri
8.10.2008 | 15:54
Ein er sú þjóð sem við höfum hjálpað mikið og við eigum talsvert inni hjá.
Við höfum tekið á móti sendinefnd eftir sendinefnd sem hafa verið að kynna sér hvernig byggja eigi upp nútíma samfélag, hvernig byggja eigi upp heilbrigðiskerfi, skólakerfi og svo framvegis og framvegis.
Það er líklegast sú magnaðasta þróunaraðstoð sem við höfum veitt, þrátt fyrir að hún hafi ekki kostað okkur nema smáaura.
Við höfum átt góð og vaxandi viðskipti við þessa vinaþjóð okkar og hafa þau vera með miklum ágætum.
Þessi sama þjóð á þvílíkt magn peninga að brotabrotabrot myndi gera meira en að duga okkur til að skapa jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
Þetta er Kína.
Símanúmerið í sendiráðinu er 552 6751.
![]() |
Ríkisstjórn Íslands á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er þetta PR klúður búið að kosta?
8.10.2008 | 15:26
Að forsætisráðherra skuli ekki hafa svarað breska forsætisráðherranum og fjármálaráðherranum í þessa veru strax í morgun og bakkað út úr vitleysunni strax, er búið að kosta það að Kaupþing í Bretlandi hefur verið lokað í allan dag, sem þýðir þá líklegast að gert verður áhlaup á þann banka á morgun, umfram það sem þegar hefur verið gert.
Það var þá glæsilegur árangur.
![]() |
Eignir standi undir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afleiðing hálfvitagangs
8.10.2008 | 13:25
Þegar menn eins og Geir H Haarde og Davíð Oddsson voga sér að gefa út jafn hálfvitalega yfirlýsingu og þá að þeir ætli ekki að standa við ábyrgðir sem sannarlega hvíla á okkur Íslendingum, ábyrgðir sem grundvallaðar eru á EES samningnum, er ekki skrítið að Bretar fari í hefndar- eða þvingunaraðgerðir eins og þetta líklegast er. Tölum seinna um hvernig stóð á því að þessar ábyrgðir voru heimilaðar, en við erum komin út í ána og það er ekkert annað að gera en að halda áfram.
Nú er ekkert annað en að ganga í ættarsilfrið og standa við orð okkar.
Orðspor okkar til áratuga er í veði og hvers eiga komandi kynslóðir að gjalda að við höfum komið þessum mönnum til valda?
![]() |
Kaupþing í London í greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)