Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Einkavætt heilbrigðiskerfi í dag?

Geir H Haarde sagði á fundi í Valhöll að með nýrri ríkisstjórn væri hægt að gera hluti sem ekki hefði verið hægt í samstarfinu við Framsókn.

Við höfum fengið örlítinn smjörþef af því nú þegar. Meiri einkarekstur.

Ef íhaldið hefði haft Heilbrigðisráðuneytið síðustu 12 árin, væru læknastofurnar á leiðinni á hausinn hver af annarri, skuldsettar upp í rjáfur vegna kaupa á tækjum og flotti, nema samningarnir við þær hefði verið með þeim mun meiri ólíkindum.

Þá væri verið að fresta aðgerðum, biðlistar að hrannast upp og heilbrigðiskerfið lamað, meðan ríkið væri að koma sér upp aðstöðunni á nýjan leik.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar fest

Verdur 7. október dagurinn sem vid tókum upp Evru?
mbl.is Fréttir af rússnesku láni hresstu krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjör eða uppgjöf draumsins um hinn alfrjálsa markað

Frjálshyggjupostularnir hljóta að sýta þessa niðurstöðu og telja henni allt til foráttu, þótt þeir þegi nú þunnu hljóði.

Þeir segja að allt inngrip í markaði sé af hinu slæma, það sem hafi orsakað þessa kreppu og öll inngrip muni bara auka enn á vandann.

Það megi alls ekki grípa inn í markaðinn, hann eigi að sjá um þetta sjálfur og hann geti það. Hið sama ætti að eiga við hér, ríkinu beri sem sagt að Haardera, eða eins og Hannes Hólmsteinn sagði á laugardaginn var:

"Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað mistækir"

Það er rétt. Markaðurinn getur alveg séð um sig sjálfur,

  • ef þér er alveg sama um afdrif þeirra sem eru á markaðnum, þá líklegast með þeim rökum að þeir hafi vitað af áhættunni sem þeir voru að taka,
  • ef þér er sama um þá staðreynd að þeir sem eru að taka ákvarðanir á markaði bera ábyrgð á aðilum, t.d. fjölskyldu sinni og afkomendum fæddum sem ófæddum, sem enga hugmynd hafa um ákvörðun þína,
  • ef þú trúir því að hægt sé að koma á kerfi þar sem allir á markaðnum hafi allar upplýsingar á sama tíma,
  • ef þú trúir því að menn misbeiti ekki valdi og upplýsingum,
  • ef þú trúir því að ef allir taki ákvarðanir sem eru þeim sjálfum fyrir bestu í þrengsta skilningi, þá sé það heildinni fyrir bestu, óháð áhrifum ákvörðunar hvers og eins á náungann.

Þetta fer nefnilega allt saman einhvernvegin.

Það er líklegast grundvallarkennisetningin og hún stenst, þetta fer allt saman einhvernvegin, einhver mun jú eiga eitthvað á endanum. Kapítalismanum er bara sama hver það er og hvernig öðrum reiðir af.

En sú kennisetning byggir því á annari skilgreiningu á því hvað sé samfélag en ég get fellt mig við.

Ég vil búa í samfélagið þar sem við komum hvort öðru við og á því eiga ákvarðanir stjórnvalda að byggja.

Guð gefi að þessar ákvarðanir stjórnvalda geri það sem best.


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gíslataka Ögmundar í hjartastoppi fjármálalífsins

Er í Svíþjóð að reynda að fylgjast með málunum. Tók út gjaldeyri í reiðufé í gærkvöldi til öryggis.

En það að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, skuli misnota formennsku sína í BSRB og þá stjórnarsetu sem henni fylgir til að taka ríkisstjórnina í gíslingu og heimta uppskiptingu bankanna, eru þvílík vinnubrögð að mér koma í hug orð sem ekki eiga heima á prenti.

Forsætisráðherra hefur einnig brugðist, með því að ná ekki lendingu í málunu og koma með trúverðuglegt útspil í stöðunni, þrátt fyrir gíslatöku Ögmundar. Annað hvort með því að átta sig ekki á stöðunni eða, ef hann hefur áttað sig á stöðunni, að koma þeim sem að málinu koma í skilning um alvarleika málsins. Það að bregðast við málinu svona seint, þrátt fyrir margendurtekin varnaðarorð, hefur nefnilega gefið þeim sem hjálpað geta, þær ranghugmyndir að þeir séu í einhverri samningsstöðu

Nú er ekkert annað fyrir hann og aðra en að girða sig í brók og koma málum í lag. Það eru allir að tapa. Það getur enginn grætt á svona ástandi.

Í framhaldinu væri svo hægt að fara í æfingar eins og að skipta um ráðherra, stjórn, boða til kosninga og ég veit ekki hvað.

En þegar einhver er í hjartastoppi þýðir ekkert að fárast yfir því hvort hann lifað heilbrigt fram að því eður ei, né hvernig best verði að haga sér í endurhæfingunni. Það verður að hnoða. Ef það er ekki gert, skiptir restin engu máli.


mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er íhaldið að snúa sér til Brussel?

Það að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar skuli nú vera að koma til fundar gæti verið vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að taka ákvarðanir sem eru ekki lige ud af landevejen samkvæmt þeirri stefnu sem hann hefur verið að fylgja hingað til.

Hvað gæti það verið?

  • Er verið að taka beygju til Brussel?
  • Er verið að veita lífeyrissjóðunum einhver kjör eða með skilyrðum sem eru harkaleg?
  • Er verið að breyta yfirstjórn Seðlabankans?
  • Mun eitthvert samseðlabankalánið kosta peningalegt sjálfstæði?
  • Á loksins að fara í að endurskoða peningamálastefnuna?

Tíðinda er örugglega að vænta innan tíðar.

Við skulum vona að þessar fréttir tryggi góðar fréttir kl 9 í fyrramálið.


mbl.is Fjölgar í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð svarar Þorgerði Katrínu

Það er afar merkilegt að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar segja frá viðbrögðum Davíðs Oddssonar við þjóðstjórnarumræðunni sem lak út af ríkisstjórnarfundi, sem er trúnaðarsamkoma og gagnárás hans á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Við skulum muna að Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og yfirmaður RÚV, réðst mjög harkalega á Davíð Oddsson, í viðtali á Stöð 2 þann 2. okt og sagði hann verið kominn langt út fyrir sitt verksvið með svona ummælum.

Hún staðfestir í því viðtali að hann hafi lagt þetta til á ríkisstjórnarfundi og lýsti frati á þessa meintu skoðun hans, í stað þess að gera það sem rétt hefði verið, að vísa til þess að ríkisstjórnarfundir væru trúnaðarfundir.

Stöð 2 spilar allt sem Davíð hafði um þetta mál að segja í dag. Þar kemur skýrt fram að fyrst búið væri að brjóta trúnað, hefði Davíð lýst því á fundinum að hann væri á móti þjóðstjórn en hafi einnig lýst því þar að þeir sem væru hlynntir þjóðstjórnum, væru aðstæður til þess núna "þeir sem telja að ég hafi þarna verið að leggja til þjóðstjórn, þeir hafi verið verulega utanvið sig á fundinum."

-  þetta er ekkert annað en hnitmiðað fast davíðskt skot á Þorgerði Katrínu, sem sagði á föstudaginn hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið með þessum ummælum sinum.

En RÚV segir aðra sögu með sama viðtali, þar sem sagt er að hann sé á móti þjóðstjórn, en bara er spilað "og ef að menn sem hlynntir væru þjóðstjórnum, þurfa aðstæður í landinu, til að bjóða upp á slíkt þá væru þær aðstæður núna".

- sem sagt er látið liggja að því með uppsetningu fréttarinnar að hann hefði verið að leggja þetta til.

Ætli staða Þorgerðar Katrínar gagnvart RÚV hafi eitthvað með þessa framsetningu að gera?

mbl.is fer ekki einu sinni rétt með, þegar skrifað er að Davið hafi sagt að "Við sérstakar aðstæður gæti þó reynst nauðsynlegt að mynda slíka stjórn"


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin raunverulega þjóðstjórn

Það er greinilegt að ASÍ og SA ásamt lífeyrissjóðunum, sem eru undir stjórn þeirra, eru hinir raunverulegu gerendur í íslenskum stjórnmálum í dag.

Þegar fulltrúar þeirra koma svo á fund ríkisstjórnar Íslands er vonandi að ráðherrar hennar átti sig betur en í vor á því að hún þarf að gera meira en að lepja te og hlusta. Það þarf að taka mark á þeim og ræða við þá, leggja fram hugmyndir og komast að sameiginlegri niðurstöðu.

SA, ASÍ og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eiga nú að mynda þjóðstjórn í efnahagsmálum.

Aðrir aðilar, eins og stjórnarandstaðan, sérfræðingar stjórnarráðsins, Seðlabankans, bankanna, HÍ og fleiri aðila eiga svo að koma að með sínar greiningar, tillögur og álit, en ákvarðanirnar á að taka við borð þessarar þjóðstjórnar.

Staðan eins og hún er nú hlýtur að fá ráðherrana til að stíga niður úr fílabeinsturninum og taka þátt í íslensku þjóðlífi, því annars er eins víst að SA og ASÍ fari í eigin ráðstafanir óháð ríkisstjórninni sem þar með utan þessarar þjóðstjórnar.


mbl.is Fundi frestað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð áhrif ástandsins...

Getur verið að kreppan sé að hafa þau jákvæðu áhrif að lús er ekki nærri eins útbreidd núna og í fyrra?

..enda utanlandsferðir ekki eins tíðar nú.


mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skipta um hest í miðri á

Jafnvel þótt ég sé sannfærður um það að það væri landi og þjóð til heilla að Framsókn væri í ríkisstjórn, væri glapræði að hringla í stjórnarsamstarfinu eða yfirstjórn Seðlabankans akkurat núna.

Þeir sem eru best inni í málum eiga að halda áfram, tryggja fjármálastöðugleika með öllum ráðum, útvega stórt lán, fá lífeyrissjóðina með okkur í lið og gera samninga við erlenda seðlabanka.

Að því loknu eiga þeir að gefa þjóðinni skýrslu um hvað í veröldinni fékk þá, ein stjórnvalda í hinum vestræna heimi, til að bregðast ekkert við alþjóðlegri fjármálakreppu fyrr en öll ljós voru orðin rauð og hvað það hefur kostað þjóðina.

Í framhalidnu er svo rétt að skoða hvað eigi að gera...


mbl.is Ræddu aldrei stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð vill að menn tali varlega

Það er gott að sjá að Davíð skuli nú tala um að menn ættu að tala varlega.

"Sá vandi sem við erum að glíma við núna hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með krónuna að gera. [...bara þá sem vilja selja hana fyrir gjaldeyri] Þannig að ég held nú að ábyrgir aðilar ættu nú að gæta sín og ég er mjög hissa þegar ég sé talsmenn banka eins og Greiningardeildar Glitnis tala um að menn séu í vandræðum vegna Íslandsálagsins, eins og það er kallað [Voru Glitnismenn ekki í vandræðum?]. Þetta er afskaplega ósvífin yfirlýsing vegna þess að Ísland er skuldlaust land, en Ísland er ekki að fá lán á þeim kjörum sem það vill vegna bankaálagsins, þannig að menn verða að hafa hlutina í réttu samhengi [...athyglisvert að hann skuli hafa þjóðnýtt bankann í framhaldinu, en ekki veitt þrautavaralán til að hann gæti haldið áfram]. Ísland er ekki vondur stimpill fyrir bankana, en í augnablikinu þá á Ísland erfitt með að taka lán vegna þess að menn óttast að Ísland kunni kannski að þurfa að bera ábyrgð á skuldum bankakerfisins. Þannig að það er til ákveðið bankaálag en það er ekkert Íslandsálag til. Þannig að menn verða að gæta sín og tala um hlutina með réttum hætti."

"Atlagan gegn krónunni sem verið hefur er afskaplega ógæfuleg og óskiljaleg í rauninni og menn eiga ekki að leyfa sér hana um þessar mundir. Sjálfsagt er að ræða öll mál, Evrópumál, gjaldmiðlamál og þess háttar mál, en menn eiga ekki að láta það trufla sig og gefa í skyn og gefa fólki til kynna að menn geti leyst úr einhverjum vandamálum, sem menn eru með núna, með einhverjum töfraráðum af því bragði. Það eru lýðskrumarar af versta tagi sem þannig haga sér og maður hlýtur að hafa á þeim mikla skömm og mikla fyrirlitningu"

Þetta er brot úr viðtali við Davíð Oddsson á Stöð 2 um daginn.

Hvað er hægt að kalla aðgerðarleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka sem ekki hafa í allt sumar viljað nýta þær heimildir sem fyrir liggja til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þar með krónuna?

Er það ekki atlaga?

“Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn í heiminum sem ekki hefur stigið inn með einhverju móti til að aðstoða fjármálageirann. Tilfinningin er sú, að Seðlabanki Íslands sé bara hvergi, sé bara ekki til staðar,” er haft eftir Beat Siegenthaler, helsta greinandans hjá TD Securities í London.

Var Davíð að tala varlega þegar hann talar um mikla skömm og mikla fyrirlitningu?

Gott að hann sé búinn að læra...


mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband