Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Er brottreksturinn í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar?
3.7.2008 | 21:49
Það er undarlegt að fylgjast með afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á umsókn Paul Ramses Oduor um pólitískt hæli á Íslandi í ljósi þessarar setningar í ríkisstjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar:
Mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verða nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu.
![]() |
Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takmörkun á aðgengi að ferðamannastöðum það sem koma skal?
2.7.2008 | 19:32
Það eru margar spurningar sem vakna í tengslum við þessa ákvörðun Kerfélagsins.
Réttur almennings til frjálsrar farar um landið er skýr í lögum, en spurning er hvort sama gildi um átroðning af völdum atvinnustarfsemi. Mér finnst sitthvað geti gilt, enda greiða þeir sem hafa tekjur af því að láta menn horfa á Kerið ekkert til eigenda þess, þrátt fyrir að það liggi augljóslega fyrir að átroðningur af völdum ferðamanna kalli á framkvæmdir til að vernda það með lagningu göngustíga og útsýnispalla.
Kerfélagið sýnir að þeir bera réttmæta virðingu fyrir eign sinni og eðlilegt að þeir vilji vernda hana, en spurning er hvort þeim sé heimilt að gera hana að beinni féþúfu. Spurningin er hvort ramminn í kringum þetta sé nægjanlega góður og í raun og þarf í framhaldinu að taka ákvörðun um hvort fara eigi kapítalíska eða samfélagslega leið.
Það er alveg ljóst að á mörgum vinsælum ferðamannastöðum er alls ekki nóg að gert til að vernda svæðin og fara í þær framkvæmdir sem þarf til að vernda svæðin fyrir átroðningi ferðamanna. Úr því þarf að bæta og koma upp sanngjörnu og um leið einföldu kerfi.
Fara þarf vel yfir þetta á komandi þingvetri.
Vonandi verður þetta kært sem prófmál, þannig að löggjafinn geti farið gaumgæfilega yfir málið í framhaldinu.
![]() |
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Götótt greining á hryðjuverkaógn
1.7.2008 | 15:04
Það er full ástæða til að taka greiningu ríkislögreglustjóra gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi alvarlega og bregðast við henni á ábyrgan hátt.
En það sem stingur í augun er að skýrslan, í það minnsta sú opinbera, fer ekkert inn á þá hryðjuverkaógn og þau hryðjuverk sem þó hafa verið framin á Íslandi, en það eru umhverfishryðjuverk.
Í svipinn man ég eftir tveimur slíkum en ég er nokkuð viss um að þau séu fleiri. Árið 1970 sprengdu heimamenn í Mývatnssveit stíflu í Laxá góðu heilli og 1986 sökkti Sea Shepherd hvalbátum og unnu skemmdir á hvalstöðinni í Hvalfirði.
Þessir atburðir falla klárlega undir skilgreininguna á hryðjuverkum, eins og alþjóðasamfélagið hefur sett hana og því skrítið að ekkert skuli minnst á þá ógn.
Þarf t.d. ekki að meta ógnina af því að einhver sprengi Kárahnjúkastíflu, með þeim hamförum sem það gæti valdið?
![]() |
Aukin umsvif glæpahópa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baugsmálið: Af hverju stígur Þorsteinn Pálsson ekki fram?
29.6.2008 | 17:49
Viðtal Agnesar Bragadóttur við Jón Ásgeir Jóhannesson í sunnudagsblaði Moggans var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Stærstur hluti þess var eðlilega endurtekning á hlutum sem hann hefur þegar tjáð sig um og það ætti heldur ekki að koma á óvart að hann skuli ætla með einhver fyrirtæki úr landi í kjölfar dómsins. Hlýtur 365 að standa þar ofarlega á blaði og að því loknu hef ég trú á að sett verði fjölmiðlalög án mikilla mótmæla.
En það sem var merkilegt var sú yfirlýsing hans að þingmenn, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og fyrrveranda forsætisráðherra hefðu staðfest við hann að upphaf rannsóknarinnar mætti rekja til pólitískrar íhlutunar. Það þarf ekki að beita flókinni útilokunaraðferð til að komast að því að með fyrrverandi forsætisráðherra á Jón Ásgeir við Þorstein Pálsson, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins og starfsmann Jóns.
Af hverju hefur Þorsteinn, sem getur varla skuldað Davíð eða öðrum af þeim sem liggja undir grun að hafa beitt pólitískum áhrifum sínum í þessu máli neitt, ekki stigið fram og opinberað vitneskju sína, eða er þetta kannski oftúlkun hjá Jóni Ásgeiri?
Við þessu hljótum við að fá svör fljótlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hávær mótmæli Sjálfstæðismanna gegn eigin forystu
28.6.2008 | 22:09
Það er greinilega þung undiralda í Sjálfstæðisflokknum. Mótmæli gegn núverandi forystu flokksins eru hávær, ef rýnt er í hefðbundið tungutak þeirra og það borið saman við það sem maður á að venjast. Þögn þeirra um ágæti þeirrar ríkisstjórnar sem flokkurinn tekur þátt í er alger og lýsir vel þeirri óánægju sem virðist helst beinast gegn ráðherrum hennar, þá aðallega forsætisráðherra, Geir H Haarde.
Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár hafa nefnilega reglulega fengið að líta greinar og yfirlýsingar frá Sjálfstæðismönnum, þingmönnum sem óbreyttum, þar sem verk flokksins eru mærð, stefna hans og gæði öll. Yfirleitt er er Morgunblaðið vettvangurinn, en einnig aðrir miðlar.
Nú kveður svo við að það eru nánast engar slíkar greinar birtast í fjölmiðlum og skrifa þingmenn flokksins nánast engar greinar nema til að svara fyrir sig eða að ráðast á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn. Engin sókn eða kynning, nema greinar sem ganga þvert gegn forystunni, eins og ESB greinar Guðfinnu Bjarnadóttur og Ólafar Norðdal. Nú ætla ég ekki að tala um sjálfstæðismenn í atvinnulífinu, það væri of langt mál.
Hagstjórnargrein Illuga og Bjarna Ben eru það eina sem ég man eftir að hafa séð af umræðu um efnahagsmál í langan tíma, ekkert hefur komið fram síðan, nema það litla sem hefur komið frá Geir H Haarde og fæst af því hefur verið markvisst eða komist til framkvæmda fyrr en eftir dúk og disk. Líklegast virðast þeir ekki vilja bendla sig við þá efnahagsstjórn sem flokkurinn stendur fyrir. Lái þeim hver sem vill.
Hreinar og klárar árásir þingmanna á samstarfsflokkinn er einnig merki um að þeim líði illa, séu að hugsa sinn gang og láti því illa að stjórn forystunnar.
Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með því hve lengi þingflokkur Sjálfstæðismanna mun þola núverandi ástand og hvenær þeir krefjast breytinga...
Ólíklegt að olíuverð fari yfir 150 dollara
27.6.2008 | 09:29
Ég á bágt með að trúa því að olíuverðið hækki til mikilla muna til viðbótar. Í mesta lagi í 150 dollara.
Ef verðið fer hærra, mun hvatinn til að færa sig yfir í aðra orkugjafa og orkubera aukast sem því nemur og það dregur jú úr eftirspurn eftir olíu.
Þeir aðilar sem hafa fjárfest í olíuvinnslu þurfa að fá þær fjárfestingar til baka og til þess þarf eftirspurn.
Því tel ég afar ólíklegt að OPEC hleypi verðinu mikil meira upp, þótt það sé freistandi vegna stundargróðans, en það mun koma niður á þeim til lengri tíma litið.
Ekki að umhverfið myndi sýta það.
![]() |
Verð á hráolíu yfir 141 dal tunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengisfelling til að knýja fram Evruskráningu?
25.6.2008 | 12:02
Getur verið að gjaldfelling krónunnar undanfarið sé ekki einungis bönkunum hagstæð vegna ársfjórðungsuppgjörsins, heldur ekki síður sem þrýstingur á Seðlabanka Íslands að heimila þeim að gera upp í Evrum?
Seðlabankinn og forsætisráðherra hamast hins vegar á móti, því sú heimild er jú enn eitt skrefið í átt til óbeinnar Evruvæðingar íslenska hagkerfisins.
Eins og venjulega borgar almenningur stríðskostnaðinn...
Það væri fróðlegt að sjá samantekt á því hver hann er orðinn.
![]() |
Bankarnir fá 80 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er best að veiða ekki neitt í góðu veðri
24.6.2008 | 15:45
Dýrin í skóginum eiga að vera vinir
22.6.2008 | 19:32
Heill þér áttræðum Steingrímur.
Fyrirlestrar dagsins sýndu svo ekki verður um villst hversu góður og framsýnn stjórnmálamaður Steingrímur Hermannsson er. Ætla ekki að reyna að endursegja þá, en þau voru mörg framfaraverkin sem unnin voru í forsætisráðherratíð hans. Ber það helst að nefna EES samninginn sem var unninn í tíð hans, sem Jón Baldvin fékk að leggja lokahöndina á, þjóðarsáttirnar 1986 og 1990 sem kváðu niður verðbólgudrauginn og sköpuðu þann stöðugleika sem undanfarið hagvaxtarskeið byggir á, auk þess sem staða Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu var styrkt með stofnun embættis ríkisendurskoðanda, Umboðsmanns Alþingis og Umhverfisráðuneytis.
Í ávarpi sínu til okkar ráðstefnugestanna fannst mér Steingrímur lýsa afar vel af hverju hann var jafn farsæll forsætisráðherra og raun var. Hann bar virðingu fyrir samferðamönnum sínum í stjórnmálunum og leit ekki á þá sem andstæðinga, hlustaði á rök þeirra og hafði sjálfstraust til að viðurkenna að hans skoðanir voru ekki alltaf þær einu réttu, enda hann brúarsmiður sem á fáa sína líka í íslenskri stjórnmálasögu. Í því er fólginn mikill styrkur.
Með það viðhorf er mun auðveldara að ná árangri í samstarfi við aðra stjórnmálaflokka og eitthvað sem þeir stjórnmálamenn sem eru í framlínunni í dag mættu læra af, að dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
![]() |
Steingrímur Hermannsson 80 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2008 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð sinnaskipti hjá ríkisstjórninni - hver verða viðbrögð bankanna?
20.6.2008 | 00:53
Jóhanna Sigurðardóttir er enn og aftur að sanna sig sem einn ábyrgasti stjórnmálamaður nútímans.
Tillögurnar sem nú hafa verið kynntar eru hófstillt skref í rétta átt, það hefði verið óskynsamlegt að ganga lengra á þessum tímapunkti.
Eru þær í takt við þær tillögur sem Framsókn, með Hall Magnússon í broddi fylkingar, hefur verið að leggja til frá því fyrir jól og getur maður alveg séð eftir þeim fjármunum sem hefðu sparast, hefði verið hlustað á þær strax þá. En vonandi eru ráðherrarnir nú búnir að læra að hlusta á góð ráð ábyrgs flokks sem hefur ekki misst sig í lýðskrumi og ofloforðum.
Jóhanna hefur nú náð að beygja íhaldið og vonandi fengið það til að sjá ljósið í þeim verðmætum sem samfélagið á í Íbúðalánasjóði, verðmæti sem ekki væru til staðar nema í gegnum sameignina á honum. Hingað hefur íhaldið lagt lykkju á leið sína til að ófrægja sjóðinn og kennt honum um allt að sem aflaga hefur farið í íslensku efnahagslífi, þrátt fyrir að hafa ítrekað verið leiðrétt með það, þannig að Jóhanna er þarna virkilega að sýna styrk sinn.
Það svigrúm sem bönkunum verður gefið með því að kaupa lán af þeim verða þeir að nýta á ábyrgan hátt. Hjól litilla, millistórra og stærri fyrirtækja verða að fara að snúast á ný á eðlilegan hátt með bættu aðgengi að fjármagni, en algert frost hefur verið á lánamarkaði undanfarna mánuði, bæði vegna utanaðkomandi aðstæðna, en ekki síður vegna óvissu sem ríkisstjórnin hefur skapað með ósamstilltri og hikandi framgöngu sinni. Nú reynir á bankana, en ég á bágt með að trúa því að þeim verði veitt svona tækifæri í bráð, misnoti þeir það.
Óábyrgar aðgerðir og yfirlýsingar annarra ráðherra, þá sérstaklega forsætisráðherra um að hætta að kaupa húsnæði og miklar væntingar vaktar af viðskiptaráðherra í tengslum við stimpilgjöldin, sem svo var bara leyst til hálfs, osfrv. Yfirlýsingar formanns og varaformanns fjárlaganefndarmanna um brostnar forsendur fjárlaga voru svo ekki til að bæta ástandið.
Útgáfa ríkisskuldabréfa er og afar góður hlutur, um að gera að setja ekki of mikið inn of hratt, því þetta eru dýr skuldabréf, þurfa að bera amk 16% vexti. Ef þessar aðgerðir styrkja gengi krónunnar, ætti verðbólguhraðinn að fara að minnka og hægt verður að hefja vaxtalækkunarferli og þar með væri næsta útgáfa ríkisskuldabréfa ekki að þurfa að vera eins dýr.
En á næstu vikum þurfa að koma fram fleiri skref, skipuleg skref sem geta sannfært fólk um að ríkisstjórnin hafi einhverja hugmynd um hvað hún sé að gera. Að hún hafi yfirsýn og ætli sér að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Skref sem slá á verðbólguna, sem yrði aftur til að hægt væri að hefja skipulagt vaxtalækkunarferli, sem aftur ætti að slá á verðbólguna, því með þessum okurvöxtum er einungis verið að auka framleiðslukostnað í samfélaginu, sem hlýtur að fara út í verðlagið, þannig að þessi slæma hringverkun fari að snúast við og vinda ofanaf vitleysunni.
![]() |
Breytingar á Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |