Samfylkingin fer framúr sjálfri sér í ESB málum

Sigmundur Davíð hefur allar ástæður til að vera á varðbergi gagnvart Evrópusambandsaðildarumsóknarþingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.

Ályktunin sjálf, sem er hinn bindandi texti, er algerlega opinn tékki fyrir Samfylkinguna að haga málum og standa að samningaviðræðum eins og hana lystir.

Greinargerðin er að mörgu leiti ágæt, væri hún inni í ályktuninni sjálfri en lýsingin á samningaferlinu sjálfu er alls ekki nægjanlega skýrt.

Ályktun Framsóknar var mun betur unnin en þessi ályktun, þar voru sett fram eðlileg og raunhæf skilyrði og í greinargerð með henni var samningsferlið listað upp á mun nákvæmari hátt.

"Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu. Framkvæmdin gæti verið  með eftirfarandi hætti:

  • Alþingi feli sérstakri þingnefnd, Evrópunefnd, yfirumsjón með öllu viðræðuferlinu.
  • Í víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila undirbúi Evrópunefndin aðildarviðræður, þar sem þeir grundvallarhagsmunir sem gæta þarf að eru skilgreindir. Nefndarfundir Evrópunefndar skulu vera opnir þegar samningsmarkmiðin eru mótuð og skal hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma oftar en einu sinni fyrir nefndina.
  • Alþingi álykti að hefja beri aðildarviðræður við Evrópusambandinu og feli samninganefnd umboð til að sækja um á grundvelli skýrra og vel skilgreindra samningsmarkmiða og að niðurstaðan verði borin undir þjóðaratkvæði, þar sem einfaldur meirihluti ráði.
  • Áður en viðræður hefjast verði sett auðlindaákvæði í Stjórnarskrá Íslands eða sérstök lög um sameign íslensku þjóðarinnar á auðlindum í þjóðlendum og á auðlindum í og undir hafinu, þ.m.t. fiskveiðiauðlindinni.
  • Áður en samningur yrði borinn undir þjóðaratkvæði, þarf að vera búið að breyta Stjórnarskrá Íslands þannig að lögmæti inngöngu í Evrópusambandið og þátttaka í annarri alþjóðasamvinnu sé hafin yfir allan vafa. Hugmynd að þeirri breytingu fylgir hér á eftir.
  • Ef samningar nást á grundvelli þess umboðs sem samninganefndinni var veitt, skal fara fram greining á einstökum hlutum samningsins af amk tveimur óháðum aðilum.
  • Ef niðurstaðan er ekki í samræmi við umboð og samningsmarkmið samninganefndarinnar skal Alþingi taka sérstaka ákvörðun um hvort þau samningsdrög verði undirrituð og borin undir þjóðina.
  • Niðurstöður þeirrar greiningar skulu teknar saman, birtar og kynntar almenningi á netinu, í skýrsluformi og með kynningarþáttum.
  • Stuðlað verði að opinni lýðræðislegri umræðu þar sem öll sjónarmið fái að heyrast.
  • Að aflokinni kynningu, þó ekki seinna en 3 mánuðum eftir að samningaviðræðum er lokið, skal halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland gangi inn í Evrópusambandið á grundvelli þess samnings sem kynntur hefur verið."

Mér þykir með ólíkindum að Samfylkingin, sem hefur að mörgu leiti verið einsmálsflokkur um ESB aðild, skuli virkilega ekki vera betur undir málið búin.

Ályktunin eins og hún er lögð fram er í raun ósk til Alþingis um að nú eigi fyrst að fara að vinna heimavinnuna. Það heitir að fara framúr sjálfum sér sem kann ekki góðri lukku að stýra.

Ég teldi það ferli sem Framsókn hefur lagt til mun affarasælla


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætlar VG að byggja Ísland?

Fjármálaráðherra VG, Steingrímur J Sigfússon, telur á grundvelli þjóðhagsspár sem unnin var á hans ábyrgð, að við eigum að geta borgað upp okkar skuldir á skemmri tíma en sagt var til um.

Forsendur þeirrar spár voru meðal annars að Helguvíkurálverið og stækkunin í Straumsvík yrðu að veruleika.

Nú er ráðherra sama flokks að beita öllu sínu valdi til að koma í veg fyrir að þessi hluti forsendna enduruppbyggingar þjóðarhags verði að veruleika.

Hvort er VG með eða á móti?

Ef VG er á móti, eins og ég hallast helst að, hvernig ætlar flokkurinn að ná þeim hagvexti sem hann er að reyna að koma í veg fyrir?

Með aukinni ferðamennsku?

Hún mengar ekki síður en álverin og er síður en svo verndun á viðkvæmri náttúru landsins, eins og ég hef áður rakið.


mbl.is Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spéhræðsla eða ofurspuni í ESB máli?

Ef Samfylkingin skammaðist sín ekki fyrir þau drög að þingsályktunartillögur sem hún fékk VG til að samþykkja væri það afar ókratískt að opinbera ekki drögin.

Þannig að líklegast er þetta alveg innihaldslaust plagg, þar sem lagt er til að utanríkisráðherra fái algerlega frítt spil af Alþingi við aðildarviðræður og ferillinn sé allur á hans höndum, sem er eitthvað sem Framsókn myndi aldrei samþykkja.

Framsókn er svo beðin um að koma með vitið í plaggið, byggt á flokksþingsályktuninni frá því í janúar, og skuldbinda sig þar með til að mynda í raun nýjan meirihluta á þingi í þessu eina máli - sem er fáheyrt í íslenskum stjórnmálum.

Þessi spéhræðsla og ofurspuni er afleiðing af því að Samfylkingin hefur aldrei sett niður fyrir sig hvernig hún vill inn í ESB og gegn hvaða skilyrðum. Hún vill bara inn.


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband