Þjóðstjórn strax
30.4.2009 | 11:33
Nú er staða mála þannig að það verður að mynda þjóðstjórn. Ef ekki væri vegna efnahagsástandsins þá vegna Mexíkóveikinnar.
Við siglum inn í 12 vikna tímabil þar sem stór hluti þjóðarinnar mun leggjast í flensu í einu og samfélagið mun meira og minna hökta og lamast sem og heimurinn allur.
Þá er ekki tími til að vera í pólitísku karpi.
Ég skora því á Forseta Íslands að kalla forsætisráðherra þegar í stað til Bessastaða, fá hana til að skila stjórnarmyndunarumboði sínu og að því loknu skipi Forsetinn utanþingsráðherra til 6 mánaða, þar sem verkefnið væri annarsvegar að koma þjóðinni í gegnum flensuna og hins vegar að koma henni í gegnum efnahagshrunið og leggja línurnar fyrir enduruppbygginguna í samvinnu við Alþingi.
Hægt væri að miða við að hafa 3 ráðherra í efnahagsmálunum, atvinnuvega, viðskipta og fjármála og 4 ráðherra í flensumálunum, samgöngu, dómsmála, umhverfis og heilbrigðisráðherra. Hinir ráðherrarnir mega vinna hver fyrir sig.
Forsætisráðherra sinnti þeirri skyldu sem segir fyrir um í inflúensuáætluninni
Svo er hægt að mynda venjulega karpstjórn þegar búið er að samþykkja fjárlög.
![]() |
Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylking og VG mega ekki semja um aðild að ESB !!!
28.4.2009 | 23:13
Þrátt fyrir að ég vilji að sótt verði um aðild að ESB og samið verði um varanleg ákvæði í aðildarsamningi sem borinn yrði undir þjóðina eftir vandaða upplýsingu, kemur ekki til greina að treysta Samfylkingu og VG fyrir þvi að leiða þá vinnu. Þessir flokkar munu aldrei ná ásættanlegri niðurstöðu.
Kosningaauglýsingar Samfylkingarinnar voru á þá leið að þjóðin ætti að ráða, en strax á eftir voru kostir ESB aðildar prísaðir á þann hátt að augljóst er að Samfylkingin vill inn í ESB, þrátt fyrir að hafa ekki skilgreint hvaða atriðum hún geti ekki veitt afslátt á. Þau vilja bara inn, enda mun það leysa nánast öll vandamál þjóðarinnar í þeirra huga.
Formaður VG sagði aftur á móti í kosningabaráttunni að þeir væru á móti aðild en þeir vildu að þjóðin ætti að fá að ráða.
Ég trúði honum, en eftir lestur stefnu VG, finn ég hvergi stuðning við þá fullyrðingu hans.
Hins vegar segir:
"Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi."
Þetta segir mér að þessir flokkar vilja ekki fá neinar undanþágur til aðlögunar, né varanleg ákvæði í aðildarsamningi.
Það er því stórhættulegt fyrir íslenska hagsmuni að senda slíka flokka í aðildarviðræður við ESB.
Framsókn verður að leiða þær viðræður, enda hefur sá flokkur skilgreint skilyrði sem sættu sjónarmið þeirra framsóknarmanna sem telja ESB vænlegan kost og þá sem setja alla fyrirvara við ESB. Skilyrðin eru sjálfsögð og raunhæf og verða að vera leiðarljós þeirrar sendinefndar sem fer fyrir þjóðina til Brussel.
![]() |
Skylt að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Beitti Steinunn Valdís varnarbragði gegn útstrikunum?
28.4.2009 | 20:55
Það er greinilegt að stuðningsmenn Steinunnar Valdísar hafa beitt djúpu varnarbragði vegna fyrirsjáanlegra yfirstrikana á henni.
Þeir hafa strikað yfir nafn Marðar Árnasonar, sem fátt hefur unnið til að vera strikaður út í þeim mæli sem raunin varð, til að hækka það hlutfall sem þurfti til að Steinunn Valdís færðist niður um sæti.
Þessi aðgerð hefði getað bjargað henni frá því að detta út af þingi.
![]() |
Engar breytingar í RN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin tapaði fylgi í kosningunum
27.4.2009 | 14:03
Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna á dögunum. Því er eðlilegt að reikna kjörfylgi hennar með kjörfylgi Samfylkingarinnar frá árinu 2007.
Samkvæmt því tapaði Samfylkingin 0,24 prósentustigum frá síðustu kosningum og er því ekki sigurvegari kosninganna, heldur Vinstri græn, Borgarahreyfingin og Framsókn.
Lýðræðishreyfingin náði ekki einu sinni þeim fjölda sem skrifuðu á meðmælendalista framboðsins.
| 2007 | 2009 | Breyting |
Vinstri grænir | 14,35 | 21,68 | 7,33 |
Borgarahreyfingin | 0 | 7,22 | 7,22 |
Framsóknarflokkur | 11,72 | 14,8 | 3,08 |
Lýðræðishreyfingin | 0 | 0,59 | 0,59 |
Samfylking | 30,03 | 29,79 | -0,24 |
Frjálslyndi flokkur | 7,26 | 2,22 | -5,04 |
Sjálfstæðisflokkur | 36,64 | 23,7 | -12,94 |
![]() |
Kannanir langt frá kjörfylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er VG að nota ESB sem flóttaleið frá erfiðum ákvörðunum?
27.4.2009 | 10:26
Hin opinbera landsfundarsamþykkt VG í ESB málum var með þeim hætti að hreyfingin hefði auðveldlega getað samið við Samfylkinguna um aðildarumsókn að ESB.
Nú koma nýkjörnir þingmenn VG, sigurreifir og vígreifir og slá allt ESB tal út af borðinu og ganga mun lengra en landsfundarsamþykkt þeirra gefur tilefni til.
Ég held að þetta sé taktík hjá þeim til að komast hjá því að vera í ríkisstjórn sem þarf óhjákvæmilega að taka erfiðar ákvarðanir, sem ekki eru til vinsælda fallnar.
![]() |
Evrópumálin erfiðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvort sprengir Jóhanna VG eða S?
27.4.2009 | 10:20
Ef Jóhanna ætlar að standa við orð sín um áframhaldandi stjórnarsamstarf, hefur hún um þrjá kosti að velja.
- Að gefa eftir í ESB málum og eiga á hættu alvarlegan klofning eða flótta úr Samfylkingunni
- Að halda ESB málum til streitu í stjórnarsamstarfi við VG og eiga á hættu að VG springi innanfrá, eins og gerðist í R-listanum
- Að svíkja loforð sitt um vinstristjórn og mynda OSB stjórn.
Þannig að Jóhanna stendur frammi fyrir erfiðum kostum.
![]() |
Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fæðuöryggi takk
26.4.2009 | 11:52
Þetta gætu verið verri fréttir en bankahrunið.
Svín eru mjög lík mannskepnunni, þannig að nú þarf veiran líklegast lítið að breytast til að þetta verði að heimsfaraldri inflúensu sem smitast beint milli manna.
Þá er eins gott að við í Framsókn höfum staðið vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og búið sé að gera viðbragðsáætlun fyrir Ísland.
![]() |
81 látinn úr svínaflensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kemur jafnréttið af sjálfu sér?
26.4.2009 | 10:43
Fyrir síðustu alþingiskosningar sat ég í þverpólitískum starfshópi til að fjölga konum á Alþingi.
Við skrifuðum stjórnmálaflokkunum bréf, stóðum fyrir fundum og útbjuggum jafnréttisvog framboðslistanna, sem Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa nýttu ekki fyrir þessar kosningar þrátt fyrir áminningu mína þar um.
Fyrir þar síðust alþingiskosningar var enn meira átak í gangi.
En nú, þegar ekkert er gert, er árangurinn bestur!!!
Auðvitað er ég að grínast, en er það best fyrir jafnréttið að láta það koma af sjálfu sér og láta almenning og tíðarandann sjá sjálfan um það og málið snúist um að hafa áhrif á tíðarandann öðru fremur?
![]() |
Aldrei fleiri konur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leyndarhjúpur um stöðu mála
24.4.2009 | 13:04
Ríkisstjórnin leynir kjósendum upplýsingum um raunverulega stöðu mála.
- þvert á gefin loforð
Gylfi Magnússon er sendur út á völlinn og verst af klækindum og segir fyrst að hann hafi ekki séð þetta minnisblað sem Sigmundur Davíð vitnar til.
- Hann hafnar því sem sagt ekki að upplýsingarnar séu réttar.
Gylfi Magnússon segir svo í útvarpsfréttum að ekkert í skýrslum matsfyrirtækisins segi að kerfishrun sé í vændum.
- Hann hafnar því sem sagt ekki að upplýsingarnar séu réttar.
Af hverju er verið að leyna almenning upplýsingum fyrir kosningar?
![]() |
Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baráttusætin í Suðurkjördæmi
24.4.2009 | 12:36