Tilgangslaus vitleysisgangur
23.4.2008 | 20:53
Lögreglan hefði átt að vera búin að láta til skarar skríða fyrr.
Þessir mótmælendur stöðva löglega starfsemi, loka leiðum sem sjúkrabílar og slökkvilið gætu þurft að nota. Þetta varðar almannaheill.
Að ráðast gegn lögreglu má alls ekki líða. Það verður að taka hart á því. Hvað yrði næst ef það yrði látið líðast?
Það er líka tóm vitleysa að olíuverðið sé að setja þá á hausinn. Þeir geta einfaldlega hækkað hjá sér taxtana og reynt að endursemja ef þeir eru fastir í lágum verðtilboðum, í þeim tilfellum þar sem ekki er tekið tillit til olíuverðs. Það eru allir í bransanum að verða fyrir sömu hækkunum.
Það sem menn eru í raun að mótmæla er aukinn hagvöxtur í Kína og réttmæt þátttaka þeirra í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Yfirvöld þurfa að íhuga að gera samkeppnisstöðu díselbíla betri en bensínbíla, umhverfisins vegna, en það er ekki neitt sem þessir mótmælendur hafa tjáð sig neitt um.
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Góð ráðning vegamálastjóra
23.4.2008 | 20:29
Hef kynnst Hreini og störfum hans hjá Vegagerðinni og tel ég að ekki hafi verið hægt að finna betri mann í starfið. Menntun hans, reynsla og vinnubrögð gera hann óumdeildan í mínum huga.
![]() |
Hreinn nýr vegamálastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin refsing við broti á banni við áfengisauglýsingum
23.4.2008 | 16:16
Þessi dómur er birtingarmynd á því að löggjöfin um bann við áfengisauglýsingum er algerlega ónýt. Bara ókeypis umfjöllunin um þennan dóm er Ölgerðinni meira virði en sektarkostnaðurinn.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir svona lagað er annaðhvort að hækka sektargreiðslurnar, þannig að þær komi eitthvað við fyrirtækin eða að þeir sem brjóti bannið verði óheimilt að framleiða, selja eða hafa milligöngu um sölu á áfengi.
![]() |
Dæmdur í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert svar.... ekkert hljóð, bara....
22.4.2008 | 22:09
Úrræðaleysi við stjórn landsins virðist algert. Engin svör fást, hvorki frá Seðlabanka né Forsætisráðherra við spurningum sem hefðu átt að liggja fyrir löngu áður en Framsókn spurði þeirra.
Guðni Ágústsson sendi skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um áhrif þorskniðurskurðarins á byggðir landsins og meintar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim þann 26.2.2008. Er 10 daga frestur forsætisráðherra til svara löngu liðinn og ekkert bólar á svörum.
Sömuleiðis var Seðlabankanum sendar spurningar um stöðu efnahagsmála í febrúar þar sem óskað var eftir svörum um áhrif kjarasamninga og hvort Seðlabankinn telji ríkisstjórnina hafa gengið nógu langt til að draga úr þenslu í samfélaginu og hvaða áhrif tillögur ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir í kjaramálum hafi á þróun efnahagslífisins, ríkisútgjöld og tekjuöflun ríkisins og hvort ríkisstjórn landsins hafi gengið nógu lagt í þá átt að draga úr þenslu í samfélaginu.
Líklegast eru svörin óþægileg, svo það er þægilegra að hafa hausinn áfram í sandinum.
Á meðan blæðir efnahagslífinu...
Landskipulag; Útfærsla stjórnlyndis í stað frjálslyndis
21.4.2008 | 10:59
Í undirbúningi að landskipulagi, sem hófst í ráðherratíð Jónínu Bjartmarz, var grunnhugsunin að leggja þá skyldu á ríkið að það samþætti sína áætlanagerð í landsskipulagi, þannig að sveitarfélögin gætu sótt á einn stað upplýsingar um fyrirætlanir þess í sinni skipulagsvinnu, enda hafa áætlanir ráðuneytana oft verið á ská og skjön hver við aðra og byggja á mismunandi forsendum og spám. Vegir liggja um einn dal, raflínur um þann næsta og ljósleiðarar kannski um þann þriðja. Var það í samræmi við stefnumótun Framsóknar á síðasta flokksþingi, þar sem áhersla var lögð á að skipulagsvaldið væri áfram hjá sveitarfélögunum.
Auðvitað þurfa sveitarfélögin að taka mið af áætluðum framkvæmdum ríkisins, alveg eins og ávallt hefur verið í línulögnum hvers konar, vegaframkvæmdum, uppbyggingu heilbrigðishúsnæðis o.s.frv.
En það stóð aldrei til að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum og er það stefnubreyting í átt til stjórnlyndis sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er að standa fyrir í því frumvarpi sem búið er að leggja fram, þar sem búið er að einskorða landskipulagið við landnotkun, en ekki aðra þá starfsemi sem skipulagsvinnan þarf óhjákvæmilega að taka tillit til. Væri ríkið því orðið stikkfrí í sínum skyldum gagnvart sveitarfélögunum, en landþörf ríkisins væri tryggð með boðvaldi með þessari takmörkun landsskipulagsins.
Það er því eðlilegt að sveitarfélögin mótmæli, enda er landsskipulagið orðið að landtöku ríkisins gagnvart sveitarfélögunum, eftir samráð, án þess að skyldur ríkisins til innbyrðis samræmingar komi á móti.
(breytti þessari færslu eftir að hafa lesið umsögnina og frumvörpin betur)
![]() |
Segja sjálfstjórnunarréttinn í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópukönnun Fréttablaðsins: Vantraust á stjórnvöldum
20.4.2008 | 20:27
Gefur ríkisstjórnin frat í Sameinuðu þjóðirnar?
18.4.2008 | 15:36
Þann 11. júní rennur út sá frestur sem Ísland hefur til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Eftir 54 daga.
Mér sýnist 15 þingdagar vera eftir og á þeim tíma þyrftu lagabreytingar að komast í gegnum 3 umræður, hagsmunaaðilar að kynna sér málið og semja umsagnir, heit og löng umræða að fara fram á þingi og á öðrum vettvangi, áður en málið kæmist í gegn.
Ég er smeykur um að þetta sé vitnisburður um að viðbrögðin verði neikvæð, svörin verði þau að lögsaga dómstólsins sé ekki bindandi og mikil áhersla verði lögð á að ekki hafi verið einhugur í nefndinni og rök þeirra sem skiluðu séráliti verði týnd til og gerð að aðalatriði. Málið fari sem sagt ekki til Alþingis yfirhöfuð og engar breytingar verði gerðar.
Eru þetta samræðustjórnmál Samfylkingarinnar í raun?
Ingibjörg Sólrún sagði í seinni Borgarnesræðu sinni:
Ég gagnrýndi valdsmennina þá. Ég hef haldið því áfram og ég mun halda því áfram eins lengi og þörf krefur. Ég tel fulla ástæðu til að tala um hvernig þeir sem stjórna samfélaginu fara með vald sitt, hvernig þeir fara með það opinbera vald sem þeim hefur verið trúað fyrir.
Líklegast er ekkert að marka, hún er komin í ríkisstjórn núna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif það hafi á framboð okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, stöðu okkar innan hafréttarmála, að við gefum frat í stofnanir þeirra.
Að kunna fótum sínum forráð
18.4.2008 | 09:56
Þessi hringavitleysa í kringum REI sýnir enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki fótum sínum forráð við meðhöndlun almannafjár sem mögulegt er að koma í einkaeigu. Rassvasakapítalismi Flokksins og vina hans er allsráðandi, þegar komið er að kjötkötlunum gleymist allt sem áður hefur verið sagt og ausan munduð af ákafa við að skófla upp úr pottum borgarbúa til vina Flokksins. Langtímahagsmunir borgarinnar virðast engu skipta í því efni. Honum var ekki, er ekki og mun ekki verða treystandi til þess að fara einum með eigur borgarinnar.
Nú er enginn Björn Ingi til að klína skömminni á og ekki gleymdi Villi neinu núna. Fyrirætlanirnar eru skýrar.
Fyrst REI, svo OR.
![]() |
Tillaga um sölu á REI? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur F verður að útskýra mál sitt
16.4.2008 | 09:29
Þessi borgarstjóri okkar Reykvíkinga, sem situr í umboði sjálfs sín og Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar og Guðni Ágústsson, formaður flokksins séu heiðursmenn og hann eigi ekki við þá, þegar hann segir að framsóknarmenn beri ábyrgð á því hvernig fyrir miðborginni er komið.með því að draga taum og hygla verktökum og peningamönnum sem eru að láta miðborg Reykjavíkur drabbast niður.
Gott og vel. Eftir standa tæplega 12 þúsund framsóknarmenn sem hann á þá við, eða hvað?
Ég skrifaði Ólafi F bréf um daginn, þar sem ég óskaði eftir skýringum á þessu, en hef engin svör fengið. Hann hefur viku í viðbót, samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu.
Þetta eru hrein meiðyrði hjá borgarstjóranum, sem hann verður að draga til baka, ætli hann ekki að fá þau dæmd dauð og ómerk, nema hann útskýri mál sitt.
Duglausir fjölmiðlar þessa lands, þá sérstaklega RÚV ohf, sem birti þessa vitleysu upphaflega, elta hann ekkert uppi og krefja hann um útskýringar. Það hentar líklegast ekki Sjálfstæðisflokknum, svo Páll Magnússon, Bogi Ágústsson, Elín Hirst, Þorsteinn Pálsson, Styrmir Gunnarsson og Ólafur Stephensen láta það alveg eiga sig.
Einkarekstur, einkaframkvæmd, einkavæðing og rassvasakapítalismi
15.4.2008 | 00:56
Ég býst við að þessi einkahugtök verði mikið í umræðunni á næstunni. Þau hafa verið notuð og misnotuð mikið undanfarið en gagnvart opinberum rekstri eiga þau öll við í einhverjum tilfellum. Þegar þau henta. Það er þegar samkeppni er tryggð og þegar fjármögnun er ekki mikil.
Í öðrum tilfellum henta þau ekki.
Einkavæðing ríkisfyrirtækja sem eru í samkeppnisrekstri er bráðgóð og hefur leyst mikinn kraft úr læðingi og aukið verðmætasköpun gífurlega, sbr bankana. Alveg eins góð og hún er er hún slæm þegar hún á ekki við og einhverjum einkaaðilum er færð einokunaraðstaða eða gæði sem einungis væri möguleg að komast í nema í krafti almannahagsmuna. Það er rassvasakapítalismi, sem ber að forðast og hefur tekist nokkuð vel að greina þar á milli hingað til. Eru orkufyrirtækin dæmi um fyrirtæki sem ekki á að einkavæða af þeim sökum.
Sama á við um einkarekstur. Ef hægt er að koma á virkri samkeppni um framkvæmd opinbers reksturs, sem einkaaðilar geta eðli málsins samkvæmt alveg eins framkvæmt er um að gera að skoða kosti þess. Á sama hátt er tóm vitleysa að færa rekstur til einkaaðila ef ekki er hægt að framkvæma raunveruleg samkeppnisútboð. Þá verður verðmyndunin óeðlileg og hætt er við að verðin verði ekki hagstæð fyrir kaupanda þjónustunnar. Einkaaðilinn græðir þar með á aðstöðu sinni. Það er rassvasakapítalismi, sem ber sífellt að vera á verði gagnvart. Eru þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði og sérfræðiþjónusta ýmiskonar mér ofarlega í huga þar.
En hættulegasta sviðið af þessum einkasviðum er einkaframkvæmdin. Þar getur rassvasakapítalisminn fengið öllu ráðið ef ekki er farið að með gát og skekkt alla ákvarðanatöku. Það ríkir rassvasakapítalismi stjórnmálanna, hættulegasti rassvasakapítalismi af þeim öllum, þar sem stórum fjárhæðum er skóflað af efnahagsreikningi dagsins í dag yfir á rekstrarreikning komandi kjörtímabila eða farið í fjárfestingar sem borgaðar verða seinna, löngu eftir að umboð þess sem ákvörðunina tók er runnið út.
Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn sem hafa ekki getað aflað stuðnings til fjárfestinga að flýta framkvæmdum með því að setja þau í einkaframkvæmd. Á þann hátt er hægt að láta framkvæmdir hefjast á kjörtímabili viðkomandi og hægt að innheimta atkvæði fyrir í framhaldinu.
En á endanum er það alltaf almenningur sem borgar, í formi skatta eða gjalda. Þá skattheimtu hafa stjórnmálamenn framtíðarinnar ekkert um að segja. Þeir eru bundnir í gömlum atkvæðum, sem verður að teljast vafasamt gagnvart lýðræðinu og heftir möguleika á að bregðast við breytilegum þörfum samfélagsins. Einkaframkvæmd getur alveg átt við í einhverjum tilfellum, en í fjárfestingaþungum verkefnum á hún ekki við og er alls ekki réttlætanleg.
Það er vegna þess að opinberir aðilar hafa aðgengi að mun betri lánakjörum en einkaaðilar og hið opinbera gerir ekki sömu kröfu um arðsemi eigin fjár. Það er á engan hátt réttlætanlegt að almenningur eigi að borga þann kostnaðarauka sem í vaxtamuninum felst, bara vegna stundarhagsmuna stjórnmálamannsins eða pólitískrar ofsatrúar hans. Í þeim tilfellum þar sem reksturinn er stærsti hluti útgjaldanna getur dæmið hins vegar snúist við, en af einhverjum ástæðum virðist engin umræða vera um einkaframkvæmd í þeim tilfellum. Bara þegar fjármagnseigendur sjá möguleika á að koma peningunum sínum í örugga vinnu.
Tökum sem dæmi samgöngumannvirki eins og Suðurlandsveginn nýja. Þetta framkvæmd upp á 7-8 milljarða þegar hann er kominn alla leið. Hvert prósent í mun í lánakjörum eru 70-80 milljónir á ári. Milljónir sem væri hægt að nýta í annað, ár eftir ár. Bara ekki á yfirstandandi kjörtímabili viðkomandi ráðherra.
Í öllum þessum einkadæmum þarf að stíga varlega til jarðar og láta ekki glepjast af stundarhagsmunum. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn stundað mikið trúboð, hvattur áfram af flokksmönnum sínum í viðkomandi geirum, með vísun í hin og þessi dæmi, sem sum eiga við en önnur ekki, sbr Spöl sem er ekkert annað en opinbert fyrirtæki. Því miður eru sterkar vísbendingar um að Samfylkingin muni ekki standa nægjanlega góðan vörð gagnvart þessari rassvasakapítalismavæðingu, ef marka má yfirlýsingar feginna íhaldsráðherra sem segjast nú geta gert hluti sem þeir höfðu aldrei getað gert með Framsókn í ríkisstjórn. Sér og sínum til stundargróða og hagsbóta, en til kostnaðarauka fyrir allan almenning.