Sem betur fer
12.12.2007 | 19:22
...fór þetta ekki svona illa. Þetta var starfsmaður Olíudreifingar, tengiliður stöðvarinnar um borð, sem lenti í þessu. Vírinn slitnaði ekki, heldur slóst í hann þegar verið var að taka vírinn af polla um borð. Hann er sem betur fer ekki brotinn, en eitthvað hruflaður og er nú útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi.
ps Myndin sem fylgdi fréttinni er af NATO stöðinni í Hvalfirði
![]() |
Slys í olíuskipi í Hvalfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afnám verðtryggingar? - nei, ekki með þessari ríkisstjórn
12.12.2007 | 00:02
Ég ætla rétt að vona að viðskiptaráðherra takist ekki að hefta samningsfrelsið og afnemi verðtryggingu í bráð, amk ekki meðan núverandi ríkisstjórn er við völd, enda virðist hún engan áhuga hafa á að ná stjórn á efnahagsmálum. Meðan svo er, þarf lífeyrissjóðurinn minn að geta fjárfest í verðtryggðum pappírum, enda litlar líkur á að stöðugleiki náist í bráð. Að minnsta kosti virðist ríkisstjórnin ekkert gera til að hjálpa til í þeim efnum.
Nú liggja til samþykktar ein þau óábyrgustu og verst unnu fjárlög sem lengi hafa verið lögð fram. Mörg þau frumvörp sem fyrir liggja, eins og t.d. menntamálafrumvörpin, stjórnarráðsbandormurinn og fleiri hafa ekki verið kostnaðarmetin og framkvæmd þeirra með öllu óljós og eru ekki inni í fjárlögunum.
Á viðsjárverðum tímum er lagt af stað með útgjaldaaukningu af áður óþekktum stærðargráðum, sérstaklega þegar haft er í huga kosningar eru ekki í nánd að því að ég best veit. Hvernig ætli fjárlög kosningaárs verði, fyrst þessi eru svona?
Megnið af útgjaldaaukningunni er í samgöngumálum, til þess að eiga heimildirnar inni ef á þyrfti að halda, eins og stjórnin hefur sagt.
Það virðist því standa til að eiga inni slatta af heimildum til að flytja á milli verkefna og fjárlagaliða eftir duttlungum ráðherrana, eins og gert var í Grímseyjarferjumálinu. Ég er ekki löglærður en þessar millifærslur á milli fjárlagaliða virka á mig sem hreint lögbrot, í besta falli afar slakar reikningsskilahefðir. Alþingi, sem hefur fjárveitingavaldið, veitir fé til ákveðinna verka og ráðherrar hafa ekkert með að hringla í því eftir á. Sömuleiðis er sú misbeiting sem viðgengist hefur á fjárlaukalögum af sama meiði runnin og því vítaverð.
Það er alveg ljóst að það verður aldrei hægt að standa við þau loforð sem gefin eru í samgöngupakka fjárlaganna, en samt er verið að gefa væntingar um innspýtingu ríkisins í fyrir þanið hagkerfið. Ríkisstjórnin er sem sagt vísvitandi að leggja af stað í sitt fyrsta fjárlagaár vitandi að hún mun svíkja gefin fyrirheit og virðist ekki ætla að gera neitt til að slá á væntingar og þar með þá þenslu sem er í hagkerfinu.
Betra væri að gera raunhæfa áætlun um samgönguframkvæmdir og stilla þeim í hóf, en geta annað hvort lækkað skatta, með afnámi stimpilgjalda eða hækkun persónuafsláttar, ef svo ólíklega vildi til að snúa þurfi hjólum hagkerfisins hraðar, eða með útgáfu ríkisskuldabréfa og sparnaðarhvetjandi aðgerðum ef peningamagn í umferð verður áfram eins mikið og raun ber vitni. Mætti hugsa sér mótframlag vegna húsnæðissparnaðar ungs fólks, endurupptöku skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa, mótframlag í séreignalífeyrissparnað og fleira.
Með þeim verkfærum gæti ríkisstjórnin hjálpað Seðlabankanum í sinni viðleitni og brugðist við aðstæðum hverju sinni. Í dag vinnur hún beinlínis á móti þeim markmiðum sem hún sjálf hefur sett. Meðan svo er er tómt mál að tala um aðgerðir til að afnema verðtryggingu. Ekki á minn lífeyrissjóð.
Ingibjörg Sólrún heldur mannréttindakyndli Valgerðar á lofti
10.12.2007 | 22:27
Í kvöldfréttum útvarps fagnaði Jakob Möller, f.v. framkvæmdastjóri Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þeim vatnaskilum sem hafa orðið í mannréttindastarfi Íslendinga, með stefnumótun Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Áður hefðum við bara "setið í túninu heima eða horft upp í himininn", meðan að hinar Norðurlandaþjóðirnar tóku virkan þátt í öllu því starfi.
Mér finnst reyndar skondið hvernig fréttaflutningur af þessu máli er. Þar er í engu minnst á þá skýrslu sem Jakob Möller vísar í. Látið er líta út eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi valdið þessum vatnaskilum. Hið rétta er að hún hefur tekið við kyndlinum og virðist ætla að halda honum áfram á lofti. Heldur sömu áherslumálum á lofti. Það er vel.
Uppfært 11.12 kl 9: Sé að prentútgáfa Morgunblaðsins fjallar betur um málið í fréttaskýringu Skapta Hallgrímssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2007 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ótrúlegur málflutningur Helga Hjörvar um réttindi í Þjórsá
10.12.2007 | 13:46
Haft er eftir Helga Hjörvar, formanni umhverfisnefndar Alþingis að:
"Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar."
Þetta er undarlegur málflutningur manns sem situr á Alþingi. Að gjörningnum stóðu Guðni Ágústsson, þ.v. landbúnaðarráðherra og Jón Sigurðsson, þ.v. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vissulega eru Framsóknarmenn. Það sem Helgi nefnir ekki er að Árni M Mathiesen fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins stóð einnig að gjörningnum.
Þessi málflutningur er annað hvort vísvitandi blekking þingmannsins og þar með lygar eða að hann hafi ekki kynnt sér málið sem eru ekki síður vítaverð vinnubrögð af hans hálfu.
Eðlilegt er, eins og ríkisendurskoðun bendir réttilega á, að Alþingi eigi að samþykkja sölu þessara eigna, eins og annara eigna ríkisins og hlýtur málið því í framhaldinu að koma fljótlega til kasta Alþingis.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort stjórnarandstöðuhluti Samfylkingarinnar, Græna netið, fái einhverju framgengt gegn Sjálfstæðisflokknum og Össuri Skarphéðinssyni. Búast má við að Framsókn og Frjálslyndir geti komið Sjálfstæðisflokknum til hjálpar, ef Össur verður undir í eigin flokki í málinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvenær er nóg að gert?
10.12.2007 | 09:40
Bjarni Harðarsson mislas texta úr stól Alþingis og gleymdi einu ekki, sem snéri málflutning hans alveg á hvolf. Nokkrum klukkutímum seinna leiðréttir hann mistök sín úr sama stól.
Það vekur því athygli að Árni Sigfússon skuli ekki taka mark á þeirri leiðréttingu, heldur krefst afsökunarbeiðni frá Bjarna í yfirlýsingu sem birt var meira en sólarhring eftir að beðist hafði verið afsökunar og mistökin leiðrétt.
Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð hjá Árna.
Manni dettur helst í hug að Árni sé að reyna að beita smjörklípuaðferðinni. Vandinn er hins vegar sá að Davíð Oddsson, guðfaðir aðferðarinnar, sagðist alltaf hafa klínt verr lyktandi smjöri á andstæðinginn en hann var að reyna að klína á sig. Það er alls ekki í þessu tilfelli og því virkar þetta hjákátlegt hjá Árna. Atli Gíslason hefur aftur á móti ekkert látið heyra í sér...
![]() |
Árni sagður kasta steini úr glerhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er lúxusinn við að vera í hlandspreng?
9.12.2007 | 11:34
Fórum í bíó í gær. American Gangster er algerlega frábær mynd. Mæli með henni.
Í lúxussalnum í Mjóddinni fór vel um okkur amk til að byrja með og var hægt að fá popp og kók eins og hver vildi. En á svona langri og góðri mynd sem maður vill ekki missa neitt úr, er ekki mikill lúxus að þurfa að sitja án hlés alla myndina án þess að það sé pissuhlé...
5 milljarðar í velferðarbætur
6.12.2007 | 10:03
Ég óska Samfylkingunni til hamingju með þennan árangur og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur. Sérstaklega vill ég óska henni til hamingju með að hafa tekið við það góðu búi að henni var þetta mögulegt.
Ég vil endilega greiða skatt til að þeir sem minnst mega sín geti framfleitt sér á sómasamlegan hátt. Taka þátt í samtryggingunni. Það sem ég vil aftur á móti ekki er að greiða skatt til að standa undir bótagreiðslum til fólks sem þarf ekki á þeim að halda. Þetta er nefnilega tryggingakerfi, ekki eignasöfnunarkerfi og á því er reginmunur.
Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til heimila sem hafa yfir 300 þúsund eða 400 þúsund í tekjur á mánuði eða þaðan af meira? Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til fólks sem á skuldlaust húsnæði og getur léttilega endurfjármagnað sig og náð góðri framfærslu þannig?
Ég á eftir að sjá hvernig þetta verður útfært og í tengslum við það verður að svara spurningum eins og þessum.
Íslenska velferðarkerfið er gott og ég vill endilega greiða til þess, en það framlag mitt á ekki að renna til þeirra sem ekki þurfa á því að halda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Loftslagsstefna kynnt - hvar er Fagra Ísland?
4.12.2007 | 16:18
Eftir því sem ég kemst næst er stefna núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum óbreytt frá stefnu síðustu ríkisstjórnar. Sveigjanleikaákvæðin, þeas íslenska ákvæðið og möguleiki á kaupum á heimildum, eru meginstef þess sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram, auk eðlilegrar áherslu á að ná alþjóðlegu samkomulagi.
Þetta er allt annað en það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra hefur talað fyrir, nú síðast á umhverfisþingi, sem er sú samkoma þar sem umhverfisstefna þjóðarinnar er rædd. Þar talaði hún um að Íslendingar ættu ekki að leita neinna undanþágna.
Það vekur athygli mína að Dofri Hermannsson, aðalhöfundur Fagra Íslands, hefur ekkert bloggað um málið. Hann er fastur í rifrildi um biskupinn.
![]() |
Markmið í loftslagsmálum kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loftslagsráðstefnan hafin - markmið Íslands óljós
3.12.2007 | 10:52
Nú sitja helstu spekingar og ráðamenn heimsins á Bali og skeggræða leiðir og lausnir í loftslagsmálum heimsins. Eftir síðustu skýrslu IPCC ættu menn að vera hættir að ræða um hvort um vandamál sé að ræða, heldur um hvernig eigi að leysa það. Eitt brýnasta viðfangsefni dagsins.
En hvað leggur besta land í heimi, Ísland, til málanna?
Ekkert.
Málið er nefnilega í nefnd...
![]() |
Loftslagsráðstefna SÞ hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geir og Björgvin ósammála um skattamál
1.12.2007 | 17:26
Geir H Haarde, hagfræðingur, alþjóðastjórnmálafræðingur og forsætisráðherra, gaf mynduglega út yfirlýsingu um að ekki stæði til að lækka tekjuskatt í bráð. Er það eðlilegt og skynsamlegt, meðan hjól efnahagslífsins snúast jafn hratt og raun ber vitni. Ef um hægist er eðlilegt að litið verði til þess að lækka tekjuskatt, sérstaklega í ljósi góðrar stöðu ríkissjóðs. Að mínu mati ætti það að vera með hækkun persónuafsláttar, eins og stendur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Þess vegna er það afar undarlegt að samráðherra Geirs í ríkissjórn, Björgvin G Sigurðsson, sagnfræðingur, heimspekingur og viðskiptaráðherra, skuli lýsa því yfir að hækka eigi persónuafsláttinn í tengslum við komandi kjarasamninga.
Þetta er eitthvað það ábyrgðarlausasta sem hann gat látið frá sér fara í stöðunni.
Vissulega ber að stefna að hækkun persónuafsláttar, þegar staða ríkissjóðs og efnahagsaðstæður leyfa það, en að fara óhugsað í það við þær aðstæður sem nú eru uppi geta þær aðgerðir haft þveröfug áhrif á kjör almennings. Aukninn verðbólguþrýstingur nú mun bara valda kjararýrnun, sem étur upp þá kaupmáttaraukningu sem í skattalækkuninni felst á skömmum tíma.
Ríkisstjórnin verður að tala einum rómi í efnahagsmálum. Annars er einfaldlega ekki hægt að taka mark á henni og það eitt og sér eykur óstöðugleika, sem er grafalvarlegt mál.
Ræð Samfylkingunni heilt að lesa eigið kver um efnahagsmál, skrifað af Jóni þeirra Sigurðssyni fyrir síðustu kosningar, þar er víða sagt satt.